11.5.2009 | 00:09
Loksins koma myndir frá sýningunni "Litfagra land " í Norðurporti.....
Örfá sýnishorn af sýningunni.....
Njótið - smellið á myndirnar til að stækka þær !
Litfagra land...MT. MT og Ippa....blandað.
Ein fyrir Magnús bloggvin sem er af Kambanesi máluð eftir mynd af síðunni hans og er eina myndin sem ég málaði og hefur fyrirmynd, hinar eru allar hugarflug...
Svo er hér önnur blanda frá okkur og þið verðið bara að giska á hvor á hvað
Ekki fleiri í bili en við þökkum þeim sem komu um þessa helgi og vekjum athygli á að sýningin verður áfram til 31.05.2009.
Megið þið eiga góða nótt
Athugasemdir
Þetta eru meiriháttar sýning hjá ykkur systrum, svo sannarlega réttnefnd "Litfagra land". Til hamingju með þetta.
Verst að hafa ekki haft tíma til að koma og skoða, en nú er vertíðin á fullu hjá mér við að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd sem kviknuðu í vetur. En hver veit hvort tími gefst til að koma og skoða fyrir lok maí.
Er þetta sölusýning? Ef svo er hef ég áhuga á einni sem ég þarf ekki að skoða frekar því ég sé hvað hún hefur að geyma. Svo eru önnur sem höfðar mjög sterkt til mín þó svo að aðeins sé um ljósmynd af listaverki að ræða.
Kveðja til "kokksins" þíns, saltfiskur "a la Portugal" var á mínum borðum um helgina. Uppskriftin klikkar ekki.
Magnús Sigurðsson, 11.5.2009 kl. 08:01
Flott sýning hjá ykkur systrum mínum. Til hamingju.
Magnús H Traustason, 11.5.2009 kl. 10:01
Takk nafnar
Magnús Sig. Já, sölusýning er það, og ég held að við séum hæverskar í verði. Leist þér á Kambanesið ? - Frjálsleg tjáning á myndinni fallegu sem ég sá á síðunni þinni. Spurning um að ég gæti sent þér betri mynd af hinni í emaili. Þé lætur mig bara vita.
Magnús bróðir. Takk og til hamingju með síðuna hún er flott ! Kveðjur frá okkur !
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.5.2009 kl. 10:35
Magga þú getur þér rétt til með Kambanesið, ég ætla að biðja þig um að festa mér hana ef hún er ekki þegar seld.
Magnús Sigurðsson, 11.5.2009 kl. 17:23
Hún er ekki farin og ég merki þér hana (og sendi þér eftir sýningu, ef þú/þið komið ekki norður) og ef þú vilt einhverja aðra láttu mig vita. ( alltaf hægt að "díla") Myndin af Kambanesi er ekki stór, Vilborg systir var mjög hrifin af henni ! Þessi mynd þarf bara sætan "standard" ramma.
Bið að heilsa í bæinn og gott að ykkur líkar salfiskrétturinn, við hjúin höfum hann oft fyrir gesti og vekur þessi réttur alltaf jafn mikla lukku..
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.5.2009 kl. 17:43
Bara bisness hér! Gaman að því. Myndin er mjög fín...til hamingju, bæði tvö! ;-)
Og takk fyrir mig í nyrðra!
Vilborg Traustadóttir, 11.5.2009 kl. 17:46
P.S. Það var rok alla leið plús rigning úr Hrútafirði. Mest var rokið á Holtavörðuheiðinni eða sunnan 23 m. á sek. samkvæmt skilti við Staðarskála.
Vilborg Traustadóttir, 11.5.2009 kl. 17:48
Ó mæ, þetta land okkar. Já, bara gaman að geta glatt aðra þó ekki sé með öðru en vatnslitamynd !
Sömuleiðis væna mín, það var ánægjulegt að hafa þig og gaman að geta hlegið svona mikið eftir þennan líka veturinn !
Stefnir svo ekki í svalamálun eftir Pólland - ? Svona eftir góða pásu heima - á undan Ketilási
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.5.2009 kl. 17:59
Þetta eru flottar myndir og mér þykir myndin sem máluð er eftir ljósmynd Magnúsar vera einstaklega góð.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.