Fer til Eyja...

Ég er á förum til Vestmanneyja að hitta Sollu mína.

Það var auðsótt mál í vinnunni minni að fá að skreppa, svo ég fer á miðvikudaginn og kem heim á föstudag.

Gott að vinna á góðum vinnustað þar sem skilningur ríkir þegar svona mál koma upp - svo fékk ég líka að vita í dag að ég verð fastráðin hjá ÍP um áramótin. Smile Ég er ótrúlega glöð, því mér líkar svo vel við vinnustaðinn og fólkið sem vinnur þar.

Það verður gaman og kvíðvænlegt líka að hitta Sollu. En þessa ferð verð ég að fara.

Stefnir í ferjuferð á miðvikudagskvöld út í Eyjar og til baka í land á föstudagsmorgun, aka svo beint heim.

Knús og kram í allar áttir. Sendið strauma til okkar systkinanna sem endalaust erum að tala saman og velta fyrir okkur stöðunni. Vonin er til staðar þó útlitið sé ekki gott.

Kærleiksknús

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Margrét, hugsa mikið til þín á þessum erfiðu stundum...langar að senda þér styrk og vonandi blessast allt og kraftaverk gerist.

Gangi þér vel í ferðalaginu og ég veit að þú munt standa þig eins og hetja

Kveðja Þóra G.

Þóra G. Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:37

2 identicon

eg vona ad sollu mini batni tad eru lidin 10 ar sidan eg dvaldi hja henni i 3 vikur i portugal og tvi gleimi eg ekki kv sigurjon palsson fra siglo

sigurjon palsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Þóra mín og takk Sigurjón - Hetju "lúkkið" dugar skammt á svona augnablikum en það er gott að finna styrk ! Knús.

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.10.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Anna Guðný

Hugsa til þín daglega Margrét mín.

Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband