Gleðilega hátíð...

Bloggletin alveg að fara með mig - en varð að segja gleðilega hátíð !

Ágætt veður á Akureyri en sólarlaust. Er búin að vera að bardúsa ýmislegt nytsamt í morgun og búin að vera á fótum síðan klukkan 7 Happy alveg hætt að geta sofið á morgnanna.

Er að klára seríu af vatnslitamyndum sem ég var búin að lofa að sína ykkur hér við tækifæri, það kemur að því en um næstu helgi ætla ég að vera þátttakandi í sýningu Vilborgar systur í Norðurporti eða leynigestur hjá henni (ekki segja frá heheh) - erum að undirbúa það. Svo ég kannski svipti einhverju niður af veggjunum ef vantar fleiri myndir svo verða vatnslitamyndirnar mínar til sölu þar á hagstæðu verði.

Deili með ykkur heilræði dagsins:

Þarftu að fá þér

andlitslyftingu ?

Ein er sú andlitslyfting

sem kostar ekkert,

er alltaf til staðar,

yngir þig upp og hefur engar

óæskilegar aukaverkanir.

Hún kallast bros Smile

Svo fann ég inni í skáp spilastokk með kærleikskornum sem Guðrún Bergmann gaf einu sinni út. Ég ætla nú að draga eitt spil og sjá hvað kemur fyrir sálartetrið inn í daginn !

Ég gleðst yfir framförum mínum og annarra.

Með þessu skal endað og sendar góðar óskir til allra þeirra sem eru að gleðjast á einn eða annan hátt á Verkalýðsdaginn Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gleðilegan fyrsta Maí Hulda og gangi þér vel að mála

Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.5.2009 kl. 17:43

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Iceland China

 Í dag kyrjum við "internationalinn".  Hlakka til að sjá vatnslitamyndirnar.





Magnús Sigurðsson, 1.5.2009 kl. 17:59

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Einmitt. Hlustaði á útvarpið í morgun og það er alltaf viss stemming að hlusta á "Internationalinn" og fleiri baráttusöngva. Lagið minnir mig líka alltaf á baráttukonuna Sólveigu systur, sem býr því miður erlendis núna.

En áfram skal haldið....Fram þjáðir menn í þúsund löndum.....

Er ekki okkar tími komin. Fólksins í landinu ????

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.5.2009 kl. 19:23

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Aðeins meira, þarf að endurtaka myndatökuna á vatnslitamyndunum mínum. Hér þarf að vanda til verks - Í næstu viku þegar líður að syningu verða örfáar myndir frumsýndar hér fyrir útvalda bloggvini sem hér líta við  ... en ég er bölvaður klaufi í þessum mynda bransa hér á blogginu...Help 

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.5.2009 kl. 19:29

6 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt -

Ég gat ekki tekið þátt í neinum hátíðahöldum - var að vinna. Það þarf víst að gera skurðaðgerðir þótt það sé 1. maí.  kveðja norður

Sigrún Óskars, 2.5.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sigrún, rétt hjá þér. Lífið gengur sinn gang þrátt fyrir verkalýðsdaginn. Gangi þér vel

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.5.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband