17.5.2009 | 18:42
Dagur tvö í U Zbója....
Ferðalagið okkar hingað til Póllands gekk vel..fórum að heiman klukkan hálf sex í gær og vorum komnar hingað alla leið rétt fyrir Eurovision, fengum fyrstu grænmetismáltíðin áður og ávexti í poka með okkur inn á okkar vistarverur. Í sömu ferð er skemmtileg kona sem heitir Rósa, annars eru hér eiginlega bara Pólverjar. Vilborg þekkir þetta orðið út og inn svo það var algjör óþarfi að fara í skipulagðri hópferð.
Dagurinn í dag hefur verið indæll. Eins og flestir vita er fæðið hér eingöngu safar, grænmeti og ávextir. Þetta leggst bara vel í mig og ekki hef ég fundir fyrir svengd hingað til.
Rétt handan við hornið er svo fín sundlaug, sána og leikfimisalur.
Allir vilja vita um veðrið - hér var það milt og sólarlítið í dag, rigning heilsaði okkur í gær.
Það var gaman að sjá hvað henni Jóhönnu Guðrúnu gekk vel í gær
Komið að háttatíma hjá okkur nú á að líta í bók og sofna síðan sælum svefni. Klukkan hér að verða níu og mikið verið umleikis hjá okkur í dag.
Megið þið eiga gott kvöld og góða nótt
Athugasemdir
Gangi þér vel Margrét mín.
Anna Guðný , 17.5.2009 kl. 21:58
Hafðu það sömuleiðis gott Margrét mín og ég tek undir ánægju þína með Jóhönnu Guðrúnu
Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 01:00
Gaman að lesa..bestu kveðjur til ykkar
Stella (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.