3.7.2009 | 22:00
Norðurport Akureyri.
Vil benda ykkur á síðuna nordurport.is Þar getið þið lesið um það sem um er að vera um helgina í Norðurporti.
Kaffi Norðurport býður upp á frábærar heitar vöfflur með rjóma sem einungis eru til hjá okkur.
Verið velkomin í Norðurport !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2009 | 22:11
Kaffi Port - núna Kaffi Norðurport...
...er ekki lokað þó breytt hafi verið til í rekstri. Og það er engin rekstur til sölu á því sem hét Kaffi Port.
Við tökum upp þráðinn að nýju eftir þær breytingar sem urðu á mánudaginn og reksturinn verður einfaldlega meira ætlaður til þess að skapa heimilislega stemmingu fyrir sölufólkið í Norðurporti en jafnframt verður hægt að bjóða gestum smáhressingu
Vildi bara vera viss um að þið vissuð að þar er ennþá hægt að fá kaffi, te og meðlæti og það á mjög góðu verði.
Sjáumst hress !
Bloggar | Breytt 26.6.2009 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2009 | 11:34
Norðurport....
Vegna óviðráðanlega orsaka hefur Sólveig Bragadóttir hætt með rekstur Kaffi Ports í Norðurporti. Það var leitt, en við þökkum henni og hennar fólki samstarfið og óskum henni alls góðs.
En við höfum ákveðið að reka kaffihúsið áfram með heimilislegu sniði, kaffi verður á könnunni og eitthvað létt með, sem við konurnar í Norðurporti munum framreiða. Áfram verður kaffihúsið í Norðurporti opið fyrir sýningar myndlistarmanna og búið er að ákveða næstu þrjár sýningar.
Nafnið verður einfaldlega "Kaffi Norðuport" og við gerum okkar besta til að þjónusta gesti okkar með einhverja hressingu og láta þeim líða vel. Einfalt, þægilegt og látlaust skal það vera !
Verið velkomin til okkar á markaðinn og í kaffihúsið. Við tökum vel á móti ykkur.
Næst opið um helgina á laugardag og sunnudag - eins og venjulega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 00:20
Sólarlagið....
..... er svo fallegt séð úr glugganum mínum hér í Vestursíðunni. Þessar júní nætur eru einstakar. Ég hef haft mikið að gera síðustu dagana en er nú komin í smá pásu fram á miðvikudag. En þá ætlum við að hafa opið í Norðurporti frá kl. 13:00 - 18:00.
Tinna mín var hér hjá mér í nokkra daga og við höfðum það gott saman, hún gerðist sölukona með aðstoð ömmu sinnar og stóð sig eins og hetja !
Það var ánægjulegur dagur hjá okkur í dag í Norðurporti, því við fengum 30.manna hóp Reyðfirðinga til okkar sem borðuðu í Kaffi Port en hópurinn kom síðan fram á markaðinn.
Þar varð sérstök stemming, þar sem ég var búin að kalla til liðs við okkur sölukonur harmonikkuleikara og gítarleikara, mikla tónlistarmenn, til að spila og það skipti engum togum að upp hófst mikill fjöldasöngur og samverustundin varð alveg einstök. Þar sem ég bjó á Reyðarfirði í allmörg ár, þekkti ég næstum allt þetta fólk og það var mér mikil gleði að taka á móti þeim og reyna mitt til að gera stundina sem ánægjulegasta. Frábærir og lífsglaðir Austfirðingar á ferð sinni norður á Strandir. Fólk sem komið er af léttasta skeiði en kann svo sannarlega að njóta lífsins. Mikil gleði í hjartanu, eftir þennan dag. Takk fyrir komuna.
Á morgun kemur svo systir Vilborg norður og við ætlum að mála og njóta lífsins aðeins, fara í sund og fleira og halda okkur á beinu brautinni í matarræðinu !
Dásamlegir sumardagar þetta og ekki spillir fyrir að eiga afmæli í vikunni ..og svo kemur karlinn minn heim um helgina.
Gott spakmæli kemur að loknum góðum degi.
Hvort sem þú ert stórstjarna
eða liðsmaður skaltu deila
sviðsljósinu með öðrum og þú
munt alltaf hafa einhvern til að
deila með þér minningunum.
Með geislum frá blóðrauðu sólarlagi í Eyjafirði, bíð ég ykkur góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 10:57
Bloggleti,......
Vildi bara láta ykkur vita að ég er hress og kát.
Er að undibúa mig fyrir Norðurport sem verður opið í dag frá kl. 13:00 - 18:00.
Erum að fjölga dögunum til samræmis við skemmtiferðaskipin - svona prufa í júní, hvort einhverjir rekast inn gestir og gangandi ! Svo er auðvitað opið um helgina eins og alltaf.
Verður margt að sjá, gamalt og nýtt !
Góða helgi öll og sjáumst hress í sumarstuði !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2009 | 22:28
Nokkur orð....
Það er einfaldlega búið að vera mjög mikið að gera hjá mér síðan ég kom heim. Nú er ég að reyna að rífa upp sumarstemminguna í Norðurporti og fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins að koma um helgina.
Við vorum að enda við að koma fyrir flottu skilti sem hún Guðríður sem er útlærð í Norskri rósamálun hannaði og málaði - svo ætlum við í næstu viku að skreyta meira. Ég er búin að setja blóm í potta og svo kemur þetta eitt af öðru. Verður mjög fínt !
Ég hef haldið mínu striki í matarræðinu og þeirra fæðutegunda sem ég tók út sakna ég ekki ennþá. Ég hef ekki drukkið kaffi síðan áður en ég fór til Póllands, ekki borðað kartöflur, brauð nema speltbrauð engar mjólkurvörur, ekkert hveiti og engan sykur - einhver spurði "Hvað er þá eftir" en það er nefnilega það að nóg er eftir. Fékk mér margar gerðir af tei í Póllandi, hrökkbrauð og fleira og svo eftir að ég gat farið að læða inn kjöti og fiski hefur fiskurinn verið það sem ég borða mest af enda af nógu að taka þar. Kjúklingur er líka góður og svo allt þetta góða grænmeti sem er á boðstólum núna, tómatarnir og agúrkurnar, nammi. Já það er sko af nógu að taka.
Ég sakna þess á kvöldin núna að komast ekki í nuddið góða sem maður fékk á hverju kvöldi á U zbója, þvílíkt hvað það var gott eftir að það hætti að vera VONT ! Upplifun sem aldrei gleymist þessi Póllandsför og maður bara bíður eftir að komast aftur að ári sem ég vona að verði.
Ég er orðin "grasekkja" í bili því eiginmaðurinn skellti sér í frí til Portúgal, að heilsa uppá ættingja og vini - það er eitt sem maður sleppir svona í kreppunni að bruðla með ferð fyrir tvo. Þetta í fyrsta sinn í okkar búskapartíð sem við förum svona sitt í hvoru lagi til útlanda - líklega höfum við bara gott af því. En mikið hefði ég verið til í að hitta allt fólkið- en það kemur dagur eftir þennan dag.
Áður en varir verður kallinn minn komin aftur heim og allt eins og það var
Júní er yndislegur árstími og birtan og fegurðin engu lík - afmælið mitt er líka í júní og það er áfangi útaf fyrir sig ! Vonandi verður nóg af miðnætursól og gleði !
Svo er það Norðurport á morgun og vonandi verður nóg að gera.
Gullfalleg myndlistasýning hennar Sigurveigar Sigurðardóttur - Veigu er komin upp og það er enn ein sýningin sem eftir á að vekja athygli. Flott sýning í tilefni 75.ára afmælis listamannsins sem varð 75. ára þann 2. júní.
Annars er eins og allir séu núna að átta sig á því að það sé sniðugt að vera með markað og það virðist vera að koma mikil samkeppni á því sviði hér í Akureyrarbæ.
En ég hef hagsmuna að gæta og þó það spretti upp einn og einn markaður eina og eina helgi þá er bara að mæta því. Það er annað að fá pláss eina helgi á einhverju túni en að leigja sér húsnæði allt árið um kring og reka einn slíkan markað á ársgrundvelli. Þá virðast aðrir fá fyrirgreiðslu frá bænum og geta boðið sölufólki ókeypis pláss. Það segir sig sjálft að í slíku umhverfi verður erfitt um vik fyrir þá sem eru árið um kring í slíkum rekstri . Ég skil ekki alveg hvernig að þessu er staðið þar sem ég hef reynt að berjast fyrir því að fá aðstoð frá bænum og ekki fengið, þá geti hver sem er komið og skellt upp markaði með aðstoð bæjarins. Hjá mér hafa hins vegar verið fjölmargar konur í vinnu í allan vetur og það virðist ekki mikils metið hjá þessu bæjarfélagi og HANA N'Ú ! Á ég þá bara að loka mínum markaði þessa daga því auðvitað er freistandi fyrir sölufólkið að prufa annarsstðar sér í lagi þegar það kostar ekki neitt. Nei takk, það geri ég ekki þó ég standi ein eftir í Norðurporti, ég þarf að standa skil á leigu sem hinir þurfa ekki að gera.
Svo hefur fólk líka viljað vera í samstarfi við mig og hef ég um það tvö dæmi og það virði ég og er þakklát fyrir !
En auðvitað heldur maður áfram að berjast og er líklega ekki of góður til þess !
Þá hef ég ausið úr skálum reiði minnar í dag - eða þannig ! Er auðvitað bjartsýn á framtíðina og sæl í sinni þrátt fyrir allt - því ég veit að ég hef verið að gera góða hluti síðan ég byrjaði með Norðurport. Það hafa fjölmargir sagt mér og ég veit það í hjarta mínu.
Njótið kvöldsins og næturinnar og sjáumst sem flest í Norðurporti á morgun
Eitt kærleikskorn fyrir svefninn - sofið rótt !
Ég hef tíma til að gera allt sem mig langar að gera .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2009 | 20:28
Heim yfir höf og lönd....
Komin heim, eftir frábæra dvöl í U Zbója í Póllandi.
Þarna kom maður og hentist inn í heim sem maður þekkti ekki neitt. Fyrsta máltíð var lítt spennandi í mínum augum og fyrsta kvöldið hvarflaði aðeins einu sinni að mér "hvað ég væri nú virkilega komin út í " En síðan var það búið, þessi hugsun hvarflaði aldrei að mér aftur í ferðinni. Upp hófst ánægjuleg uppbygging í matarræði, hreyfingu og ánægjulegri samveru við þær ferðafélaga mína Vilborgu og Rósu.
Svo varð þetta fljótt eins og smurt, gönguferðir, morgunmatur, leikfimi, sund, nudd, gufa. Og svo auðvitað ógleymanlegu máltíðirnar sem alltaf voru með eitthvað óvænt handa okkur. Og svo má ekki ekki gleyma öllu skemmtilega fólkinu sem við kynntumst og var okkur afar vingjarnlegt. Sagt er að hláturinn lengi lífið og það voru ófá augnablikin sem við brustum í hlátur - Já, lífið er skemmtilegt.
Ég á mömmu minni þessa ferð að þakka og Vilborgu systur að ýta við mér að koma og greiða götu mína einnig. Mér finnst ég afar rík að hafa fengið að kynnast stórkostlegri samsetningu detox á U zbója, og vildi ekkert frekar en komast þangað aftur að ári. Því miður líklega ekki firr.
En það er líka gaman að koma heim og hitta fólkið sitt.
En nú skelli ég mér út á göngu með húsdýrið í kvöldsólinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 15:47
Sól í Póllandi....
Góður dagur hér og alltaf nóg að brasa. Ég var komin á göngu klukkan átta í morgun og labbaði nokkra kílómetra fyrir morgunmatinn í blíðunni.
Safakúrinn er fínn og ekki finnur maður fyrir hungri. Hann klárast á morgun en þar sem DR Boriz ætlar að tékka aðeins betur á heilsunni minni verð ég einungis á vatni og tei á fimmtudaginn og þá er einn dagur eftir á grænmeti og ávöxtum. Hvað þetta hefur liðið hratt. Svo verður maður auðvitað að fara hægt og sígandi inn í matinn þegar heim kemur. Sumt ætla ég algjörlega að taka út, það sem ég veit að bindur mest vatn í líkamanum og það sem ég veit að skilar sér bara beint utan á mann.
Það er nú ýmislegt sem má fjúka ! Í stað kaffis kemur te og s.f.r.v.
Fólkið hér í Póllandi er einkar elskulegt og vill allt fyrir mann gera. Þannig er að við matarborðið hjá okkur situr pólskur herramaður sem dreif okkur allar með sér og frúnni í kirkju á sunnudagsmorguninn, það var mjög mikil upplifun og síðan var okkur boðið í síðdegiste heim til þeirra hjóna til að hitta fleiri ættingja þeirra sem eru enskumælandi - það er mikill kostur að vera ekki í stórum hópi Íslendinga, því þannig kynnist maður frekar landi og þjóð.
Knús til ykkar dúllurnar mínar og verið góð hvort við annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2009 | 13:53
Ein vika á U Zbója....
Í dag er vika síðan við komum hingað til Póllands. Þetta hefur verið mikið upplifelsi fyrir mig - vægast sagt en samt svo auðvelt.
Dagarnir líða fljótt. Það er skipulag á þessu hjá okkur og við höfum verið duglegar í sundinu og svo hefur Dr Boriz tekið tíma þessa firri viku hjá mér. Síðan er það leikfimi í skóginum, nudd á hverju kvöldi, gufa ,síðan fót og handsnyrtingar og nefnið það hvað hægt er að gera hér. En auðvitað er það númer eitt að taka meðferðina alvarlega og maturinn spilar þar auðvitað líka stærstu rulluna.
Við höfum auðvitað haldið þetta allt með sóma og árangurinn er farin að sjást. Ég lít því á þetta sem góða byrjun á því að ná betri tökum á heilsunni. Öll þessi meðferð er farin að sjást. Til dæmis þannig að allur bjúgur hverfur og maður finnur að maður er aldeilis að hreinsast í húðinni og líðanin en mjög góð. Nætursvefninn góður, engar áhyggjur eða truflun og allt svona á rólegu nótunum. Við erum mjög samtaka allar þrjár um að það sem skiptir mestu máli er að fá allt það út úr þessari dvöl sem við getum fengið.
Við þurftum að skreppa í banka áðan og tókum leigubíl og fengum auðvitað nesti í poka hver og ein, epli safa og tómata. En ekki vildi betur til en svo að nestistaskan varð eftir í leigubílnum sem átti svo að sækja okkur tveim tímum síðar. En við fengum okkur vatn, settumst síðar inn á veitingastað, því úti var rigning. Fengum okkur te og horfðum á fólkið í kring um okkur næra sig á hinum ýmsu réttum. En það var alveg í fínu lagi og við sötruðum okkar te og fengum okkur svo epli þegar bíllinn kom aftur
Svo er það stóra spurningin hvað verður á kvöldverðarborðinu í kvöld. Súrglás, súpa, heitar rauðrófur eða rófur, soðið hvítkál eða kálbögglar í aðalrétt.......???? Svo eru auðvitað allir næringarsafarnir og grænmetissalötin í hliðarrétti,hrái hvítlaukurinn, tómatarnir og súru gúrkurnar. Verðið þið ekki svöng af upptalningunni ! Í morgun fengum við soðnar gulrætur og allt er þetta að sjálfsögðu ósaltað.
En nú skal haldið inn í aðra viku bjartsýnn á áframhaldandi gott gengi og svo höldum við hressar heim næstkomandi laugardag. Það verður gaman að koma heim og geta litið stoltur til baka vitandi það að maður hafi gert sitt allra besta til þess að laga heisluna. Því auðvitað þarf heilsan að vera númer eitt. Ég hef fundið það hjá nuddaranum mínum að ég var orðin ansi stíf og stirð og þá sérstaklega í herðum og baki. En það er allt að lagast
Bestu kveðjur heim og líði ykkur sem allra best
Ég ætla að búa til eitt kærleikskorn þar sem allt slíkt sem ég á, á rituðu máli er geymt heima.
Fólkið í ókunna landinu er fullt af kærleika hjálpsemi og hlýju, það er gott að finna. Því öll erum við manneskjur hvar í heimi sem við dveljum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2009 | 20:57
Frá U Zbója....
Dagur að kveldi komin -
Eftir þessa daga hér síðan á laugardaginn erum við systur og ferðafélagi okkar, hún Rósa bara í góðum málum.
Það er lífsreynsla útaf fyrir sig að upplifa þennan stað sem er einkar friðsæll og fallegur. Og detox meðferðin sem byggir á gömlum austur evrópskum fræðum er afar athyglisverð. Maður kemur hér inn og fer í einu og öllu eftir því sem fyrir mann er lagt og ég verð að segja að það er ótrúlega auðvelt. Allt vinnur þetta saman, matarræðið, nudd ( ekkert venjulegt nudd, heldur "pein" í klukkutíma) og svo önnur meðferð.
Auðvitað er maturinn manni mjög framandi og bragðlaus í byrjun en það venst og við höfum ekki verið svangar hingað til. Ég borðaði frekar lítið fyrstu tvo dagana en svo kemur þetta allt saman.
Við höldum áfram í grænmetinu og ávöxtunum og svo er margt fleira verið að gera. Synda og ganga, fara í nudd og gufu hvíla sig vel.
Í næstu viku á svo að fara á safa í þrjá daga (maður ræður því að vísu) þannig að við munum eingöngu nærast á þeim þann tíma. Auðvitað næringarríkir drykkir þrisvar á dag.
Mér er sagt að það sé bara góð hvíld frá hinum réttunum ! Súrglásinni, soðnu rauðrófunum og soðna kálinu.......
Sendum ykkur kærar kveðjur héðan frá U Zbója í Póllandi og verið góð hvort við annað.
Góða nótt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)