21.4.2009 | 17:59
Margir að lesa, en fáir að segja neitt....
Þetta vekur mig til umhugsunar um það hvort ég eigi að læsa síðunni minni aftur og hafa hana bara fyrir fáa útvalda.
Hugsa það næstu daga. Stundum er maður líklega að bera óþarfa tilfinningar á torg.
En ég hef í gegn um öll mín ár haft gaman af að skrifa og það er eitthvað sem mér lætur betur en að tala. Líklega er það uppeldið að alast upp á Sauðanesi í einangrun og stundum í marga mánuði án þess að hitta nokkurn mann nema heimilisfólkið. Það var mikið lesið, spilað hlustað á útvarp en fáir til að tjá sig við. Þess vegna var gamla dagbókin mín oft mín huggun ( sem ég er svo heppin að eiga ennþá) þegar ég vildi tjá mig og ég endaði oft dagana við skrif þó ekki væri nú alltaf margt að segja.
En bloggvinir og aðrir sem hér líta við, það væri gaman þó þið segðuð nú ekki margt annað en sæl og blessuð ......
Knús til ykkar
Athugasemdir
innlitskvitt "sæl og blessuð
það er nú alltaf skemmtilegra þegar "lesendur" setja smá kvitt eftir lesturinn
Sigrún Óskars, 21.4.2009 kl. 18:08
Sæl, bara örfá orð frá mér.......
Best að byrja á veðrinu. Flott veðrið hér á Akureyri, sól og sumarblíða. Við höfum ekki tíma fyrir tölvuna hér fyrir norðan. Njótum frekar veðursins.
Sumarkveðjur
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:21
Skemmtileg síða og gaman að fylgjast með svona miklum dugnaði að koma af stað fyrirtæki rétt eftir atvinnumissi, afar athyglisvert. Eg mun sakna þess ef síðunni verður lokað.
kv. frá ókunnugri að sunnan.
Ása (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:54
Vonandi læsirðu ekki síðunni þinni, Magga. Hérna hef ég oft í vetur náð mér í heilræði dagsins bæði sem andlegt fóður og ekki síður til að fylgjast með því hvernig á að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd.
Ég hefði aldrei rekist á þessi heillaráðin þín ef síðan hefði verið læst. Það fyrsta sem vakti forvitni mína á síðunni þinni voru þessi flottu málverk.
Magnús Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 23:12
Þakka ykkur fyrir. Það er nokkuð mikið öðruvísi að sitja heima einn á morgnanna þegar aðrir eru að vinna en vera ekki sjálfur í vinnu og þá er mjög notalegt ef einhver skrifar þó ekki séu nema nokkur vináttuorð - það gefur manni mikið
Mun því halda áfram að skrifa hér og lofa þeim að lesa sem því nenna...
Magnús ég þarf eiginlega að fara að taka myndir af nýjustu myndunum mínum þó ekki væri nema til að gleðja þig
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.4.2009 kl. 07:22
Mig er farið að hlakka til.
Magnús Sigurðsson, 22.4.2009 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.