14.5.2009 | 07:33
Í ferðalag....
....já, ég er að fara í ferðalag.
Þannig er að mér bauðst með aðstoð góðra ættingja að fara með Vilborgu systur til Póllands á heilsuhótel. Hún hefur farið nokkrum sinnum með góðum árangri og nú slæst ég í för með henni.
Við yfirgefum því landið í tvær vikur, hvílumst og söfnum kröftum, stundum sund og leikfimi, förum í nudd og gufu og nærumst eingöngu á grænmeti og ávöxtum þennan tíma
Við munum fljúga um Köben til Gdansk og fara þaðan til U Zbója sem er ekki langt frá Gdansk. Þannig að á eurovision daginn verðum við á leiðinni þangað. Eftir okkar útreikningum eigum við síðan að ná keppninni þegar við komum á hótelið
Ég er í dag að ganga frá lausum endum hér heima og í Norðurporti en ég er búin að fá góða stúlku til að hlaupa í skarðið fyrir mig þar og redda öðrum hlutum eins og þrifum.
Mér finnst skrítið að vera að fara og finnst einhvernvegin að ég sé að svíkjast um Ég fer frá fjöregginu mínu Norðurporti sem er búið að eiga hug minn allan í vetur og svo er alltaf erfitt að yfirgefa fólkið sitt þó tímabundið sé. En ég finn að ég er þreytt og veit að ég hef gott af að safna kröftum fyrir sumarið. En fyrir þá sem vilja vita af mér í Norðurporti verð ég aftur þar 31. maí.
Á meðan vona ég að þið hafið það öll gott og ég ætla að kveðja með heilræði úr dagatalinu og kærleikskorni í lokin.
Hugleiddu hve heimurinn væri
miklu betri ef allir verðu fimm
mínútum á hverjum degi til að
bæta líf annarra.
Kærleikskorn.
Öll reynsla flytur mig
áleiðis til meiri þroska.
Farið vel með ykkur og verið góð hvort við annað
Sendi kannski línu ef tími verður til, einhvertíma á tímabilinu
Athugasemdir
Góða ferð.
Magnús Sigurðsson, 14.5.2009 kl. 08:13
Ég trúi varla að það sé komið að þessu! Við munum "rúlla þessu" upp og koma vonandi fílefldar til baka.
Vilborg Traustadóttir, 14.5.2009 kl. 16:07
Þið hafið báðar rosalega gott af því að drífa ykkur..knús..
Stella (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 08:04
Gangi þér vel Maggam mín.
Guðný Fjóla (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.