Norðlenskur heimur .....

Einmitt - var að koma frá því að skoða "Heim hafsins" sætu nýju fiskbúðina á Tryggvabrautinni. Það ætla ég að vona að þessi búð sé komin til að vera, hvað er skrítnara en það að það skuli ekki hafa verið fiskbúð á Akureyri til nokkurra ára.

Svo fer maður til Reykjavíkur og getur ekki hamið sig þegar maður fer í fiskbúð því þar er allt til .......við hjónin höfum t.d. keypt okkur saltaðar kinnar í Reykjavík fram að þessu. Ég ætla að vona  að þessi búð vaxi og dafni og verði áfram. Þeir sem aldir eru upp við það að geta skroppið í fiskbúðina eins og við gerðum t.d. á Siglufirði geta seint sætt sig við að geta ekki skroppið og keypt sér í soðið, án þess að þurfa í stórmarkað til þess.

Til hamingju með þetta framtak kæru hjón og gangi ykkur vel ! Ég verð tíður gestur ! Reyktur fiskur, ný ýsa, saltaðar kinnar, rauðspretta, rauðmagi.... hrogn og lifur, fiskfars .....nammi..........Smile og verðlagið var alveg til að toppa heimsóknina.

Spakmæli dagsins:

Veittu kærleika, innblástur, trú og

hvatningu í líf þeirra sem þú umgengst.

Búin með skattaskilin og er glöð með það.

Njótið dagsins, öll sem eitt Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Fiskinn minn, nammi, nammi namm!

Vilborg Traustadóttir, 26.3.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir þessu fallegu orð Margrét, verst að hafa ekki verið á svæðinu þegar þú komst (er einmitt stödd þar núna). Orðin hjá henni Vilborgu eru einmitt lesningin á veggnum hjá okkur

Huld S. Ringsted, 26.3.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég söng þetta á leiðinni heim, ein í bílnum ! Flott að hafa þetta á veggnum ! Hittir alveg í mark.

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.3.2009 kl. 17:46

4 identicon

Það er mikil heppni að komast í fiskbúð reglulega. Hér á eyjunni fögru hefur aldrei þrifist fiskbúð að mér skilst. Ætli það eigi ekki allir veiðistangir og reddi þessu sjálfir??? Mig dreymir um að geta farið í fiskbúð og valið úr góðgætinu en því er ekki að heilsa. Gott að sjá að Norðurport vekur svona mikla athygli, til hamingju! Kveðja frá Eyjum.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 22:38

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Fishing Tek undir það "fiskinn minn nammi nammi namm".   Það er greinilegt að fólkið á Akureyri kann að gera gott úr kreppunni.





Magnús Sigurðsson, 27.3.2009 kl. 08:50

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Drífa, væri nú ekki góð hugmynd fyrir kafarann að skella upp einni svona búð í Eyjum ? þarftu ekki að hafa hann meira heima núna eftir fjölgunina í fjölskyldunni ?  Ég meina, þá þarf fólkið ekki alltaf að vera með veiðistöngina á lofti.

Já, Magnús það er eins og hér hafi fólk vaknað af dvala. Sumt hvert allavega  Gangi þér vel með þitt verkefni

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.3.2009 kl. 09:48

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Fyndið, ekki hafði ég hugmynd um að þetta væri á veggnum....oft ratast kjöftugum satt orð á munn!

Til hamingju með búðina og gangi hún vel.

Vilborg Traustadóttir, 30.3.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband