Helgin að koma og nóg að gera....

Föstudagur er dagur undirbúnings í Norðurporti. Þá er allt þrifið hátt og lágt og í "Kaffi Port" er Solla upptekin við að úbúa ýmislegt góðgæti fyrir helgina. Í dag var hún að útbúa flottan heitan rétt sem verður á boðstólum um helgina. Einnig verða vöfflur með rjóma og hnallþóra sem bráðnar í munni. Svo dettur Sollu alltaf eitthvað skemmtilegt í hug, þannig að maður veit aldrei hverju hún tekur uppá.

Svo er sölufólk að koma og stilla upp vörunum sínum og jafnvel koma af götunni og panta sér borð eða bás.

Nýtt í Norðurporti þessa helgi er "Matarkistan". Nú verður til sölu í Norðurporti sérbakað brauð fyrir Norðurport. Soðið brauð, flatkökur og kleinur og svo verður hinn sívinsæli harðfiskur frá Darra á Grenivík einnig á boðstólum. Erum einnig að vonast eftir áleggi og fleiru frá Kjarnafæði.

Því Norðlenskt skal það vera !

Sýningin hennar Friðriku Sigurgeirsdóttur " Af kind í mynd" heldur að sjálfsögðu áfram.

Þetta kemur allt saman og verður alltaf líkara því sem ég lagði upp með í byrjun.

Sem sagt skemmtilegur dagur og við stöllur sem þarna ráðum ríkjum í essinu okkar í dag sem og aðra daga Wink

Svo kemur spakmælið, gott eins og venjulega.

Í hverju er hamingjan fólgin ?

Felst hún kannski í því að

beina huganum að öðrum

í stað þess að vera

upptekin af sjálfum þér ?

Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.

Njótið helgarinnar dúllurnar mínar og þið sem hafið ekkert sérstakt að gera um helgina, (en það er alltaf hægt að finna stund fyrir eitthvað skemmtilegt) leggið leið ykkar að Laufásgötu 1 og sjáið með eigin augum Norðurportið og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum Heart

Sjáumst - gerum lífið skemmtilegra !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Sjáumst í fyrramálið :)

Anna Guðný , 6.2.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æðislegt og ég kem fyrr en varir.

Vilborg Traustadóttir, 6.2.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband