Stór dagur fyrir Fjallabyggð...

Í dag verða samgöngur heldur betur bættar fyrir Norðlendinga og bæina  Ólafsfjörð og Siglufjörð og reyndar er þetta mikil bót fyrir alla landsmenn.

Þar sem ég er nú uppalin á nesinu vestan megin Siglufjarðar kannast ég vel við óðveðrið og óöryggið í samgöngumálum þarna á svæðinu.

Þegar Sauðanes komst í samband við Siglufjörð og aðra landshluta varð það mikil breyting fyrir fjölskylduna á nesinu sem hafði fram að því verið mjög einöngruð í sínum heimi. Það var bara um tvennt að velja áður, sjóleiðina og treysta þá á Siglfirðinga sem áttu trillur eða báta eða skella sér fótgangandi yfir Gjár eða Skjöld og fyrir þá allra hörðustu eins og pabba, Óla Brandar og fleiri vaska menn að ganga framan í Strákafjallinu og fara þá leiðina til Siglufjarðar.

Það verður ljúft að renna úr Eyjafirðinum að vetri til án þess að þurfa að hafa áhyggjur af óveðri á almenningunum eða ófærð á heiðunum -

Hjartans hamingjuóskir með daginn, þetta er frábært. Vildi vera á svæðinu í dag en er að vinna . Ég fer svo sannarlega við fyrsta tækifæri út á nesið mitt fagra og fer þá í gegn um fjögur jarðgöng. Ekki hefði ég trúað því sem lítið stelpuskott á Sauðanesi að ég ætti eftir að upplifa slíkt Smile 

Hamingjuóskir í heimabyggðina mína ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband