21.3.2009 | 09:04
Opið í Norðurporti um helgina............
Minni á að Norðurport er opið í dag frá kl.11:00 - 17:00 og á morgun sunnudag frá kl.12:00 - 17:00.
Allskonar varningur.
Endilega að kíkja til okkar þið sem eruð á ferðinni og það er gott að fá sér kaffisopa í Kaffi Port, skoða myndlist og slaka á.
Sjáumst hress, njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2009 | 11:17
Lóan komin.
Mikið eru það alltaf góðar fréttir þegar maður sér eða heyrir að heiðlóan er komin til landsins.
Það hlýtur að vera best að búa á Höfn í Hornafirði, því þangað kemur vorboðinn fyrstur
Þetta segir okkur að við getum farið að búast við batnandi tíð með blóm í haga !
Spakmæli dagsins í dag:
Bíddu ekki eftir að vináttan
komi til þín. Farðu til hennar.
Eigið sem bestan og gleðiríkastan dag
![]() |
Lóan er komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2009 | 22:44
Kveðja til Danmerkur og fréttir...
...jamm, þið þurftuð bara að fara af skerinu til þess að það seldist mynd. Ég lofaði að láta listamennina sem eru að sýna í Norðurporti vita ef það seldust fleiri myndir af sýningunni "Lagt af stað......" Þar sem þau eru nú í Dk nota ég auðvitað bloggið til þess. Myndin "Hraun" seldist í dag og það var listamaður sem keypti og var líka mikið að velta fyrir sér sjómyndinni hans Manga.
Til hamingju með þetta og það er gaman að geta sagt ykkur þessar fréttir. Njótið frísins og knús í bæinn.
Bloggar | Breytt 20.3.2009 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 19:44
Þankar í miðri viku....
Þankar....
Það var svo mikið umleikis í kring um mig og Norðurportið fyrir og um síðustu helgi að ég tók mér smá pásu á blogginu !
Þurfti aðeins að ná áttum og hugsa. Það var mikið hringt í mig út af viðtalinu í útvarpinu og "Brostu" verðlaununum, og fyrir það er ég auðvitað mjög þakklát og glöð en svo heldur bara lífið áfram og baráttan fyrir áframhaldandi góðu gengi og þá er um að gera að vera með báða fætur á jörðinni.
En þetta var skemmtileg helgi og mikil umferð í Norðurporti eins og ég sagði ykkur frá. Hvíldardagurinn minn var mánudagur og var hann kærkominn. Það var gott að lúra aðeins frameftir og fá sér svo góðan göngutúr.
Nú er komin miðvikudagur og ég var að klára að setja niður næstu helgi og nú þegar er næstum orðið fullt í básum og á borðum. Á einn bás og þrjú borð eftir. Já, tíminn æðir áfram og næstum komnir páskar og gaman hvað allt gengur vel.
Og í dag er hlýtt og gott hér fyrir norðan og maður finnur aðeins fyrir því að vorið er að nálgast. Skelfing verður gott að fá sól á vanga. Einhvernvegin finnst mér þessi vetur búin að vera langur, þrátt fyrir allar annirnar en samt finnst manni hver vika æða áfram ! Skrítið .....
Ég pantaði mér í dag garð hjá Akureyrarbæ, til grænmetisræktunar í sumar svo við hjúin getum skellt okkur í moldina og orðið svolítið búsældarleg með haustinu. Ekki ónýtt að eiga góðar kartöflur og grænmeti fyrir næsta vetur. Mig hefur oft langað í svona garð (þar sem við búum í blokk) en það hefur ekki verið í boði hér á Akureyri firr en nú og ég fagna þessu framtaki og vona svo sannarlega að ég fái garð, því það voru auðvitað mjög margir sem pöntuðu og það þurfti að bæta við garðplássi vegna mikillar eftirspurnar. Svona kemur sjálfsbjargarviðleitnin upp í mönnum þegar illa árar.
Var annars að láta mér detta í hug svolítið skemmtilegt til að vera með í Norðurporti fyrir páskahelgina - vona að það takist. Hugmyndin er að hafa opið að kvöldi 9. apríl, vera með markaðinn opin og hafa Taílenskt þjóðarkvöld, þar sem boðið verði upp á mat og tónlist frá
Taílandi í Kaffi Port ! Hvernig líst ykkur á þá hugmynd ?
Ég er búin að orða þetta við þrjár konur frá Taílandi sem eru að selja hjá okkur og tóku þær vel í málið. Svo nú er bara að fara að koma þessu á kortið. Já, ég finn mér alltaf eitthvað til og veit að þetta útheimtir meiri vinnu en í staðin kemur ánægjan af því að gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi fyrir markaðinn og fyrir þá sem hafa gaman af því að koma í Norðurportið. Síðan verður opið í Norðurporti á föstudag og laugardag en lokað á páskadag. En það eru ennþá nokkrar vikur til stefnu en þar sem tíminn æðri áfram þarf maður að hugsa allt með góðum fyrirvara.
Vona að dagurinn verði ykkur góður og kvöldið með.
Spakmæli 15. mars sunnudagsins var svona:
Menn minnast ekki merkra manna
og kvenna í sögunni vegna mistaka
þeirra, heldur vegna þess að slíkt fólk
lætur ekki hugfallast, heldur stefnir
ótrautt áfram að settu marki.
Í dag 18. mars.
Trúin gefur okkur hugrekki til að
takast á við hið ómögulega og
einbeitingu til að sjá fyrir endann
á því.
Sofið rótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2009 | 19:33
Þakklæti....
Ég er þakklát fyrir alla þá athygli sem ég og við í Norðurporti höfum fengið þessa dagana. Fyrst "Brostu verðlaunin" frá Vikudegi og Ásprent Stíl ehf og viðtal og mynd í Vikudegi - takk. Síðan útvarpsviðtal í þætti Margrétar Blöndal í morgun á rás 2. Annað stórt takk fyrir það. Ég kom reyndar sjálfri mér svolítið á óvart þar en það var nú líka henni Margréti Blöndal að þakka hversu vel þetta viðtal gekk. Einkar viðkunnanleg kona og það var svo gott að spjalla við hana.
Enda varð þessi helgi sú stærsta hjá okkur til þessa. Það var fullt útúr dyrum í gær og óvenju mikil umferð í dag af sunnudegi að vera og því að sólin skein og það var mjög gott skíðaveður. Mikill er máttur fjölmiðlana og maður skyldi aldrei vanmeta þá.
Þakklæti er móðir margra tilfinninga og ég leit stolt yfir salinn í dag og hugsaði með mér að það væri sko aldeilis þess virði að vinna að þessu verkefni áfram þó launin væru engin, og ég ætla að berjast fyrir því að Norðurport geti gengið áfram. Það er gleðin sem þar ræður för. Gleðin yfir því að vera á meðal góðs sölufólks og fá að hitta allt þetta fólk sem kemur í heimsókn. En svo er líka sagt að það taki nokkra mánuði til ár að koma fyrirtæki á koppinn. Ég byrjaði í desember (undirbúning að vísu í endaðan október) og núna er bara mars !
Takk fyrir frábæra helgi og takk til allra sem hafa hringt og sent mér falleg orð í kjölfar alls þessa.
Þið eruð best og mikið er maður ríkur að eiga góða að, innan fjölskyldu sem utan
Njótið kvöldsins og næturinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2009 | 08:30
Laugardagur...
Heilsar á Akureyri með ágætisveðri, en mér sýnist vera vont veður víða eftir að hafa kíkt í blöðin.
Vildi bara minna á að Norðurport er opið frá kl.11:00 - 17:00 í dag og á morgun frá kl. 12:00 - 17:00
Set svo spakmæli dagsins:
Það er aldrei of seint að reyna
að bæta sig í hjónabandinu eða
öðrum mannlegum samböndum.
Njótið dagsins og sjáumst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 11:44
Þá er það frá....
Held að þetta viðtal hafi gengið ágætlega en það er ykkar að dæma ef þið opnið nú fyrir rás 2 á sunnudagsmorguninn. Hún Margrét Blöndal er svo notaleg kona að það er ekki hægt annað en láta sér líða vel hjá henni
Svo bíður mín stór gólfflötur að skúra í Norðurporti í dag svo nú er að drífa sig í vinnugallann og láta hendur standa fram úr ermum. Það er aftur fullt á öllum söluborðum á morgun !
Megið þið njóta dagsins og helgarinnar og hugsið vel hvort um annað
Fletti dagatalinu af handahófi og upp kom 22.október, akkúrat dagsetningin sem var þegar ég missti vinnuna á síðasta ári:
Hugsaðu þér að lífið sé leikur:
Hvert vingjarnlegt orð færir
þig fram um einn reit, hvert
kærleiksverk færir þig fram um tvo
reiti, hvert nöldur eða særandi orð
færir þig aftur um einn reit. Leiktu
til sigurs.
Og spakmæli dagsins í dag er:
Fólk sem snýr sér til Guðs
í leit að tilgangi lífsins.
verður alltaf ung í anda.
Svo mörg voru þau orð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2009 | 22:26
Svitn....svitn...
