Haldið til fjalls með besta vininum....

...já, ég fór til fjalls. Ég þurfti þess í kvöld. Ég drakk í mig orku frá fjöllum Eyjafjarðar. Horfði upp í fallegan himininn og hugsaði auðvitað í litum...ultramarinblue, paynesgray, yllow ockre, cadmium yellow....o.s.f.r.v. þannig lærir maður ósjálfrátt á litaspjaldið, i gegn um litakassana. Með mér í för var besti vinurinn. Því miður var minn heittelskaði með kvef og sat heima í sófa. Leiðinlegt fyrir hann. Þetta var eftir eurovision þáttinn í kvöld hans Palla. (er alltaf spennt fyrir eurovision).

Ég kom heim endurnærð eftir daginn. Hvað er betra eftir erfiðan dag en setjast á hálf þroskaða lyngþúfu og hugsa. Hlusta á spóann vella, hrossagaukinn flytja sinn fagra söng og alla hina smáfuglana sem eru að byrja að koma sér fyrir í hreiðri, tísta.

Magnús bróðir og Dagga komu ásamt Trausta Breiðfjörð að sækja myndirnar sínar frá sýningunni "Lagt af stað....." Þau færðu mér gjöf. Jórunnar hjarta eftir Andreu Róberts, fallegt hjarta perlum skreytt í fallegum kassa. Hjá hjartanu var texti, sem ég leyfi mér að birta hér.

Leyndarmálum, markmiðum, áhyggjum og vonum þínum getur þú hvíslað að Jórunni.

Hún er ávalt tilbúin til að hlusta og er ætíð til staðar.

Hún leysir jafnframt öll mál og sér til þess að allt fari vel.

Jórunn er trúnaðarvinkona og ljós.

Hún Jórunn er hjarta.

Ég leyfi mér að vona að leyndarmálunum megi líka hvísla að besta vininum þegar manni líður illa og líka að Jórunni.

Dagurinn í dag var óvenjulegur, ég hélt að það væri fullt tungl en í kvöld sá ég að svo var ekki. Það var eitthvað í loftinu, fannst mér sem virkaði ekki alveg eins vel og áður.

En takk, öll þið sem komuð í Norðurport og  sögðuð mér að framtakið væri flott og takk fyrir að minna okkur á að við þurfum að brosa og halda áfram á þeirri sömu braut og lagt var af stað. Það vil ég segja öllu sölufólkinu mínu Heart

Flottar myndir Vilborgar systur komu ferskar norður yfir heiðar með Magnúsi og Döggu en við systur erum að undirbúa næstu sýningu í Kaffi Port um helgina 9 - 10. maí. Það verður gaman.

Ég dreg eitt spil úr bunka Guðrúnar Bergmann fyrir nóttina sem ég vona að minni á að við þurfum að huga hvort að öðru - áfram og áfram.

Ég læt framkomu annarra ekki valda mér vonbrigðum.

Svo mörg voru þau orð.

Megið þið eiga góða nótt Heart

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð gjöf ! Hafðu það gott og haltu ótrauð áfram þú ert á réttri braut =) Spennandi að sjá hvert hún leiðir þig

Elsku nafna farðu vel með þig

Hulda Magga (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:39

2 Smámynd: Anna Guðný

Ekki spurning , ert á réttri leið.

Frábært fyrir þig að fara í fjallgöngu. Ég fór á blogghitting og svo í fimmtugsafmæli á eftir og skemmti mér stórvel á báðum stöðum.

Sjáumst á morgun.

Anna Guðný , 2.5.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mig er farið að hlakka verulega til að sjá myndirnar þínar. 

Ultramarin, cadmium yellow, já það er eitthvað í loftinu, ég hlustaði á viðtal við mann sem heitir Bill Deagle í gær aldrei heyrt á hann minnst fyrr.  Vinur minn og frændi í Ástralíu sendi mér þetta viðtal sem tekið var í september 2008.  Í því kom fram að Bill þessi spáði að mikið fjárhagslegt hrun yrði í einhverju ríki heimsins á tímabilinu 7. okt - 15. okt 2008.  Það yrði upphafið af öðrum og mun meiri atburðum sem fram kæmu innan skamms.  Ráðin hans voru ræktaðu garðinn þinn og vertu sjálfum þér nógur um mat í allt að sex mánuði. 

Þó dagarnir séu misjafnir þá er eitt víst, við lifum á spennandi tímum.

Magnús Sigurðsson, 3.5.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk fyrir, líður betur núna. Góður dagur í dag. Magnús Bill Deagle hefur haft rétt fyrir sér. Svo hitti ég mann um daginn sem sagði að kreppan byrjaði ekki firr en eftir kosningar - held það sé rétt. En við skulum ekki gleyma bjartsýni og jarðtengingu. Það hefur mér allavega tekist hingað til og mun rækta þá tengingu enn betur í framtíðinni 

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.5.2009 kl. 17:54

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bjartsýni og ákvæð hugsun launar best.

Magnús Sigurðsson, 4.5.2009 kl. 00:09

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góður vinur er gulli betri....ferfættur vinur er þyngdar sinnar virði í gulli og vel það! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 4.5.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband