Sólarlagið....

..... er svo fallegt séð úr glugganum mínum hér í Vestursíðunni. Þessar júní nætur eru einstakar. Ég hef haft mikið að gera síðustu dagana en er nú komin í smá pásu fram á miðvikudag. En þá ætlum við að hafa opið í Norðurporti frá kl. 13:00 - 18:00.

Tinna mín var hér hjá mér í nokkra daga og við höfðum það gott saman, hún gerðist sölukona með aðstoð ömmu sinnar og stóð sig eins og hetja !

Það var ánægjulegur dagur hjá okkur í dag í Norðurporti, því við fengum 30.manna hóp Reyðfirðinga til okkar sem borðuðu í Kaffi Port en hópurinn kom síðan fram á markaðinn.

Þar varð sérstök stemming, þar sem ég var búin að kalla til liðs við okkur sölukonur harmonikkuleikara og gítarleikara, mikla tónlistarmenn, til að spila og það skipti engum togum að upp hófst mikill fjöldasöngur og samverustundin varð alveg einstök. Þar sem ég bjó á Reyðarfirði í allmörg ár, þekkti ég næstum allt þetta fólk og það var mér mikil gleði að taka á móti þeim og reyna mitt til að gera stundina sem ánægjulegasta. Frábærir og lífsglaðir Austfirðingar á ferð sinni norður á Strandir. Fólk sem komið er af léttasta skeiði en kann svo sannarlega að njóta lífsins. Mikil gleði í hjartanu, eftir þennan dag. Takk fyrir komuna.

Á morgun kemur svo systir Vilborg norður og við ætlum að mála og njóta lífsins aðeins, fara í sund og fleira og halda okkur á beinu brautinni í matarræðinu ! Smile

Dásamlegir sumardagar þetta og ekki spillir fyrir að eiga afmæli í vikunni Wink ..og svo kemur karlinn minn heim um helgina.

Smile

Gott spakmæli kemur að loknum góðum degi.

Hvort sem þú ert stórstjarna

eða liðsmaður skaltu deila

sviðsljósinu með öðrum og þú

munt alltaf hafa einhvern til að

deila með þér minningunum.

 

Með geislum frá blóðrauðu sólarlagi í Eyjafirði, bíð ég ykkur góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband