Heim yfir höf og lönd....

Komin heim, eftir frábæra dvöl í U Zbója í Póllandi.

Þarna kom maður og hentist inn í heim sem maður þekkti ekki neitt. Fyrsta máltíð var lítt spennandi í mínum augum og fyrsta kvöldið hvarflaði aðeins einu sinni að mér "hvað ég væri nú virkilega komin út í " En síðan var það búið, þessi hugsun hvarflaði aldrei að mér aftur í ferðinni. Upp hófst ánægjuleg uppbygging í matarræði, hreyfingu og ánægjulegri samveru við þær ferðafélaga mína Vilborgu og Rósu.

Svo varð þetta fljótt eins og smurt, gönguferðir, morgunmatur, leikfimi, sund, nudd, gufa. Og svo auðvitað ógleymanlegu máltíðirnar sem alltaf voru með eitthvað óvænt handa okkur. Og svo má ekki ekki gleyma öllu skemmtilega fólkinu sem við kynntumst og var okkur afar vingjarnlegt. Sagt er að hláturinn lengi lífið og það voru ófá augnablikin sem við brustum í hlátur - Já, lífið er skemmtilegt.

Ég á mömmu minni þessa ferð að þakka og Vilborgu systur að ýta við mér að koma og greiða götu mína einnig. Mér finnst ég afar rík að hafa fengið að kynnast stórkostlegri samsetningu detox á U zbója, og vildi ekkert frekar en komast þangað aftur að ári. Því miður líklega ekki firr.

En það er líka gaman að koma heim og hitta fólkið sitt. Smile

En nú skelli ég mér út á göngu með húsdýrið í kvöldsólinni Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það verður frábært að fara að ári. Vorið er skemmtilegasti tíminn svo ég reikna ekki með að fara aftur fyrr enda er ég komin svo vel á veg með að létta mig. Það er frábært að eiga þessa vin þarna úti til að fara í og ég vona að ég geti farið þangað einu sinni á ári næstu árin til að viðahalda árangrinum. Besta detoxið er þegar maður lætur það flæða eins og við gerðum núna. Áhyggjulaust og á jákvæðan máta. Það skiptir mestu málli að vera jákvæður enda léttumst við mikið bæði á líkama og sál.

Vilborg Traustadóttir, 31.5.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hjartanlega sammála  Fékk mér smá gufusoðna ísu í kvöld með grænmeti...en borðaði nú ekki mjög mikið af henni, var eitthvað hálf skrítið

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.6.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband