Frá U Zbója....

Dagur að kveldi komin -

Eftir þessa daga hér síðan á laugardaginn erum við systur og ferðafélagi okkar, hún Rósa bara í góðum málum.

Það er lífsreynsla útaf fyrir sig að upplifa þennan stað sem er einkar friðsæll og fallegur. Og detox meðferðin sem byggir á gömlum austur evrópskum fræðum er afar athyglisverð. Maður kemur hér inn og fer í einu og öllu eftir því sem fyrir mann er lagt og ég verð að segja að það er ótrúlega auðvelt. Allt vinnur þetta saman, matarræðið, nudd ( ekkert venjulegt nudd, heldur "pein" í klukkutíma) og svo önnur meðferð.

Auðvitað er maturinn manni mjög framandi og bragðlaus í byrjun en það venst og við höfum ekki verið svangar hingað til. Ég borðaði frekar lítið fyrstu tvo dagana en svo kemur þetta allt saman.

Við höldum áfram í grænmetinu og ávöxtunum og svo er margt fleira verið að gera. Synda og ganga, fara í nudd og gufu hvíla sig vel.

Í næstu viku á svo að fara á safa í þrjá daga (maður ræður því að vísu) þannig að við munum eingöngu nærast á þeim þann tíma. Auðvitað næringarríkir drykkir þrisvar á dag.

Mér er sagt að það sé bara góð hvíld frá hinum réttunum ! Súrglásinni, soðnu rauðrófunum og soðna kálinu.......

Sendum ykkur kærar kveðjur héðan frá U Zbója í Póllandi og verið góð hvort við annað.

Góða nótt !

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Gangi ykkur vel Margrét mín, hlakka til að sjá þig.

Anna Guðný , 23.5.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband