Fallegur trefill...

Ég fór út að ganga með Dalí minn - yndislegt kvöld en frekar svalt. Ég er að safna kröftum.

Ég setti á mig trefil , stóran og mikinn - minningar vöknuðu frá ",Minnie" frá því fyrir rúmu ári síðan þegar við mæðgurnar þrjár skunduðum um í "Mall of America" áhyggjulausir Íslendingar (í von um betri tíð) en þá minntist ég á þennan litríka trefil sem mér fannst svo fallegur og ég fékk síðan í jólagjöf frá þeim dúllunum mínum og fjölskyldum ásamt mörgu öðru. Einn trefill og falleg minning. Síðan var það höfuðbúnaðurinn fyrir göngutúrinn eyrnaband, hannað af góðri vinkonu minni Björk Pétursdóttur, því var skellt á eyrun, ný hönnun með æðardún inni í. Frábærlega hlýtt og notalegt.

Fallegar minningar - koma og fara....

Þegar ég kom heim úr göngunni, bankaði ég létt í glugga hjá nágrannakonu minni Ellý og dóttur. Fékk stórt knús og kærleika frá þeim. HeartYndislegar vinkonur frá Siglufirði.

Kærleikur og notalegheit - kvöldið mitt - svefn er næstur á dagskrá.

Knús inn í nóttina !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband