Sól í Póllandi....

Góður dagur hér og alltaf nóg að brasa. Ég var komin á göngu klukkan átta í morgun og labbaði nokkra kílómetra fyrir morgunmatinn í blíðunni.Grin

Safakúrinn er fínn og ekki finnur maður fyrir hungri. Hann klárast á morgun en þar sem DR Boriz ætlar að tékka aðeins betur á heilsunni minni verð ég einungis á vatni og tei á fimmtudaginn og þá er einn dagur eftir á grænmeti og ávöxtum. Hvað þetta hefur liðið hratt. Svo verður maður auðvitað að fara hægt og sígandi inn í matinn þegar heim kemur. Sumt ætla ég algjörlega að taka út, það sem ég veit að bindur mest vatn í líkamanum og það sem ég veit að skilar sér bara beint utan á mann.

Það er nú ýmislegt sem má fjúka ! Í stað kaffis kemur te og s.f.r.v.

Fólkið hér í Póllandi er einkar elskulegt og vill allt fyrir mann gera. Þannig er að við matarborðið hjá okkur situr pólskur herramaður sem dreif okkur allar með sér og frúnni í kirkju á sunnudagsmorguninn, það var mjög mikil upplifun og síðan var okkur boðið í síðdegiste heim til þeirra hjóna til að hitta fleiri ættingja þeirra sem eru enskumælandi - það er mikill kostur að vera ekki í stórum hópi Íslendinga, því þannig kynnist maður frekar landi og þjóð.

Knús til ykkar dúllurnar mínar og verið góð hvort við annað Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður gaman að fá upplýsingar um þetta allt þegar þú kemur heim

Stella (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband