Heimsóknin til Vestmannaeyja...

Við José tókum Herjólf út til Eyja á miðvikudagskvöldið - dálítill veltingur en allt í lagi, fór bara í koju og sofnaði. Það var gott að koma í hús til Drífu frænku og Gunna, hitta þau og Lúcý og tvíburana litlu Smile Á fimmtudagsmorgun hitti ég svo loksins Sollu mína og það voru auðvitað fagnaðarfundir.

Við eyddum að mestu deginum með henni og síðan bættust foreldrar mínir, yngri systir og dætur mínar í hópinn ásamt auðvitað Drífu og Lúcý. Það var svo notalegt að vera þarna öll saman.

Við Solla náðum að spjalla svolítið saman og hún gerði mér ljóst að hún ætlar að berjast við þennan vágest af fullum þunga. Drekka heilsuteið og taka dropana sem Magnús bróðir útvegaði frá Englandi, Þar sem læknarnir telja sig ekki geta gert neitt meira. Við gátum líka hlegið og spjallað og áttum góðan dag.

Ég kvaddi hana snemma á föstudagsmorgun áður en við fórum í ferjuna með þeim orðum að við sæjumst aftur ! Á leiðinni heim var ég þreytt og dofin en afskaplega glöð yfir því að hafa getað farið í þessa ferð. Ég hugsa endalaust um hetjulega baráttu hennar og það sem okkur fór á milli.

Svo var líka svo gott að hitta alla hina ættingjanna og vera saman.

Bænir og styrkjandi hugsarnir sendi ég Sollu minni og krökkunum hennar og bið guð að vaka yfir okkur öllum á þessum erfiðu tímum Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

sendi þér styrkjandi hugsanir

Sigrún Óskars, 2.11.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Sigrún :)

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.11.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband