26.5.2009 | 15:47
Sól í Póllandi....
Góður dagur hér og alltaf nóg að brasa. Ég var komin á göngu klukkan átta í morgun og labbaði nokkra kílómetra fyrir morgunmatinn í blíðunni.
Safakúrinn er fínn og ekki finnur maður fyrir hungri. Hann klárast á morgun en þar sem DR Boriz ætlar að tékka aðeins betur á heilsunni minni verð ég einungis á vatni og tei á fimmtudaginn og þá er einn dagur eftir á grænmeti og ávöxtum. Hvað þetta hefur liðið hratt. Svo verður maður auðvitað að fara hægt og sígandi inn í matinn þegar heim kemur. Sumt ætla ég algjörlega að taka út, það sem ég veit að bindur mest vatn í líkamanum og það sem ég veit að skilar sér bara beint utan á mann.
Það er nú ýmislegt sem má fjúka ! Í stað kaffis kemur te og s.f.r.v.
Fólkið hér í Póllandi er einkar elskulegt og vill allt fyrir mann gera. Þannig er að við matarborðið hjá okkur situr pólskur herramaður sem dreif okkur allar með sér og frúnni í kirkju á sunnudagsmorguninn, það var mjög mikil upplifun og síðan var okkur boðið í síðdegiste heim til þeirra hjóna til að hitta fleiri ættingja þeirra sem eru enskumælandi - það er mikill kostur að vera ekki í stórum hópi Íslendinga, því þannig kynnist maður frekar landi og þjóð.
Knús til ykkar dúllurnar mínar og verið góð hvort við annað
Athugasemdir
Verður gaman að fá upplýsingar um þetta allt þegar þú kemur heim
Stella (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.