17.5.2009 | 18:42
Dagur tvö í U Zbója....
Ferðalagið okkar hingað til Póllands gekk vel..fórum að heiman klukkan hálf sex í gær og vorum komnar hingað alla leið rétt fyrir Eurovision, fengum fyrstu grænmetismáltíðin áður og ávexti í poka með okkur inn á okkar vistarverur. Í sömu ferð er skemmtileg kona sem heitir Rósa, annars eru hér eiginlega bara Pólverjar. Vilborg þekkir þetta orðið út og inn svo það var algjör óþarfi að fara í skipulagðri hópferð.
Dagurinn í dag hefur verið indæll. Eins og flestir vita er fæðið hér eingöngu safar, grænmeti og ávextir. Þetta leggst bara vel í mig og ekki hef ég fundir fyrir svengd hingað til.
Rétt handan við hornið er svo fín sundlaug, sána og leikfimisalur.
Allir vilja vita um veðrið - hér var það milt og sólarlítið í dag, rigning heilsaði okkur í gær.
Það var gaman að sjá hvað henni Jóhönnu Guðrúnu gekk vel í gær
Komið að háttatíma hjá okkur nú á að líta í bók og sofna síðan sælum svefni. Klukkan hér að verða níu og mikið verið umleikis hjá okkur í dag.
Megið þið eiga gott kvöld og góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2009 | 22:18
nordurport.is
Minni ykkur á að á síðunni nordurport.is eru upplýsingar um helgina. Við stjórnvölin verður hún Silja Dögg og það verður örugglega fjör í kring um hana !
Minni líka á að sýningin okkar Vilborgar " Litfagra land" heldur áfram og mun standa til 31. maí. í Kaffi Port.
Með ósk um gott gengi.
Bloggar | Breytt 15.5.2009 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 07:33
Í ferðalag....
....já, ég er að fara í ferðalag.
Þannig er að mér bauðst með aðstoð góðra ættingja að fara með Vilborgu systur til Póllands á heilsuhótel. Hún hefur farið nokkrum sinnum með góðum árangri og nú slæst ég í för með henni.
Við yfirgefum því landið í tvær vikur, hvílumst og söfnum kröftum, stundum sund og leikfimi, förum í nudd og gufu og nærumst eingöngu á grænmeti og ávöxtum þennan tíma
Við munum fljúga um Köben til Gdansk og fara þaðan til U Zbója sem er ekki langt frá Gdansk. Þannig að á eurovision daginn verðum við á leiðinni þangað. Eftir okkar útreikningum eigum við síðan að ná keppninni þegar við komum á hótelið
Ég er í dag að ganga frá lausum endum hér heima og í Norðurporti en ég er búin að fá góða stúlku til að hlaupa í skarðið fyrir mig þar og redda öðrum hlutum eins og þrifum.
Mér finnst skrítið að vera að fara og finnst einhvernvegin að ég sé að svíkjast um Ég fer frá fjöregginu mínu Norðurporti sem er búið að eiga hug minn allan í vetur og svo er alltaf erfitt að yfirgefa fólkið sitt þó tímabundið sé. En ég finn að ég er þreytt og veit að ég hef gott af að safna kröftum fyrir sumarið. En fyrir þá sem vilja vita af mér í Norðurporti verð ég aftur þar 31. maí.
Á meðan vona ég að þið hafið það öll gott og ég ætla að kveðja með heilræði úr dagatalinu og kærleikskorni í lokin.
Hugleiddu hve heimurinn væri
miklu betri ef allir verðu fimm
mínútum á hverjum degi til að
bæta líf annarra.
Kærleikskorn.
Öll reynsla flytur mig
áleiðis til meiri þroska.
Farið vel með ykkur og verið góð hvort við annað
Sendi kannski línu ef tími verður til, einhvertíma á tímabilinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.5.2009 | 00:09
Loksins koma myndir frá sýningunni "Litfagra land " í Norðurporti.....
Örfá sýnishorn af sýningunni.....
Njótið - smellið á myndirnar til að stækka þær !
Litfagra land...MT. MT og Ippa....blandað.
Ein fyrir Magnús bloggvin sem er af Kambanesi máluð eftir mynd af síðunni hans og er eina myndin sem ég málaði og hefur fyrirmynd, hinar eru allar hugarflug...
Svo er hér önnur blanda frá okkur og þið verðið bara að giska á hvor á hvað
Ekki fleiri í bili en við þökkum þeim sem komu um þessa helgi og vekjum athygli á að sýningin verður áfram til 31.05.2009.
Megið þið eiga góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.5.2009 | 22:45
Sunnudagur á morgun....
Gekk bara vel hjá okkur í Norðurporti í dag !
En endilega kíkið á okkur á morgun ef þið hafið tíma. Við brosum á móti ykkur !.
Hér er spakmæli afmælisdag míns fyrirfram
Eins og sápukúlan, sviflétt og
örþunn, brestur við snertingu
loftsins, þannig eyðist oft óttinn
við andblæ trúarinnar.
Við systur biðjumst velvirðingar á því að myndirnar af sýningunni birtast ekki firr en á morgun sökum tæknilegra erfiðleika
En við brosum og lofum myndum á morgun !
Knús inn í nóttina
Bloggar | Breytt 10.5.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 22:09
Á morgun er annar dagur....
Sýningin "Litfagra land" er komin upp og allt tilbúið. Við bjóðum ykkur í ferðalag í myndum með ljóðaívafi ! Við erum búnar að vinna grimmt að því að allt verði þetta nú fallegt og faglegt.
Erum bara nokkuð sáttar með útkomuna. Svo er það ykkar að dæma. Verið velkomin.
Verst með veðrið ! Vonandi betra á morgun.
Á morgun setjum við inn myndir frá sýningunni.
Sjáumst í Norðurporti, Laufásgötu 1. Akureyri.
Kærleikskorn í lok dags.
Innri leit er auðgandi
og fyllir líf mitt gleði,
kærleik og ljósi.
Við vonumst til að sjá ykkur á sýningunni um helgina.
Sjáumst heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 07:25
Myndlist í Norðurporti....."Litfagra land"...systrasýning...
Ég ætla að segja ykkur frá því að um helgina ætlum við Vilborg systir að halda samsýningu í "Kaffi Port" í Norðurporti.
Ég hef mikið verið spurð að því hvort ég ætli ekki að sýna þar en einhvernvegin hefur mér fundist að aðrir ættu að ganga fyrir. Nú þegar eru búnar að vera þar þrjár sýningar. Svo kom það til tals hjá okkur systrum að gaman væri að sýna saman og þar sem ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að mála í vetur, var það skemmtileg lausn. Ég hef að vísu setið við núna í nokkurn tíma og málað litlar vatnslitamyndir sem sýndar verða og svo er hún Vilborg búin að vera í Myndlistarskóla Kópavogs í vetur með hóp sem kallar sig "Litagleði" og afkastað miklu. Ég á reyndar eitthvað af nýlegum olíumyndum og þetta verða örugglega margar myndir þegar upp verður staðið. Ég er að klára að setja myndir í karton og Vilborg kemur svo á morgun og þá getum við séð heildarmyndina og gert sýningarskrá og annað sem gera þarf. Þetta verður bara gaman. Ætla að skella inn einhverjum myndum hér áður en vikan er liðin. Lofa því !
Svo verður Vilborg með básinn "Gallerí Norðurport" þar sem verða til sölu myndir sem ekki verða á sýningunni.
Hér kemur eitt kærleikskorn til að fylgja okkur inn í daginn.
Hið gamla verður að víkja svo hið nýja komist að.
Og dagatalið segir okkur í dag:
Með peningum er hægt að
byggja hús en kærleika þarf til
að skapa heimili.
Megið þið eiga góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 22:19
Haldið til fjalls með besta vininum....
...já, ég fór til fjalls. Ég þurfti þess í kvöld. Ég drakk í mig orku frá fjöllum Eyjafjarðar. Horfði upp í fallegan himininn og hugsaði auðvitað í litum...ultramarinblue, paynesgray, yllow ockre, cadmium yellow....o.s.f.r.v. þannig lærir maður ósjálfrátt á litaspjaldið, i gegn um litakassana. Með mér í för var besti vinurinn. Því miður var minn heittelskaði með kvef og sat heima í sófa. Leiðinlegt fyrir hann. Þetta var eftir eurovision þáttinn í kvöld hans Palla. (er alltaf spennt fyrir eurovision).
Ég kom heim endurnærð eftir daginn. Hvað er betra eftir erfiðan dag en setjast á hálf þroskaða lyngþúfu og hugsa. Hlusta á spóann vella, hrossagaukinn flytja sinn fagra söng og alla hina smáfuglana sem eru að byrja að koma sér fyrir í hreiðri, tísta.
Magnús bróðir og Dagga komu ásamt Trausta Breiðfjörð að sækja myndirnar sínar frá sýningunni "Lagt af stað....." Þau færðu mér gjöf. Jórunnar hjarta eftir Andreu Róberts, fallegt hjarta perlum skreytt í fallegum kassa. Hjá hjartanu var texti, sem ég leyfi mér að birta hér.
Leyndarmálum, markmiðum, áhyggjum og vonum þínum getur þú hvíslað að Jórunni.
Hún er ávalt tilbúin til að hlusta og er ætíð til staðar.
Hún leysir jafnframt öll mál og sér til þess að allt fari vel.
Jórunn er trúnaðarvinkona og ljós.
Hún Jórunn er hjarta.
Ég leyfi mér að vona að leyndarmálunum megi líka hvísla að besta vininum þegar manni líður illa og líka að Jórunni.
Dagurinn í dag var óvenjulegur, ég hélt að það væri fullt tungl en í kvöld sá ég að svo var ekki. Það var eitthvað í loftinu, fannst mér sem virkaði ekki alveg eins vel og áður.
En takk, öll þið sem komuð í Norðurport og sögðuð mér að framtakið væri flott og takk fyrir að minna okkur á að við þurfum að brosa og halda áfram á þeirri sömu braut og lagt var af stað. Það vil ég segja öllu sölufólkinu mínu
Flottar myndir Vilborgar systur komu ferskar norður yfir heiðar með Magnúsi og Döggu en við systur erum að undirbúa næstu sýningu í Kaffi Port um helgina 9 - 10. maí. Það verður gaman.
Ég dreg eitt spil úr bunka Guðrúnar Bergmann fyrir nóttina sem ég vona að minni á að við þurfum að huga hvort að öðru - áfram og áfram.
Ég læt framkomu annarra ekki valda mér vonbrigðum.
Svo mörg voru þau orð.
Megið þið eiga góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2009 | 11:16
Gleðilega hátíð...
Bloggletin alveg að fara með mig - en varð að segja gleðilega hátíð !
Ágætt veður á Akureyri en sólarlaust. Er búin að vera að bardúsa ýmislegt nytsamt í morgun og búin að vera á fótum síðan klukkan 7 alveg hætt að geta sofið á morgnanna.
Er að klára seríu af vatnslitamyndum sem ég var búin að lofa að sína ykkur hér við tækifæri, það kemur að því en um næstu helgi ætla ég að vera þátttakandi í sýningu Vilborgar systur í Norðurporti eða leynigestur hjá henni (ekki segja frá heheh) - erum að undirbúa það. Svo ég kannski svipti einhverju niður af veggjunum ef vantar fleiri myndir svo verða vatnslitamyndirnar mínar til sölu þar á hagstæðu verði.
Deili með ykkur heilræði dagsins:
Þarftu að fá þér
andlitslyftingu ?
Ein er sú andlitslyfting
sem kostar ekkert,
er alltaf til staðar,
yngir þig upp og hefur engar
óæskilegar aukaverkanir.
Hún kallast bros
Svo fann ég inni í skáp spilastokk með kærleikskornum sem Guðrún Bergmann gaf einu sinni út. Ég ætla nú að draga eitt spil og sjá hvað kemur fyrir sálartetrið inn í daginn !
Ég gleðst yfir framförum mínum og annarra.
Með þessu skal endað og sendar góðar óskir til allra þeirra sem eru að gleðjast á einn eða annan hátt á Verkalýðsdaginn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.4.2009 | 15:59
Kosningum lokið og ég tók þátt...
sæmilega sátt.
Svo er nú eftir að vita hvernig spilast úr þessum sögulegu úrslitum.
Ég vona það besta og að við fólkið í landinu fáum að vera með !
Gangi þeim vel að mynda nýja ríkisstjórn, hverjir sem nú klára dæmið því það er ótalmargt sem þarf að gera innanlands áður en lengra er haldið
Spakmæli dagsins er gott:
Skynsamur stjórnandi veit
að meginþáttur starfs hans er að
ráða rétta fólkið í réttu störfin
og hvetja það síðan til dáða.
Að svo mæltu bið ég ykkur að njóta eftirmiðdagsins og læt heyra frá mér þegar mér brennur eitthvað á hjarta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)