Þú ein ert mín......

Þannig byrjaði eitt ástsælasta lag Hljóma frá Keflavík - gaman að sjá þáttinn í kvöld á RÚV um ferðalag þeirra á slóðir Bítlana ! InLove 

Ég er komin í páskafrí en ég hef verið "vakin og sofin" í Norðurporti undanfarna 3. daga. Fyrst var það Taílenska kvöldið s.l. fimmtudagskvöld sem heppnaðist mjög vel og svo var markaðurinn líka opin í gær og í dag, mikið rennirí í gær en minna í dag - enda hátíð framundan, fólk lét þó ekki hjá líða að ná sér í hákarl og harðfisk og fleira í Norðurporti fyrir hátíðina. Skemmtilegir dagar og lærdómsríkir.

Sölufólkið í Norðurporti var kátt og var með allskonar vörur og það gladdi mig mjög að fá listakonuna Svövu K. Egilsson með sínar fínu vörur undir merkinu "Gallerí Grýla" til okkar svo og alla hina sem komu með allskonar vörur í sölubása Norðurports. 

Sýningin " Lagt af stað...... " kvaddi í Kaffi Port og það voru margir sem söknuðu mynda þeirra hjóna Magnúsar og Dagbjartar en í staðin kom Benedikt Hallgrímsson og sýnir hann ríflega þrjátíu vatnslita, olíu og akrílmyndir í Kaffi Port.  Gaman að því.

Ég vil bara þakka öllum þeim sem komu að þessa daga  og sérstaklega Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem studdi mig með ráðum og dáð í sambandi við Taílenska þjóðakvöldið Heart Svo og öllum hinum sem þar komu nálægt ! Yan, Anghana og Nareearat + allar hinar TAKK ! Ógleymanlegt kvöld, góður matur og skemmtileg samvera. Mikil vinna en upp úr stendur ánægjan með vel heppnað kvöld.

Það er mín skoðun að það að geta notið samverustunda með fólki af öðru þjóðerni geri ekkert annað en að auðga andann og hjálpa okkur öllum til að kynnast menningu þess fólks sem hingað leitar af einni eða annarri ástæðu. Líka hjálpar það því fólki, að skilja okkur. Meira af þessu - vonandi hjá okkur í Norðurporti - áður en árið er liðið.

Nú er bara að njóta páskana í faðmi míns heittelskaða og fá svo fleiri fjölskyldumeðlimi til okkar á morgun í mat og þess vegna ætlar þessi þreytta en hamingjusama kona að koma sér í hvíld og usssss...ég verð að taka heimilið aðeins í gegn í firramálið en vonandi fyrirgefst mér það þrátt fyrir hvíldardaginn heilagan. Læt þó ekki hjá líða að hlýða á fallega hátíðatónlist í firramálið á RÚV og morgunmessuna. Það er ómissandi.

Gleðilega páska öll sem eitt sem hér lítið við og njótum samverustunda og gleði páskahelgarinnar. Bloggvinir, ættingjar og vinir nær og fjær !

Gleðilega páska !

Heart

 

 

 


nordurport.is

Mikið að gerast um helgina.

Tailenskt þjóðarkvöld á morgun frá kl. 18:00 -22:00. Flottir réttir á góðu verði.

Föstudagur opið frá kl. 12:00 - 17:00 ný myndlistarsýning. Benedikt Hallgrímsson opnar sýningu sína. Opið verður einnig á laugardag frá kl. 11:00 - 17:00

Flottar vörur - frábært sölufólk - lifandi markaður.

Sjón er sögu ríkari !

nordurport.is

Heart

 


Akureyri í dag....og næstu daga......

Það er lítill tími til að blogga þessa dagana enda búin að hella mér í verkefni sem krefst mikils tíma Cool og það bitnar að sjálfsögðu á blogginu og mörgu öðru !

Helgin var frábær og margt um manninn í Norðurporti. Stefnir í stóra helgi næst og ég byrjaði að undirbúa hana fyrir nokkru og er búin að sitja við í morgun. Ma ma ma maður bara sefur ekki orðið fyrir þessu. Happy

Bendi ykkur á nordurport.is til að skoða það sem framundan er, en þangað safnast upplýsingar í dag og næstu daga. Ætla ekki að þreyta ykkur á sömu upptalningu hér líka Smile En spennandi helgi byrjar á fimmtudagskvöld kl. 18:00 Whistling

Spakmælið í dag segir:

Nægur tími felst ekki í því

að vinna lengur heldur með

góðri skipulagningu og réttri

forgangsröðun.

Kemur sér vel að hafa þetta í huga þegar maður er svona önnum kafin !

Njótið dagana og eigið góða daga hvar sem þið ætlið nú að dvelja um páskahelgina. Smile

Ég verð að vinna en á páskadaginn verð ég að sjálfsögðu í fríi og við fáum til okkar góða gesti í kvöldmat þar sem Hulda og fjölskylda ætla að koma InLove En ég ætla að sjálfsögðu að reyna að sjá meira af þeim en bara þá !

 

 


Norðurport 4 - 5 apríl.

Vinsamlega skoðið á nordurport.is hvað er um að vera um helgina. Hellingur að gerast. Fullt af flottu fólki að selja !

Sjáumst !


Enn snjóar fyrir norðan...

Jú, það snjóar ennþá - Einhvernvegin finnst mér í minningunni að oft hafi það nú gerst í mars, þegar maður er farin að vonast eftir vorinu. Þannig er þetta bara og aðeins eitt sem maður veit, að á eftir vetri kemur vor, hvenær sem það verður þetta árið. Gott annars fyrir skíðasvæðin hér norðanlands og páskana.

Ég sit hérna og var að horfa út um gluggann á bjartan morguninn. Það er nánast logn og snjókornin dansa í loftinu - fallegt. Fólk á ferð, fáir gangandi en mikil umferð af bílum, fólk á leið í vinnu. Ég var einmitt að sjá síðasta launaseðilinn minn frá bankanum - svo næst er það að fara á atvinnuleysisbætur ef ekki rætist úr með vinnu. Skrítin tilfinning, það öryggi sem maður hafði þó er horfið og nú tekur óvissan við - vinna - ekki vinna....Ég hef verið að sækja um það sem ég hef séð auglýst og litist á, því það er langt í frá að mig langi til að lenda á atvinnuleysisskrá í fyrsta sinn á ævinni. Einhversstaðar las ég að konur sem komnar væru yfir 55 ára aldur og misstu vinnuna kæmu ekki til með að fá vinnu aftur. Þessu vil ég ekki trúa firr en í fulla hnefana og hef fullan hug á að afsanna þessa kenningu Wink

En ég get sagt ykkur að brasið mitt með Norðurport í vetur hefur alveg bjargað mér - .  Sá félagsskapur sem þar er og reynsla hefur skilað mér miklu. Að Norðurporti kemur gott fólk og alltaf er maður að kynnast nýju fólki í hverri viku. Vonandi tekst mér að reka Norðurport áfram og láta það ganga, þó launin séu engin, ennþá allavega.

Þetta var svona smá morgunhugleiðing - það er svo gott að hugsa á morgnanna svona einn með sjálfum sér Smile

Set hér inn spakmæli dagsins:

Bænin setur vandamálin í rétt

samhengi og varpar á þau

nýju ljósi.

Megi dagurinn verða ykkur ljúfur og góður og hugsum vel hvort um annað Heart


Letilíf í dag....

Þegar búið er að loka í Norðurporti klukkan 5. á sunnudagur hefst helgin hjá okkur "staffinu" þar. Þá hittumst við iðulega í Bónus á leiðinni heim og erum þá að versla helgarinnkaupin okkar. Þá er gott að hugsa til þess að eiga einn til tvo rólega daga heima við og safna kröftum fyrir næstu daga og næstu helgi. Happy

Laugardagurinn var nokkuð fjörugur en í gær var hálf leiðinlegt veður svo það var frekar rólegt af gestum. En það stefnir í fjöruga helgi næst og það er nú reynslan víðast hvar að síðasta helgi hvers mánaðar er yfirleitt í rólegri kantinum.

Við látum engan bilbug á okkur finna og höldum ótrauð áfram okkar verkefni !

