23.3.2009 | 21:17
Frakkinn flogin burt....
Það hringdi í mig franskur blaðamaður í dag og vildi fá að mynda í markaðnum Norðurporti og taka viðtal við mig en þar sem það er einungis opið þar um helgar frestaði hann því. Hann vildi taka myndir þegar sölufólkið er á staðnum og allt á fullu. Hann tók með sér póstfangið mitt og símanúmer og ætlar að reyna síðar.
Dagurinn minn var því æði rólegur og góður og ég lúllaði frameftir og fékk mér góðan göngutúr eftir hádegið.
Bara ljúft ! Meira fljótlega.
Megið þið eiga góða nótt
Athugasemdir
Svo þú þurftir ekki að segja silvúplö!!!
Vilborg Traustadóttir, 23.3.2009 kl. 22:22
Hvenær kemur hann aftur? Verst að missa af því að verða, ja, kannski fræg?
Sjáumst
Anna Guðný , 23.3.2009 kl. 23:55
Nei, Vilborg, slapp við það að tala þetta eina franska orð Anna Guðný, hann var svekktur þegar ég sagði honum að hann væri degi of seinn, hefði getað myndað á sunnudaginn. Aldrei að vita nema frægðin banki einhvern daginn - eins gott að þú ert búin að útvega meira "góss " Grínlaust hann ætlar að hafa samband við mig fljótlega !
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.3.2009 kl. 10:33
djöf..... hefði getað haslað mér völl í fraklandi :)
Selma (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.