Þú ein ert mín......

Þannig byrjaði eitt ástsælasta lag Hljóma frá Keflavík - gaman að sjá þáttinn í kvöld á RÚV um ferðalag þeirra á slóðir Bítlana ! InLove 

Ég er komin í páskafrí en ég hef verið "vakin og sofin" í Norðurporti undanfarna 3. daga. Fyrst var það Taílenska kvöldið s.l. fimmtudagskvöld sem heppnaðist mjög vel og svo var markaðurinn líka opin í gær og í dag, mikið rennirí í gær en minna í dag - enda hátíð framundan, fólk lét þó ekki hjá líða að ná sér í hákarl og harðfisk og fleira í Norðurporti fyrir hátíðina. Skemmtilegir dagar og lærdómsríkir.

Sölufólkið í Norðurporti var kátt og var með allskonar vörur og það gladdi mig mjög að fá listakonuna Svövu K. Egilsson með sínar fínu vörur undir merkinu "Gallerí Grýla" til okkar svo og alla hina sem komu með allskonar vörur í sölubása Norðurports. 

Sýningin " Lagt af stað...... " kvaddi í Kaffi Port og það voru margir sem söknuðu mynda þeirra hjóna Magnúsar og Dagbjartar en í staðin kom Benedikt Hallgrímsson og sýnir hann ríflega þrjátíu vatnslita, olíu og akrílmyndir í Kaffi Port.  Gaman að því.

Ég vil bara þakka öllum þeim sem komu að þessa daga  og sérstaklega Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem studdi mig með ráðum og dáð í sambandi við Taílenska þjóðakvöldið Heart Svo og öllum hinum sem þar komu nálægt ! Yan, Anghana og Nareearat + allar hinar TAKK ! Ógleymanlegt kvöld, góður matur og skemmtileg samvera. Mikil vinna en upp úr stendur ánægjan með vel heppnað kvöld.

Það er mín skoðun að það að geta notið samverustunda með fólki af öðru þjóðerni geri ekkert annað en að auðga andann og hjálpa okkur öllum til að kynnast menningu þess fólks sem hingað leitar af einni eða annarri ástæðu. Líka hjálpar það því fólki, að skilja okkur. Meira af þessu - vonandi hjá okkur í Norðurporti - áður en árið er liðið.

Nú er bara að njóta páskana í faðmi míns heittelskaða og fá svo fleiri fjölskyldumeðlimi til okkar á morgun í mat og þess vegna ætlar þessi þreytta en hamingjusama kona að koma sér í hvíld og usssss...ég verð að taka heimilið aðeins í gegn í firramálið en vonandi fyrirgefst mér það þrátt fyrir hvíldardaginn heilagan. Læt þó ekki hjá líða að hlýða á fallega hátíðatónlist í firramálið á RÚV og morgunmessuna. Það er ómissandi.

Gleðilega páska öll sem eitt sem hér lítið við og njótum samverustunda og gleði páskahelgarinnar. Bloggvinir, ættingjar og vinir nær og fjær !

Gleðilega páska !

Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir samveruna um helgina Margrét mín. Þreytt en ánægð kona sem fer í rúmið hér í kvöld. Hef að vísu engan heittelskaðan  í augnablikinu en á samt von á að einhverjir smáir kaldir fætur komi að hlýja sér í fyrramálið.

Sjáumst.

Anna Guðný , 11.4.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Smáir fætur eru ægilega notalegir. Hafið það sem best ! 

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.4.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðilega Páska! Heyrumst.

Vilborg Traustadóttir, 11.4.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er flott hjá Norðurporti að leggja sitt að mörkum til að styrkja samskipti mismunandi þjóðerna og stuðla þannig að gæfuríkari sambúð og minni fordómum.

Eigðu svo gleðilega páska Hulda mín.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.4.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband