30.11.2007 | 23:23
Hversu stutt bil er milli á milli sorgar og gleði......
...já litli Ragnar Snær fékk nafnið sitt um síðast liðna helgi. Mikill gleðidagur. Í dag kom það siðan í ljós að þessi fallegi litli drengur hefur aðeins sjón á öðru auga, fæðingargalli er sagt og ekkert hægt að gera. Ég get lítið sagt meira í dag....en þessi dagur hefur verið afar erfiður fyrir foreldrana fyrst og fremst og aðstandendur einnig..sem eru tvist og bast í öllum landshornum. Töluðum saman ömmurnar í dag og komumst að því að við áttum góða vinnufélaga þar sem við, um miðjan daginn tókum okkur "góða grátpásu" í örmum næstu samstarfsfélaga okkar ! En svona er þetta, gott að eiga góða að og að við erum ekki frosin gagnvart tilfinningum okkar - blásum út og horfum til framtíðar. Grátur er góður. Elska ykkur litla fjölskylda og ég veit að þetta verður í lagi og þið rúllið þessu upp í jákvæðni og gleði. Ekki gleyma okkur hinum sem bíðum á hliðarlínunni og viljum allt fyrir ykkur gera !! Ragnar Snær á framtíðina fyrir sér ef ég þekki foreldra og Sölva Fannar rétt.
Knús elskurnar.
Amma Margrét
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2007 | 21:47
Ragnar Snær, fjölskyldan og tónleikar með Kim Larsen og Kjukken.......
DAGSKR'A helgarinnar....
Föstudag eftir hádegið, ekið suður yfir heiðar á leið í skírn og veislu því tilheyrandi, allt gekk vel og komið var til "borgarinnar" um kvöldmatarleitið, skírnarterta í farteskinu. Komið við í Mosó og losað úr bílnum og heilsað upp á litlu fjölskylduna í Tröllateignum. Gleði ! Farið í Austurbrúnina þar sem beið okkar kvöldmatur hjá elskulegum foreldrum mínum - meiri gleði. Sofið rótt og mætt morguninn eftir í Tröllateigin til þess að fullgera skírnartertu litla sæta sonar Stellu og Ragga það gekk líka vel og farið aftur í "borgina" tekið bað og allt gert klárt til þess að fara með aldursforsetana í skírnina.
Yndisleg stund hjá séra Ragnheiði og látlaus, var afar stolt af Sölva mínum þegar hann sagði nafnið á litla bróður ákveðin á svip, þegar mamma hans var spurð að því hvað barnið ætti að heita. Ragnar Snær sagði hann og gerði eins og fyrir hann hafði verið lagt ! Dugnaðarstrákur sem sást líka á því, þegar verið var að syngja "Jesús er besti vinur barnanna" svo ég tali nú ekki um þegar komið var að faðirvorinu og hann kraup einlægur á hnén og spennti greipar, lokaði augunum og fór með faðirvorið hátt og skýrt....þegar athöfnin byrjaði var ég með kökkin í hálsinum og þarna átti ég afar erfitt með tárin. Svo fallegt ! Og þarna var líka Hulda mín og dæturnar fallegu Tinna og Hrönn, við erum engin stórfjölskylda en..... það vantaði þó Tomma sem var í fjallaferð og allir sem þekkja hann sýna því skylning. ( væri e.t.v. ekki fyrigefið við brúðkaup t.d. hm.hm...) !
Svo gaman að hitta fjölskylduna hans Ragga sem mér finnst ég hafa þekkt svo lengi þó svo ég hafi aðeins hitt sum þeirra einu sinni áður, bara ótrúlega " simpatic" eins og Portugalir mundu segja eða "alþýðlegt fólk " ber okkur líklega "ÍSLINGUM"að segja og mér finnst ég hafa þekkt þau öll um langa hríð. Raggi er nú heldur ekkert venjulegur.....lít mikið upp til tengdasona minna ! (hm......væmin) ?? Og Eyjamenn eru sko ekki leiðinlegt fólk ! Takk fyrir æðislegan dag Stella, Raggi og synir + "hele famelien" Todos.
