1.12.2009 | 20:39
Minning....
Til minningar um elskulega systur mína sem barðist af hörku við að fá að lifa með okkur.
Ég horfði á tunglið þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og leitaði að henni Sollu minni dansa þar í skýjunum. Svei mér þá ef hún var ekki þar.
Guð gefi ykkur gott kvöld og góða nótt.
Minningin lifir um frábæra persónu Sólveigu Traustadóttur frá Sauðanesi - sem við sem þekkjum hana elskum við svo mikið
Athugasemdir
Elsku Margrét
Ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð.
Það er erfitt að kveðja kæran ástvin en nú er hún Solla ykkar komin á betri stað þar sem hún er laus við baráttuna og sársaukann.
Megi algóður Guð og englar yfir ykkur vaka á þessum erfiða tíma.
Með kærri kveðju
Sísý
Sísý Malmquist (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:29
Takk Sísý mín. Við sjáumst allavega á laugardaginn ! Ég fer síðan suður á sunnudaginn og til Vm. það kvöld. Segi þér betur frá þessu síðar. En það er svo gott að heyra frá góðum vinum þegar tilfinningaskalinn rokkar til frá gleði og yfir í sorg mörgum sinnum á dag.
Knús til þín vinan.
Hulda Margrét Traustadóttir, 2.12.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.