20.8.2009 | 13:49
Skrítnir dagar.....
...þeir bara koma og fara og maður flýtur svona með.
Fór til Reykjavíkur á föstudaginn og kom aftur á mánudag. Erfið ferð en gott að hitta stórfjölskylduna og veika systur mína sem er að glíma við krabbamein í annað sinn.
Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá henni eina nótt og hitti hana auðvitað oftar. Þannig að við náðum að tala saman um allt mögulegt, hlægja og gráta (bara smá) og allt þar á milli
Við fjölskyldan erum viss um það að hún fái bót meina sinna og setjum þannig allt traust á læknavísindin og ákvarðanir þær sem læknarnir taka.
Staðan er vissulega ekki góð en það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í dag.
Það er því von í brjósti og við horfum hugdjörf fram á veginn - hvað annað ?
Knús til ykkar bloggvina minna
Athugasemdir
Hvar værum við ef við hefðum ekki vonina?
Knús til þín
Anna Guðný , 21.8.2009 kl. 00:03
Gangi ykkur vel Margrét mín í baráttu við krabbameinið:) Ég hugsa til þín:)
Silja Dögg (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:04
sammála Önnu Guðný - vonin er mikilvæg. Það er líka margsannað að ef sá sem er með krabbamein er vongóður og bjartsýnn þá gengur allt miklu betur. Eins ef vonin og bjartsýnin er allt í kring.
gangi ykkur vel - það er rétt hjá þér - það er ótrúlegt hvað læknavísindin geta gert.
knús til þín
Sigrún Óskars, 23.8.2009 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.