Ég ætlaði ekki að tíma að yfirgefa samkvæmið en tónleikar með Kim Larsen og Kjukken voru á dagskrá um kvöldið. Þangað var haldið eftir stutt stopp í Austurbrún ásamt systrum mínum Sollu og Vilborgu og eiginmanninum José, vorum tímanlega mætt og stilltum okkur upp alveg upp við sviðið....allir í stuði og "þvílíkir tónleikar" við dilluðum okkur og sungum í tvo tíma sleitulaust og vorum til í að vera lengur ! Kim "rokkar" Hann er einlægur, skemmtilegur og frjór tónlistarmaður og bandið í heild sinni þétt og flott ! Ennþá meira gaman !
Búið var að plana "jólaföndur" á sunnudagsmorgun en þar sem dætur mínar vænar vildu koma og bjóða uppá morgun/hádegisverð í Austurbrún brá Vilborg á það ráð að flýta föndrinu til klukkan 8. á sunnudagsmorgun......(nú segir Vilborg "morgunstund gefur gull í mund ") það varð úr og við systur skemmtum okkur stórvel og skreyttum kerti af miklum móð í tvo klukkutíma - þær voru að kenna mér aðferðina og voru með allt til alls til kertaskreytinga og enn var jafn gaman....að spjalla, fá ráðleggingar og kennslu og hlæga! Vel á minnst er búin að hlægja mikið með sjálfri mér að setningu Sollu systur " Hann er algjör rót " en þannig var að sameiginlegur kunningi okkar systra varð á vegi okkar þegar við fórum út af tónleikunum og sá sagði "Mikið eruð þið breyttar" ( hann "nota bene" var eins og við mundum pabba hans, orðin feitur og fínn) Solla vildi nú ekki viðurkenna það og sagði hann fara með fleipur og sjónininni hans væri farið að förlast.....morguninn eftir kom þessi gullvæga settning..." Hann er algjör rót" það sem við hlógum ! Veit svosem ekki ennþá hvort hann var nokkuð að meina þetta í neikvæðum skilningi..hehehehe...en er nema von að fólk breytist með árunum og þennan kunningja hef ég ekki séð í ca 20. ár eða meira.
Eftir "hitting" í Austurbrún, át og spjall var tími komin til að halda norður yfir heiðar aftur....ég er alltaf svolítið einmana þegar ég keyri aftur norður, það eru jú flestir fyrir sunnan, en allt gekk vel í ferðinni og aðalatriðið er að fólkinu manns líði vel og við eigum öll eftir að hittast aftur fljótlega.
Yndisleg helgi, enn og aftur takk öll fyrir samveruna, og móttökurnar.
Og litli Ragnar Snær til hamingju með nafnið þitt sem passar þér svo vel, þú ert svo fallegur strákur, eins og þið eruð auðvitað báðir bræðurnir.. nei nú hætti ég....þakkláti aldurinn lætur enn og aftur á sér kræla......hlakka til jólanna !
Amma Margrét.
Bloggar | Breytt 27.11.2007 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 19:42
Mitt blogg....
Hef bloggið mitt læst því ég nenni ekki að lesa greinar í blöðum og endurrita þær hér inn og reyna að vera háfleyg.......skil ekki alveg tilganginn...OK allt í lagi að hafa skoðanir á ýmsum greinum og málefnum en að endurtaka umfjöllun um þær. Nei, ég nenni því bara ekki. Svo er þetta tuggið í fréttunum þangað til maður er komin með ulluna upp í háls. Auðvitað er mér ekki sama um hin ýmsu mál en mér nægir fréttaumfjöllun blaða og sjónvarps og ég fylgist nokk vel með málum. Vil frekar skrifa um okkar líf og því sem gleður okkur eða hryggir hverju sinni.....og bara hversdaginn....hann getur líka verið áhugaverður. Þess vegna er þessi síða fyrir fáa útvalda og þegar og ef þeir nenna að taka aðeins þátt í mínu lífi gleður það mig.
Bloggið minnir mig svolítið á gamla dagbókarformið og gömlu pennavinina sem ég átti í hrönnum í gamla daga.Og hvað er sakalausara og skemmtilegra en það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 16:46
Ánægjuleg helgi.....
Var búin að skrifa hér heljar pistil um helgina sem hvarf bara allt í einu af skjánum......argggggggggggg.
En jæja helgin var skemmtileg....dóttirin Hulda og fjölskylda komu norður svo og systir mín Vilborg í helgarferð til okkar. Byrjuðum á því að hittast konurnar á Bláu könnunni, Vilborg þá nýlent og það var tilefni á kakó og hnallþóru vegna sýningarinnar. Vona að Vilborg hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum því ljóðin hennar skipa stóran sess í sýningunni. Gaman að hittast á þessum vettvangi og spjalla.
Þær systur Tinna og Hrönn eru alltaf jafn ljúfar og sú yngri rændi ömmu sinni nokkrum sinnum í kvöld inn í myrkrið eins og hún sagði (svefnherbergið okkar) til að leggja sig og strjúka ömmu á hálsinum.
Eftir góðan kvöldmat heima og smá sjónvarpsáhorf "Laugardagslögin" eru vinsæl í dag...fórum við systur í náttfötin þegar aðrir gestir voru farnir....og duttum inná góða bíó mynd og enduðum í sjónvarpsglápi til klukkan þrjú í nótt breska "X factor" - mjög góður þáttur og spennandi. Eftir það vildi sú yngri leita að "Horror" fyrir svefninn.... en sú eldri og reyndari sem var vön að leita á fimm mögulegum gervihnöttum og fleiri þúsund stöðvum, taldi Það ekki alveg rétt í stöðunni svo það var farið að sofa....................................ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Upp snemma í morgun, héldum formlegan Ketilásfund þó aðeins væru mættir tveir af þremur mögulegum nefndarmeðlimum. Setjum "ameríska hraðann" á þetta og málið fer í góðan farveg.
Saltkjöt og baunasúpa glöddu magann í hádeginu - tekin smá Akureyrarrúntur á leið á flugvöllinn og þar með var Vilborg flogin suður yfir heiðar og eftir sit ég úfin og tætt eftir göngutúr með Dalí minn í roki og éljagangi.....
En eftir situr líka ánægja með góða helgi og samvistir við sína nánustu....já, það er gaman að vera til !
Magga
Bloggar | Breytt 5.11.2007 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.10.2007 | 14:58
Vikan.............
Dagarnir liðu hver af öðrum...
Venjulegir vinnudagar mánudag og þriðjudag....
Reykjavík, fundur....farið suður á þriðjudagskvöld eftir vinnu. Eldri dóttirin beið á vellinum og við brunuðum heim til hennar að hitta Tinnu og Hrönn og auðvitað tengdasoninn Tomma...stutt stopp en skemmtilegt, þær eru alltaf jafn ljúfar litlu dúllurnar, síðan í Mosfellsbæinn að berja augum nýja barnabarnið og fjölskylduna þar ..... auðvitað fallegt barn þar ljóshærður ljúfur strákur, með blá augu. Eftir góðan mat og stund með Sölva mínum fékk ég að handleika litla barnið og mikið er það nú alltaf skemmtilegt að handfjatla ungviðið svo saklaust og laust við allan hégóma, geispar, ropar, grettir sig og lætur frá sér líða án nokkurra athugasemda eða afsökunarbeiðna.....bara fallegt....
Sofið rótt í Tröllateignum, vaknað snemma þar sem systur tvær Vilborg og Solla eldhressar sóttu þá þriðju, þar sem blásið hafði verið til morgunverðar hjá "þeim gömlu" foreldrum mínum klukkan átta í Austurbrúninni. Hafragrautur og aðrar góðgerðir á borðum, ekta morgunverður og skemmtilegt spjall.....létt yfir öllum og pabbi að ná sér eftir hjartaþræðingu og blástur...síðan fundarhöld féhirða af öllu landinu á Hótel Sögu það sem eftir lifði dags og síðan beint í flug norður um kvöldið.
Byrjað að fasta klukkan 22.sama kvöld. FSA, mæting morguninn eftir í smá kvenna test og létta svæfingu. Kaldur morgun, góðar móttökur á sjúkrahúsinu og upphófst bið og undirbúningur...allt í rólegheitum, var ekki til stressuð og allt gekk eins og í sögu....her grænklæddra beið á skurðstofunni björt ljós og annarleg hljóð og allt eitthvað svo óraunverulegt, var ég hér eða þar eða allstaðar..??? sveif um milli svefns og vöku..... en ég var þá búin að fá eitthvað í æð svo ég lognaðist útaf þegar grímunni var skellt á andlitið á mér. Heim síðdegis og svaf vel og lengi, vinna á föstudag. Upphringing frá lækninum í vinnuna síðdegis þar sem mér var sagt að allt hefði verið eðlilegt og í lagi. Andað léttar og lífið heldur áfram sinn vana gang.
