Tómleiki....

Mér dettur ekki í hug að reyna að tala um tilfinningar mínar síðustu dagana er einfaldlega of dofin til þess. Ég sakna elsku systur minnar og það er svo sárt.

Elsta systir mín er látin og ég vil ekki trúa því að ég geti ekki heyrt hana hlægja, tala og gantast aftur. Það er eitthvað sem á eftir að taka langan tíma að sætta sig við.

Þetta fallega lag var sungið við útförina hennar frá Hafnarfjarðarkirkju. Unga konan sem söng það söng það inn í hjörtu okkar - og mikið grét ég og margir aðrir.

Heart


Ave Maria......

Heart


Góðar minningar hrannast upp........

Sofið rótt kæru vinir Heart


Fyrir svefninn....

Við göngum í gegn um tilfinningasveiflur þessa dagana, söknuðurinn er sár  og minningarnar leita á. Gefum okkur tíma til að íhuga - taka á móti góðum samúðarkveðjum og fallegum gjöfum og meta það sem að okkur er rétt. Heart

Það logar á fallegu kerti hjá myndinni af Sollu minni í kvöld, enda falleg manneskja að utan sem innan. Sakna hennar mikið og minnist um leið alls þess góða sem við gengum í gegn um. Smile

Hugur minn dvelur við minningar um hana  þessa dagana og ég veit að ástkær systir mín fylgist með mér og lagavali mínu :) Hver var lagvissari en hún ? ....

Takk öll sem hafið sent okkur kveðjur - það er okkur mikils virði.

Knús til ykkar kæru bloggvinir mínir Heart


Þrek og tár....

Kemur ekki vor að liðnum vetri ? Góð spurning....það held ég.....

Heart


Sá sem yfirgefur þessa jarðvist er ekki endanlega horfin frá okkur....ég trúi því....

Langaði að senda þetta í gær til vinkonu minnar Sollu en geri það núna í hennar minningu !

Minning þín lifi elsku Solla mín.

Þinn vinur, José.

 


Minning....

Til minningar um elskulega systur mína sem barðist af hörku við að fá að lifa með okkur.

Ég horfði á tunglið þegar ég kom heim úr vinnunni í dag og leitaði að henni Sollu minni dansa þar í skýjunum. Svei mér þá ef hún var ekki þar.

 

Guð gefi ykkur gott kvöld og góða nótt.

Minningin lifir um frábæra persónu Sólveigu Traustadóttur frá Sauðanesi - sem við sem þekkjum hana elskum við svo mikið Heart


Söknuður.

Elskuleg systir mín Solla dó í morgun. Eftir hetjulega baráttu síðan í sumar.

Það er svo sárt.

Megi hún hvíla í friði, laus við þjáningar, hræðslu og kvíða.

Hennar er sárt saknað.

Heart


Dagurinn í dag...

Komin er nýr dagur.

Er að taka mig til, á leið í Norðurport til að þrífa og laga til.

Hugur minn er í Vestmannaeyjum hjá Sollu systur og ættingjum mínum sem þar eru núna.

Sendi þeim öllum kærleika og ást.

Fletti dagatalinu og fékk þessa setningu.

"Ótti og trú eru jafn ólík og dagur og nótt. Fylltu þig af trú og þú munt yfirstíga óttann"

Megi guð vaka yfir okkur öllum í dag Heart

 


Fallegur trefill...

Ég fór út að ganga með Dalí minn - yndislegt kvöld en frekar svalt. Ég er að safna kröftum.

Ég setti á mig trefil , stóran og mikinn - minningar vöknuðu frá ",Minnie" frá því fyrir rúmu ári síðan þegar við mæðgurnar þrjár skunduðum um í "Mall of America" áhyggjulausir Íslendingar (í von um betri tíð) en þá minntist ég á þennan litríka trefil sem mér fannst svo fallegur og ég fékk síðan í jólagjöf frá þeim dúllunum mínum og fjölskyldum ásamt mörgu öðru. Einn trefill og falleg minning. Síðan var það höfuðbúnaðurinn fyrir göngutúrinn eyrnaband, hannað af góðri vinkonu minni Björk Pétursdóttur, því var skellt á eyrun, ný hönnun með æðardún inni í. Frábærlega hlýtt og notalegt.

Fallegar minningar - koma og fara....

Þegar ég kom heim úr göngunni, bankaði ég létt í glugga hjá nágrannakonu minni Ellý og dóttur. Fékk stórt knús og kærleika frá þeim. HeartYndislegar vinkonur frá Siglufirði.

Kærleikur og notalegheit - kvöldið mitt - svefn er næstur á dagskrá.

Knús inn í nóttina !

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband