Fyrir svefninn....

Við göngum í gegn um tilfinningasveiflur þessa dagana, söknuðurinn er sár  og minningarnar leita á. Gefum okkur tíma til að íhuga - taka á móti góðum samúðarkveðjum og fallegum gjöfum og meta það sem að okkur er rétt. Heart

Það logar á fallegu kerti hjá myndinni af Sollu minni í kvöld, enda falleg manneskja að utan sem innan. Sakna hennar mikið og minnist um leið alls þess góða sem við gengum í gegn um. Smile

Hugur minn dvelur við minningar um hana  þessa dagana og ég veit að ástkær systir mín fylgist með mér og lagavali mínu :) Hver var lagvissari en hún ? ....

Takk öll sem hafið sent okkur kveðjur - það er okkur mikils virði.

Knús til ykkar kæru bloggvinir mínir Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

knús til þín

það er gott að geta yljað sér við góðar minningar á svona stundu.

Sigrún Óskars, 4.12.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband