27.4.2009 | 15:59
Kosningum lokið og ég tók þátt...
sæmilega sátt.
Svo er nú eftir að vita hvernig spilast úr þessum sögulegu úrslitum.
Ég vona það besta og að við fólkið í landinu fáum að vera með !
Gangi þeim vel að mynda nýja ríkisstjórn, hverjir sem nú klára dæmið því það er ótalmargt sem þarf að gera innanlands áður en lengra er haldið
Spakmæli dagsins er gott:
Skynsamur stjórnandi veit
að meginþáttur starfs hans er að
ráða rétta fólkið í réttu störfin
og hvetja það síðan til dáða.
Að svo mæltu bið ég ykkur að njóta eftirmiðdagsins og læt heyra frá mér þegar mér brennur eitthvað á hjarta
Athugasemdir
Ég er sæmilega sáttur við okkar fólk. Við erum komin inn fyrir þröskuldin á alþingi og höldum áfram með búsáhaldabyltinguna þar. Þetta er fyrsta skrefið. Það er löng leið fyrir höndum. . Höldum taktinum sem við slóum á Austurvelli í vetur. Það var taktur þjóðarinnar. Okkar taktur. Við erum þjóðin.
Magnús H Traustason, 27.4.2009 kl. 20:22
Ég vona að atkvæðið þitt komi til með að standa undir væntingum. Sem kannski eru ekki hástemmdar á þessum tímum.
Magnús Sigurðsson, 27.4.2009 kl. 20:47
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn en ekki fór vel fyrir okkur
Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 21:52
Takk fyrir innlitið Hulda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.