Það nálgast eitt ár í atvinnuleysi....

En nú er ég komin með vinnu - örugglega til áramóta - jafnvel lengur.

Ég fer að vinna hjá mínum gamla vinnustað Póstinum í póstmiðstöðinni á Norðurtanga. En ég vann í 8 ár hjá Pósti og síma sem var og hét áður en ég fór að vinna hjá Landsbankanum. Ég hef loforð fyrir vinnu til áramóta og einhverja von um áframhald ef vel gengur.

Eftir að hafa rifið mig upp á síðasta ári strax eftir atvinnumissinn og byrjaði á að stofna Norðurport - alein og full af bjartsýni er ég samt búin að vera að sækja um á hinum ýmsu stöðum. Það sem mér hefur fundist leiðinlegast er að það að maður fær engin svör - móttekin umsókn eða búið að ráða - ekkert. Þetta þarf að laga.

Ég stefni ótrauð á það að reka Norðurport áfram næstu mánuði , hvernig ég fer að því verður tíminn einn að leiða í ljós en ég er ekki tilbúin til þess að henda þeirri vinnu allri frá mér strax, þar sem að Norðurport var mín hugmynd á þeim tíma sem mér leið afar illa. Þessvegna leitaði ég að vinnu sem var ekki vaktavinna og tókst fyrir rest. Á morgun verð ég komin í vinnu ! Hlakka til !

Mér leið afar vel þegar ég hringdi í Vinnumiðlun Norðurlands og sagði þeim þar að ég væri að byrja að vinna á morgun og þess vegna bað ég þau að afskrá mig af atvinnuleysisskrá ! Þvílíkur léttir fyrir manneskju sem aldrei hefur áður þurft að lifa við slíkt en er vön að bjarga sér sjálf.

Það fer ekki hjá því að á þessum tíma hafa öll plön - sem áður voru í lagi - riðlast til - greiðsluplön og annað - en vonandi tekst að leysa úr því á næstu mánuðum !

En svo lengi lærir sem lifir !

Auk þessa hefur ýmislegt komið uppá í fjölskyldunni - veikindi , og nú síðast greindist systir mín kær með krabbamein í heila og er mjög veik. En við fjölskyldan erum sem einn maður og gerum allt til þess að hún nái einhverri heilsu á ný.

Það eina sem ég get sagt núna er þetta. Guð gefi okkur öllum áframhaldandi samveru og "Er á meðan er !

Allt annað er "hjóm"

Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Innilega til hamingju með að vera búin að fá vinnu.

Get alveg ímyndað mér hvernig þér leið þegar þú hringdir í vinnumiðlun.

Bara frábært

Anna Guðný , 27.8.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju , enn og aftur Mrs Postman.....

Vilborg Traustadóttir, 27.8.2009 kl. 21:07

3 identicon

innilega til hamingju margrét :) vonandi á allt eftir að ganga vel!

heidur (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Sigrún Óskars

til lukku með starfið.

Sigrún Óskars, 6.9.2009 kl. 20:52

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson, 6.9.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband