5.6.2009 | 22:28
Nokkur orð....
Það er einfaldlega búið að vera mjög mikið að gera hjá mér síðan ég kom heim. Nú er ég að reyna að rífa upp sumarstemminguna í Norðurporti og fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins að koma um helgina.
Við vorum að enda við að koma fyrir flottu skilti sem hún Guðríður sem er útlærð í Norskri rósamálun hannaði og málaði - svo ætlum við í næstu viku að skreyta meira. Ég er búin að setja blóm í potta og svo kemur þetta eitt af öðru. Verður mjög fínt !
Ég hef haldið mínu striki í matarræðinu og þeirra fæðutegunda sem ég tók út sakna ég ekki ennþá. Ég hef ekki drukkið kaffi síðan áður en ég fór til Póllands, ekki borðað kartöflur, brauð nema speltbrauð engar mjólkurvörur, ekkert hveiti og engan sykur - einhver spurði "Hvað er þá eftir" en það er nefnilega það að nóg er eftir. Fékk mér margar gerðir af tei í Póllandi, hrökkbrauð og fleira og svo eftir að ég gat farið að læða inn kjöti og fiski hefur fiskurinn verið það sem ég borða mest af enda af nógu að taka þar. Kjúklingur er líka góður og svo allt þetta góða grænmeti sem er á boðstólum núna, tómatarnir og agúrkurnar, nammi. Já það er sko af nógu að taka.
Ég sakna þess á kvöldin núna að komast ekki í nuddið góða sem maður fékk á hverju kvöldi á U zbója, þvílíkt hvað það var gott eftir að það hætti að vera VONT ! Upplifun sem aldrei gleymist þessi Póllandsför og maður bara bíður eftir að komast aftur að ári sem ég vona að verði.
Ég er orðin "grasekkja" í bili því eiginmaðurinn skellti sér í frí til Portúgal, að heilsa uppá ættingja og vini - það er eitt sem maður sleppir svona í kreppunni að bruðla með ferð fyrir tvo. Þetta í fyrsta sinn í okkar búskapartíð sem við förum svona sitt í hvoru lagi til útlanda - líklega höfum við bara gott af því. En mikið hefði ég verið til í að hitta allt fólkið- en það kemur dagur eftir þennan dag.
Áður en varir verður kallinn minn komin aftur heim og allt eins og það var
Júní er yndislegur árstími og birtan og fegurðin engu lík - afmælið mitt er líka í júní og það er áfangi útaf fyrir sig ! Vonandi verður nóg af miðnætursól og gleði !
Svo er það Norðurport á morgun og vonandi verður nóg að gera.
Gullfalleg myndlistasýning hennar Sigurveigar Sigurðardóttur - Veigu er komin upp og það er enn ein sýningin sem eftir á að vekja athygli. Flott sýning í tilefni 75.ára afmælis listamannsins sem varð 75. ára þann 2. júní.
Annars er eins og allir séu núna að átta sig á því að það sé sniðugt að vera með markað og það virðist vera að koma mikil samkeppni á því sviði hér í Akureyrarbæ.
En ég hef hagsmuna að gæta og þó það spretti upp einn og einn markaður eina og eina helgi þá er bara að mæta því. Það er annað að fá pláss eina helgi á einhverju túni en að leigja sér húsnæði allt árið um kring og reka einn slíkan markað á ársgrundvelli. Þá virðast aðrir fá fyrirgreiðslu frá bænum og geta boðið sölufólki ókeypis pláss. Það segir sig sjálft að í slíku umhverfi verður erfitt um vik fyrir þá sem eru árið um kring í slíkum rekstri . Ég skil ekki alveg hvernig að þessu er staðið þar sem ég hef reynt að berjast fyrir því að fá aðstoð frá bænum og ekki fengið, þá geti hver sem er komið og skellt upp markaði með aðstoð bæjarins. Hjá mér hafa hins vegar verið fjölmargar konur í vinnu í allan vetur og það virðist ekki mikils metið hjá þessu bæjarfélagi og HANA N'Ú ! Á ég þá bara að loka mínum markaði þessa daga því auðvitað er freistandi fyrir sölufólkið að prufa annarsstðar sér í lagi þegar það kostar ekki neitt. Nei takk, það geri ég ekki þó ég standi ein eftir í Norðurporti, ég þarf að standa skil á leigu sem hinir þurfa ekki að gera.
Svo hefur fólk líka viljað vera í samstarfi við mig og hef ég um það tvö dæmi og það virði ég og er þakklát fyrir !
En auðvitað heldur maður áfram að berjast og er líklega ekki of góður til þess !
Þá hef ég ausið úr skálum reiði minnar í dag - eða þannig ! Er auðvitað bjartsýn á framtíðina og sæl í sinni þrátt fyrir allt - því ég veit að ég hef verið að gera góða hluti síðan ég byrjaði með Norðurport. Það hafa fjölmargir sagt mér og ég veit það í hjarta mínu.
Njótið kvöldsins og næturinnar og sjáumst sem flest í Norðurporti á morgun
Eitt kærleikskorn fyrir svefninn - sofið rótt !
Ég hef tíma til að gera allt sem mig langar að gera .
Athugasemdir
Já og svo virðast gilda aðrar reglur fyrir þá markaði sem eru "úti á túni" ef það má selja matvæli þar sem eru ekki unnin í viðurkenndu eldhúsi?
Þú verður bara að bíða og vona að nýi bæjarstjórinn taki á málinu,
Það segir sig sjálft að það gengur ekki að vera með reglur fyrir einn en ekki fyrir annann.
Fékk póst frá nuddaranum, þeim líður vel :-)
Vilborg Traustadóttir, 6.6.2009 kl. 01:30
Ekki má gleyma blessuðu lambkjötinu, hreinni náttúruafurð er vart hægt að finna, Pólverjar vita bara ekki af því.
Það eyðir orku að upplifa samkeppni, kannski er betra að líta á hana sem aukna þjónustu. Því fleiri þjónustuaðilar því meira aðdráttarafl. Með því að ver einstök losum við okkur undan samkeppni og þú hefur sýnt það að þú er einstök.
Gleymdu ekki Kambanesinu ég bíð spenntur, er búin að finna henni stað og mundu að gefa mér upp verð og hvernig ég kem greiðslu til þín.
Gangi þér vel með Norðurportið í sumar, ég trúi að uppskerutíminn verði innan skamms.
Magnús Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 09:31
Þið hafið mikið til ykkar máls, bæði tvö.
Magnús myndin þín er tilbúin til sendingar. Sendu á mig línu á margr.tr@simnet,isog gefðu mér heimilisfangið hef einhvernvegin glutrað því niður og þá sendi ég þér upplýsingar um reikning um leið og ég sendi þér myndina. Lambakjötið er auðvitað allt í fínu lagi - ætla að gleðja mig með því fljótlega....það er stórt stökk á leiðinni hjá okkur með ytra útlit Norðurports sem byrjaði með uppsetningu glæsilegs handmálaðs skiltis sem sett var upp í gær og svo klárum í vikunni, litríkt og aðlaðandi verður það
Ég var voða glöð á markaðnum í dag þegar ég seldi tvær vatnslitamyndir í viðbót úr vatnslitaseríunni minni !
Knús til ykkar
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.6.2009 kl. 20:03
gott kærleikskorn
Góð að geta hætt að drekka kaffi
Sigrún Óskars, 17.6.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.