14.8.2009 | 07:30
Nýr dagur.....
Bjart og fallegt hér fyrir norðan í dag. Átti að vísu svefnlitla nótt og var farin að bíða eftir dagsljósinu.
Var að tala við pabba minn sem varð 91 árs í gær. Við tölum stundum saman á morgnanna en í morgun beið ég með að hringja til klukkan 7, en hann var auðvitað löngu vaknaður. Við erum að vonum áhyggjufull yfir því að Solla systir er svona veik. Það kemur betur í ljós í dag með frekari rannsóknum hvernig staðan er en víst er að um alvarleg veikindi er að ræða.
Mig langar til að fara suður og hitta fólkið mitt - er að hugsa hvernig og hvenær ég get farið. Maður er eitthvað svo einmana hér langt frá öllum í fjölskyldunni.
Ég talaði í gær við mann sem ég hef talað við áður þegar erfitt hefur verið og vona að hann geti hjálpað og sent styrk.
Kveiki enn og aftur á kerti og bið þess að mál snúist til betri vegar.
Þangað til næst kærleikskveðjur
Athugasemdir
sendi þér kærleikskveðjur og hugsa til þín. vona líka að þú fáir styrk.
það er örugglega erfitt að vera fjarri fjölskyldu, sérstaklega þegar eitthvað bjátar á eins og veikindi systir þinnar.
gangi þér vel kæra bloggvinkona
Sigrún Óskars, 15.8.2009 kl. 12:15
Knús.
Vilborg Traustadóttir, 18.8.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.