Sveif inní helgina full af gleði og þakklæti .....mikið er maður heppin að vera til !
Takk fyrir móttökurnar öll !! Magga
Bloggar | Breytt 22.10.2007 kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.10.2007 | 20:58
Að stelast.....
Var að lesa fæðingarsögu dóttur minnar Stellu......ætla að stelast til að skrifa hér inn endirinn á þeirri frásgögn, sem mér finnst lýsa svo vel því hvernig konur upplifa hamingjuna í gegn um sársaukann, vona að mér verði fyrirgefið þar sem fáir útvaldir hafa hér aðgang....
" ...Þetta er yndislegt....þó svo ég sé næstum ekkert búin að sofa síðan á föstudagsnótt, sé með blæðandi geirvörtur, hafi enga matarlyst, dragi hægri fótinn á eftir mér(get ekki gengið eðlilega, grindargliðnunin annað hvort komin til að vera eða þá að ég þarf að ná að jafna mig) sé með bauga niður á hné og enn með bumbu...
Hvað er hægt að biðja um meira....."
Þvílík frásögn af komu nýs lífs inn í þennan heim......takk Stella mín að deila þessu með okkur, þú lýsir þessu fullkomnlega ! Get ekki beðið eftir að sjá ljóshærða prinsinn númer tvö .....
"Móðir væn"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2007 | 11:52
Lítill drengur....
Snemma í morgun fæddist mitt fjórða barnabarn, drengurinn beið ekki eftir því að amman gæti tekið fyrsta flug suður í morgun og missti því að því að vera viðstödd fæðinguna en það er nú aukaatriði þar sem allt gekk hratt og vel fyrir sig......verður bara viðstödd næst....ef fleiri koma.
Það er mikil gleði fólgin í því að sjá fjölskylduna stækka og fá að fylgjast með uppvexti barnanna, en segir okkur enn og aftur hvað lífið okkar er á hraðri leið....tíminn líður SVO hratt.
En elsku dúllurnar Stella mín Raggi og Sölvi Fannar til hamingju með litla drenginn ykkar, hlakka mikið til að sjá hann og fá að knúsa hann aðeins. Mamma, tengdó, amma. og afi José biður að heilsa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2007 | 21:38
Komin upp....
.....já, komnar upp myndir og ljóð. Útkoma - góð...Stella og María Hauks samstarfskona mín gerðu allt sem þær gátu til hjálpar við að setja sýninguna upp og mér sýndist þetta koma vel út í því plássi sem við höfðum.
Ekki smá vinna við ekki stærri sýningu en þvílíkur léttir að heyra þeirra álit á myndunum. Ljóðin koma líka vel út og í kvöld líður mér vel með allt þetta !! Bara gleði
Ung stúlka kom til mín og sagði " Veistu - mig langar til þess að eiga allar þessar myndir" Ég gat bara sagt " Sérstaklega gaman að heyra þetta frá manneskju á þínum aldri" .........Nú er bara að bíða og sjá hvað öðrum finnst....auðvitað verða skiptar skoðanir.....það er bara gott..En einu verkefni lokið og næsta tekur við hvað sem það verður. Allavega er þetta búið að vera gaman og sérlega skemmtilegt að vinna með fleirum að verkefninu.....mér finnst svo gaman að virkja fólk með mér og hitti á mjög skemmtilegt fólk þar sem Vilborg og Brattur eru. Eitt orð fyrir nóttina " Peace"
Góða nótt..........ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ .....MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2007 | 08:19
og......

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2007 | 08:16
Þá er komið að því.......
Þá er sýningin ákveðin á Bláu könnunni.....myndir og ljóð verða hengd þar upp á morgun, er að reyna að koma auglýsingu í Dagskrána á morgun...o.k. held ég hafi náð inn auglýsingu á morgun.
Myndunum fylgja ljóð eftir Vilborgu systur og Bratt, Gísla Gíslason bloggvin. Endilega látið berast til vina og kunningja. Ekki verður um formlega opnun að ræða en frá og með fimmtudeginum 04.10 til 08.11 verða myndirnar og ljóðin á kaffihúsinu til sýnis.
Hef því bara kvöldið í kvöld til að fínpússa, er alveg ferleg er ennþá að breyta og bæta.......get ekki hætt .....
Sendið mér góða strauma og ég krossa fingur til þess að allt verði nú í lagi !!
Bestu kveðjur. MT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)