Hm...það var nefnilega hringt í mig í dag og mér boðið í útvarpsviðtal klukkan 10. í firramálið.
Vona að það gangi bærilega er svo sem ekki mjög sterk á svellinu þar - en ég læt mig hafa það og mæti að sjálfsögðu Það bjargar mér að ég fæ að tala um Norðurport aðallega held ég og þar sem það er mér mikið áhugamál vona ég að þetta sleppi til.
Sendið mér endilega frómar óskir, læt svo vita hvenær þið fáið að heyra herlegheitin (sem betur fer ekki bein útsending) - allavega ef þið hafið áhuga !
Var að koma af rósamálunarnámskeiðinu, gaman en þetta er heilmikil kúnst og ólíkt því sem ég hef nokkru sinni málað, ég vona að mér takist að klára það sem ég er byrjuð á. Stórum trébakka sem ég er búin að eiga allan minn búskap. Er svona að hressa hann við enda orðin gamall og lúinn.
Megið þið eiga góðan nætursvefn og góða drauma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2009 | 11:43
Góðan og blessaðan daginn...
..það er þó frekar kaldranalegt úti en þetta er landið okkar með öllum sínum kostum og göllum ! Maður setur það ekkert fyrir sig klæðir sig bara betur.
Við hjónin fengum skemmtilega heimsókn í gær. Góð vinkona mín sem ég kynntist fyrir austan kom í kvöldmat ásamt manni sínum en eiginmaðurinn minn tók að sér eldamennskuna. Þetta var ánægjulegt kvöld, við höfðum ekki hist nema einu sinni eða tvisvar eftir að ég flutti hingað norður. En bæði unnum við saman á Egilsstöðum um tíma og síðan lágu leiðir okkar beggja til Reyðarfjarðar þar sem vináttuböndin efldust. Bara takk fyrir komuna bæði tvö og rosalega var gaman að hitta ykkur.
Spakmæli dagsins í dag:
Geislandi bros leiðir af sér sanna
gleði sem breiðist út til annarra.
Svo er bara að drífa sig í gallann og fara út að labba.
Njótið dagsins og farið vel með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 14:45
Jebb...komin heim..með...
Það var hringt í mig í morgun frá Vikudegi, það var hann Kristján að tilkynna mér að ég hefði fengið verðlaun, "Brostu verðlaun" febrúar mánaðar 2009. sem að standa Vikudagur og Ásprent - Stíll ehf.
Það var því "brosandiútaðeyrum" kona sem tók við verðlaunaskjalinu í Norðurporti í dag !
Þetta er í annað skipti sem þessi verðlaun eru veitt og eru veitt fyrirtækjum eða einstaklingum sem hafa með einhverjum hætti verið einstaklega bjartsýn og jákvæð.
Það er mér mikill heiður og hvatning að taka við þessum verðlaunum og það er gaman að sjá á verðlaunaskjalinu mínu, að þar stendur á eftir nafninu mínu...fyrir framlag sitt til samfélagsins. Þessi orð eru svo falleg - því að ég veit og hef séð í Norðurportsstarfinu mínu að þar er meðal annarra sölufólk sem fer nánast ekkert annað en á markaðinn um helgar til að selja og finnst svo gaman að koma og hitta annað fólk. Ég er stolt því ég veit að það að vera í Norðurporti gerir mörgum gott. Þar ríkir bræðralag og góður andi ! Mér finnst ég vera að gera gagn.
Skjalið mitt fína fer að sjálfsögðu upp á vegg í Norðurporti, okkur til áminningar um að verið sé að vinna gott starf.
Bara - takk fyrir mig, þetta var frábært og það er líka frábært að hún mamma mín er 88 ára í dag.
Það var gaman að geta sagt henni þessar fréttir um leið og ég óskaði henni til hamingju með daginn.
Í kvöld hefst námskeið í norskri rósamálun í Norðurporti og ég ætla að sjálfsögðu að mæta og taka þátt, það er hún Guðríður Steindórsdóttir sem lærði í Noregi sem ætlar að kenna okkur listina að mála á tré eitthvað fallegt. En hún hefur einmitt verið með fallegu trévörurnar sínar til sölu í Norðurporti annað slagið.
Það er glöð kona sem nú ætlar að taka sér góðan göngutúr í góða veðrinu, nú er farið að hlýna úti.
Ætla samt að stelast til að setja spakmæli morgundagsins hér á eftir:
Forystuhæfileikar snúast ekki um
það að vera bestur, heldur að
draga fram það besta í fólki.
Njótið þess sem eftir er af deginum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)