8.9.2009 | 20:17
Komin með vinnu....
.... já, frúin er farin að vinna á gamla vinnustaðnum sínum "Póstinum" En ég vann hjá pósti og síma í 8 ár áður en ég byrjaði hjá Landsbankanum. Þar er gott fólk að leiðbeina mér og heilasellurnar fá að starfa og strita og það er afar ánægjulegt að finna að allt virkar þetta ennþá ágætlega og vera búin að fá vinnu.
Það er gott að vera komin aftur á vinnumarkaðinn eftir tæpt ár í atvinnuleysi - en auðvitað bjargaði ég mér sjálf og kom mér í "vinnu" á sínum tíma þar sem Norðurport er, en ég segi, að þó launin hafi bara verið ánægjan þá bjargaði sú hugmynd,mér frá því að leggjast í eymd og volæði - og það er svo miklu meira virði en peningar ! Og áfram skal haldið með Norðurportið - að sjálfsögðu, ég hendi sko ekki frá mér Norðurporti,svona einn tveir og þrír eftir það sem á undan er gengið.
Ég er líka búin að vera mjög hugsi og áhyggjufull vegna veikinda elstu systur minnar sem dvelur núna á krabbameinsdeild Landspítala og glímir við alvarleg veikindi - Auðvitað vonar maður það besta en það er erfitt að hugsa til þess ef ekkert verður hægt að gera. Núna akkúrat núna lítur út fyrir að allt sé að lagast - það er léttir ! Hugsa til hennar sem veit af alvöru málsins og alls þess sem hún er að hugsa um þessa erfiðu daga.
Knús, kertaljós og kærleikur til ykkar bloggvina minna
Athugasemdir
Lífið er skin og skúrir. Ég er montin af systrunum mínum. Solla er svo ótrúlega hugrökk og æðrulaus í sínum veikindum. Við erum búin að pakka í vörn Sauðanesliðið. M.a. komst þú í samband við konu sem hefur náð árangri gegn krabbameini með því að blanda saman íslenskum grösum og útbúa seið.
Við systurnar erum líka sem smurð vél í því að hálpast að. Þú úvegar grösin, ég útbý seiðinn eftir uppskrift og Solla drekkur hann samviskusamlega.
Þá er ósagt hvað allir hinir (og við líka stundum) eru að gera eins og að tína ber handa henni, baka góðgæti ýmiss konar og elda góðan mat. Við erum alveg ófeimin við bænina og ýmsar óhefðbundnar leiðir.
Það verður þungi í sókninni hjá okkur. Sókninni sem er raunar þegar hafin í þessari massívu varnarbaráttu.
Vilborg Traustadóttir, 11.9.2009 kl. 23:47
Það er gott að hjálpast að og svo er bara að vona það allra besta Góða skemmtun í Austurbrún í dag og verði ykkur að góðu maturinn hjá Magga frænda - vildi að ég gæti verið þar !
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.9.2009 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.