Njótið dagsins og vonum nú að veðrið fari að lagast á norðurlandinu Heart

Stella mín á afmæli í dag, hef ekki náð í hana í dag og eitthvað vesen að komast inn á Facebook þar sem okkar tölva var að koma úr yfirhalningu, hringi á eftir Stella mín en ef þú lest þetta áður þá bara "Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn þinn Stella mín ! Frá okkur heima í Vestursíðunni !"

 

 


Norðuport....

Svo er að muna að það verður auðvitað opið hjá okkur um helgina og þið getið séð nánar um það hvað verður um að vera hjá okkur á nordurport.is

Eins og venjulega, nýtt og gamalt og gott í gogginn !

Kaffi Port opið, heitar vöfflur og kaffi o.f.l. og myndlistasýningin "Lagt af stað......" En það eru listamennirnir og hjónin Magnús og Dagbjört sem sýna.

Sjáumst í Norðurporti !

 


Norðlenskur heimur .....

Einmitt - var að koma frá því að skoða "Heim hafsins" sætu nýju fiskbúðina á Tryggvabrautinni. Það ætla ég að vona að þessi búð sé komin til að vera, hvað er skrítnara en það að það skuli ekki hafa verið fiskbúð á Akureyri til nokkurra ára.

Svo fer maður til Reykjavíkur og getur ekki hamið sig þegar maður fer í fiskbúð því þar er allt til .......við hjónin höfum t.d. keypt okkur saltaðar kinnar í Reykjavík fram að þessu. Ég ætla að vona  að þessi búð vaxi og dafni og verði áfram. Þeir sem aldir eru upp við það að geta skroppið í fiskbúðina eins og við gerðum t.d. á Siglufirði geta seint sætt sig við að geta ekki skroppið og keypt sér í soðið, án þess að þurfa í stórmarkað til þess.

Til hamingju með þetta framtak kæru hjón og gangi ykkur vel ! Ég verð tíður gestur ! Reyktur fiskur, ný ýsa, saltaðar kinnar, rauðspretta, rauðmagi.... hrogn og lifur, fiskfars .....nammi..........Smile og verðlagið var alveg til að toppa heimsóknina.

Spakmæli dagsins:

Veittu kærleika, innblástur, trú og

hvatningu í líf þeirra sem þú umgengst.

Búin með skattaskilin og er glöð með það.

Njótið dagsins, öll sem eitt Heart

 


Góður dagur....

Ég kveikti á perunni um síðustu helgi að það var komin tími á skattaskil, eins og venjulega tekst mér að geyma þetta fram á síðustu stundu - skil ekki alveg hvað mér leiðist þetta þar sem þetta er nú ekki mikið mál þegar á hólminn er komið, að vísu þarf ég að skila rekstrarskýrslu núna vegna Norðurports en held að það verði nú ekki mikið mál. Klára þetta í vikunni, varð mér úti um frest í viku. Blush Í morgun gekk þetta allavega vel, vantar smá upplýsingar og þá verður málið bara dautt eftir það !

Það er svo miklu skemmtilegra að fara út að ganga, dunda heima, gera það sem gera þarf og svona, en skýrsluna þarf að gera svo...... þá það !

Enn stefnir í góða helgi hjá okkur í Norðurportinu og vikan verður búin áður en maður veit af. Það er allt komið á fullt skrið með þjóðarkvöldið þann 9.apríl svo ég sé ekki annað en að við skellum því á. Sölufólkið er spennt og þetta verður án efa skemmtilegt kvöld.

Spakmæli dagsins í dag kemur hér:

Þú uppskerð eins og þú sáir.

Guð launar þér, ekki bara hér

og nú, heldur um ókomna framtíð.

Eigið góðan dag. Er farin í bankann og ýmsar útréttingar Heart

 

 

 

 


Frakkinn flogin burt....

Það hringdi í mig franskur blaðamaður í dag og vildi fá að mynda í markaðnum Norðurporti og taka viðtal við mig en þar sem það er einungis opið þar um helgar frestaði hann því. Hann vildi taka myndir þegar sölufólkið er á staðnum og allt á fullu. Hann tók með sér póstfangið mitt og símanúmer og ætlar að reyna síðar.

Dagurinn minn var því æði rólegur og góður og ég lúllaði frameftir og fékk mér góðan göngutúr eftir hádegið.

Bara ljúft ! Meira fljótlega.

Megið þið eiga góða nótt Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband