Akureyri í dag....og næstu daga......

Það er lítill tími til að blogga þessa dagana enda búin að hella mér í verkefni sem krefst mikils tíma Cool og það bitnar að sjálfsögðu á blogginu og mörgu öðru !

Helgin var frábær og margt um manninn í Norðurporti. Stefnir í stóra helgi næst og ég byrjaði að undirbúa hana fyrir nokkru og er búin að sitja við í morgun. Ma ma ma maður bara sefur ekki orðið fyrir þessu. Happy

Bendi ykkur á nordurport.is til að skoða það sem framundan er, en þangað safnast upplýsingar í dag og næstu daga. Ætla ekki að þreyta ykkur á sömu upptalningu hér líka Smile En spennandi helgi byrjar á fimmtudagskvöld kl. 18:00 Whistling

Spakmælið í dag segir:

Nægur tími felst ekki í því

að vinna lengur heldur með

góðri skipulagningu og réttri

forgangsröðun.

Kemur sér vel að hafa þetta í huga þegar maður er svona önnum kafin !

Njótið dagana og eigið góða daga hvar sem þið ætlið nú að dvelja um páskahelgina. Smile

Ég verð að vinna en á páskadaginn verð ég að sjálfsögðu í fríi og við fáum til okkar góða gesti í kvöldmat þar sem Hulda og fjölskylda ætla að koma InLove En ég ætla að sjálfsögðu að reyna að sjá meira af þeim en bara þá !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hversu stórt er Norðurportið? Ég þyrfti að kíkja þar við ef ég geri mér ferð til Akureyrar nú í sumar og styðja þetta flotta framtak.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sæll Hilmar. 140.fm. Ef þú þarft að taka til í geymslunni eða bara hvað sem er, lætur þú mig vita og ég finn þér pláss

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.4.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er ágætis pláss en mun minna en systurportið í Reykjavík (Kolaportið). Ég þakka þér þetta ágæta boð

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband