Þegar ég hugsa um engla.....

 

 

Í gær grét ég  mikið  þegar sálmurinn "Í dag er glatt" var fluttur í messunni á RÚV......þessi sálmur var sungin við jarðarför Sollu systur að hennar ósk og um ókomin ár á hann eftir að minna okkur á hana. Þessi sálmur var alltaf hennar uppáhaldsjólasálmur og sjálf táraðist hún þegar að þessum sálmi kom á aðfangadagskvöldum. Það var því vel við hæfi að hann var sungin við útförina hennar. Sálmurinn er í næstu færslu hér á undan en nú er ég að hugsa um engla og hér er því þetta  fallega  lag í  flutningi Ellenar og KK. "I think of angels" með KK.  Njótið.

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Margret og gleðilega hâtîð.Ûtförin hennar sollu var mjög falleg î alla staði og êg veit að sökknuðurinn er milill. Êg skrifaði hêrna smâ kveðju þann 7\11 09 "en tegar tessu er nù lokið tà er ekki til betra lag en med syskinum kk og ellen og tid verið ad geta ì eidurnar" Bróðir minn lêst 1988 î sjôslisi við sauðanes tâ 25 âra gamall. Ef êg er î vondu skapi þâ læt êg þetta lag î spilarann og þâ renna târ en êg verð einsog nyr maður â eftir. þetta er eitt það fallegasta lag sem samið hefur verið. Bestu kv frâ siglô.Sigurjon palsson

sigurjon palsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk fyrir þetta og gleðilega hátíð. Ég var einhvernvegin tilbúin að setja þetta hér núna og man eftir því sem þú skrifaðir. Já, þetta er mjög fallegt lag og eins og þú segir það er gott að gráta og betri líðan á eftir. Bestu kveðjur til þín og þinna á Sigló 

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.12.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband