13.12.2009 | 21:43
Tómleiki....
Mér dettur ekki í hug að reyna að tala um tilfinningar mínar síðustu dagana er einfaldlega of dofin til þess. Ég sakna elsku systur minnar og það er svo sárt.
Elsta systir mín er látin og ég vil ekki trúa því að ég geti ekki heyrt hana hlægja, tala og gantast aftur. Það er eitthvað sem á eftir að taka langan tíma að sætta sig við.
Þetta fallega lag var sungið við útförina hennar frá Hafnarfjarðarkirkju. Unga konan sem söng það söng það inn í hjörtu okkar - og mikið grét ég og margir aðrir.
Athugasemdir
fallegt lag
Sigrún Óskars, 14.12.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.