17.4.2009 | 07:52
Litir og penslar....
Góðan daginn. Það kom loksins yfir mig þörf fyrir að mála. Í vikunni byrjaði ég aftur að mála að einhverju ráði, hef alltof sjaldan í vetur farið á vinnustofuna sem ég hef aðgang að ásamt fleirum. Einhvernvegin hefur allur minn kraftur farið í annað - þá auðvitað aðallega Norðurport.
En þegar ég finn fyrir þessari þörf er eins gott að hella sér í verkefni. Að þessu sinni dró ég fram vatnsliti og fékk mér vatnslitablokk. Ég er núna búin að mála nokkrar myndir og held spennt áfram. Síðan ætla ég að drífa mig í að fara á vinnustofuna því þar á ég nokkra ómálaða striga og nýta þessa þörf sem virðist vera að hellast yfir mig.
Öfugt við marga aðra kemur þessi þörf til mín þegar sólin fer að skína, en margir segjast leggja penslunum á vorin. Mér finnst líka æðislegt að hafa trönurnar mínar á svölunum á sumrin og mála þar. Sé nú til með það þegar lengra líður. En ég er glöð með að vera byrjuð að einhverju ráði aftur !
Það verður gaman að sjá útkomuna þegar ég verð búin með þessa syrpu !
Annars bara helgin að skella á og þá verður nóg að gera. Gott mál.
Kíkið á nordurport.is og forvitnist um það sem þar verður um helgina.
Að síðustu eitt gott spakmæli:
Ásettu þér að gera eins gott og þú getur, fyrir
eins marga og þú getur, eins oft og þú getur
og eins lengi og þú getur.
Eigið góðan dag við leik og störf !
Athugasemdir
Gangi þér vel með myndirnar. Það væri gaman að sjá þær hjá þér hérna á síðunni. Þar fátt eins gaman og að gleyma sér í litum.
Ég kannast vel við það hvað það er erfitt að koma sér í að mála ég hef verið með strigann litina og hugmyndirnar tilbúnar, en hefur vanatað neistann í allan vetur.
Spakmælið þitt klikkar ekki.
Magnús Sigurðsson, 17.4.2009 kl. 23:06
Já Magnús, ég ætla að taka myndir og byrta hér seinna. Það er ekki þannig að maður geti málað þegar maður ætlar svo ég er farin að bíða eftir að fá smá kláð í puttna og þá fer ég af stað, annað veldur manni bara vonbrigðum. Þá "rembist maður eins og rjúpan við staurinn" og ekkert gengur
Hulda Margrét Traustadóttir, 18.4.2009 kl. 09:03
Einmitt "neistinn"það er málið !
Hulda Margrét Traustadóttir, 18.4.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.