27.11.2009 | 07:43
Erfiðir dagar...
Ekkert fær breytt því að elskuleg systir mín Solla er nú mjög veik og ekkert sem getur undirbúið mann fyrir næstu daga. Hef ákveðið að vera heima og láta mínar síðustu minningar um hana á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum fyrir skömmu, fylgja mér.
Bið algóðan guð að vaka yfir henni þessa daga, börnunum hennar og öldruðum foreldrum okkar sem eru búin að fara fimm ferðir til Vestmannaeyja á síðustu vikum. Þetta verður erfitt en munum að við eigum hvort annað að og getum styrkt hvort annað og gleymum ekki bæninni.
Guð veri með okkur öllum
Athugasemdir
Er með þér í huga Margrét mín. Úff það þetta hlýtur að vera erfiður tími fyrir ykkur öll.
Knús í hús.
Anna Guðný , 27.11.2009 kl. 08:11
Elsku Magga mín, minn hugur er hjá ykkur...knús til ykkar allra....
Svanhildur Karlsdóttir, 27.11.2009 kl. 19:43
Kæra Margrét mín
Gangi þér og fjölskyldu þinni vel þessum erfiðu tímum ég hef hugsað til þín og fylgst með skrifum þínum. Ég veit að biðin og óvissan er erfið.
kveðja til þín, og ef að þú mögulega getur slakað á innri sennu og hvílt hugann þá er það sem kannski getur hjálpað þessa stundina.
þín vinkona Lísa
Lísa (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:01
Anna Guðný, Svana og Lísa. Takk elskurnar mínar. Öll falleg orð eru vel þegin núna. Takk fyrir að vera vinir.
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.11.2009 kl. 22:11
þetta er erfit og èg þekki það af eigin raun það mà aldrei hugsa neikvæt en tað kemur að leiðarlokum hjà okkur ollum en tangað til skulum við hugsa jàkvætt
Sigurjòn Pàls (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.