3.2.2009 | 20:20
Gullfiskaminni landans...
Já, það er fljótt að gleymast sem dunið hefur yfir þjóðina og eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Fólk engist um í atvinnuleysi og bágbornum fjárhag. Og hvað vill þjóðin "Sama graut í sömu skál " ??
Ég vil ekki trúa því að meirihluti þjóðarinnar muni kjósa þennan flokk í næstu kosningum - ef í það stefnir mun ég ekki ganga að kjörborði í vor. Ég er einfaldlega búin að fá nóg. Ég hélt að búsáhalda byltingin hefði verið til einhvers - svo einföld var ég og er !
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 11:17
Þriðjudagur...
Hef eitthvað verið löt við spakmælin undanfarið. Ætla samt að setja hér eitt og eitt.
Þetta var fyrir gærdaginn.
Reiði og beiskja yfir ranglæti liðins
tíma eru eins og þungar byrðar sem
hvíla á okkur og lama andlegt þrek.
Þegar því fargi er aflétt öðlumst við
aftur frelsi andans sem við áttum áður.
Passar vel við færslu gærdagsins um atvinnulausa.
Eigið góðan dag og farið vel með ykkur í frostinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 19:33
Tími til komin....
Það kom að því að Akureyrarbær tók við sér. Ég er búin að vera atvinnulaus frá því í október (fyrir utan þá sjálfboðavinnu sem ég hef verið að vinna, þar sem Norðurport er).
Stuttu eftir að ég missti vinnuna fór ég á atvinnumiðlun bæjarins og fór mjög vonsvikin þaðan út, þar sem mér var nánast sagt að bíða bara þar til ég léti skrá mig með vorinu. Mig langaði virkilega til þess að hitta fleiri í sömu sporum en fór ein á Bláu könnuna þennan morgun, fékk mér kaffibolla og las blöðin. Mér fannst ég vera alein í þessum sporum !
Nú er komin febrúar og ég er búin að finna mér einhvern farveg, allavega svona um helgar en mig vantar ennþá atvinnu.
Veit ekki hvort ég fer í Glerárkirkjuna, mér finnst þetta ansi seint, fyrir mig allavega.
Ég hef lært að fylgjast með auglýsingum og sett mér rútínu þar sem ég reyni að einangra mig ekki og lifa lífinu nokkuð eðlilega....kemur í ljós hvað ég geri með að hitta aðra sem eru atvinnulausir.
![]() |
Glerárkirkja opnuð fyrir atvinnulausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2009 | 15:15
Vinnuhelgi liðin....
...helgin leið hratt og við höfðum alveg nóg að gera. Það var stöðug aðsókn og sérstaklega á laugardeginum. Þrátt fyrir að þá væri leiðinlegt veður.
Í Kaffi Port seldist vel og Solla var með ýmislegt góðgæti. T.d. Vöfflur með rjóma og rjómapönnukökur, flotta marengstertu sem bráðnaði í munni. Einnig heitt ávaxtapæ með rjóma og skúffuköku. Að sjálfsögðu einnig kaffi, te, svala og gos. Flott hjá henni.
Sýningin hennar Friðriku vakti athygli og við vorum ánægðar með útkomuna eftir helgina.
Smá þreyta að gera vart við sig eftir at síðustu vikna, en við tókum þetta nú samt á löngum tíma og það var aldrei mikið stress í gangi.
Svo er það bara bankinn í dag og skrifstofuvinnan og einnig að reyna að gera eitthvað heima.
Síðar í vikunni tiltekt og undirbúningur fyrir næstu helgi.
Njótið dagsins dúllurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 23:27
Eurovision....
.....nördinn verður að tjá sig.
Hera númer tvö í DM. Flott lag.
Jogvan var að slá í gegn hér heima í kvöld - Flott lag....verð að segja það ! Hann er bara frábær söngvari ...
Ég á fleiri uppáhaldslög í þessari keppni.....
Þau eru nokkur sem eiga eftir að lifa. Easy to fool, flott lag einnig, Undir regnbogann og Is it true.... og fleiri.....Cobwebs.....gott lag líka....og.......þau eiga eftir að lifa lengi, flest þessara laga.
Amman talaði við elstu barnabörnin sem voru henni nokkuð sammála. Náði ekki í Stellu, helsta fjölskyldu nördinn sem var ekki heima.....Vilborg er líka hálfgerður nörd talaði við hana og hana mömmu mína elskulega líka, við skiptumst líka á skoðunum um keppnina í kvöld. (mamma verður bara 88.ára í ár) Maggi frændi er líka nörd, Solla systir líka, vona að hún hafi náð þessu
og. ...og...Þessi eurovision áhugi er nefnilega í ættinni ! Megi bara besta lagið komast áfram og "thank god" Það er ekkert Silvíu nætur show þetta árið.
Sem maður þarf að ergja sig á.....
Vil bæta því við að Fósturjörð er tilvalið til þess að verða nýr þjóðsöngur okkar. Er ekki allt annars nýtt í þessu þjóðfélagi - enda erfitt fyrir hvern sem er að syngja gamla þjóðsönginn okkar !
Eigum við annars ekki frekar að segja aðdáendur en nördar - ?
Dæmi svo hver fyrir sig...
Góða nótt
Bloggar | Breytt 1.2.2009 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.1.2009 | 22:16
Fyrsti dagur á nýjum stað.....
...allt gekk vonum framar, aðsókn góð og dagurinn í alla staði skemmtilegur. Ég er í hátíðarskapi. Við sem höfum staðið í þessum undirbúningi öllum, óskuðum, að vonum í morgun hvor annari "Gleðilegrar hátíðar "þegar við mættum á staðinn.
Vonum að framhaldið verði eins.
Þreyttar en ánægðar héldum við heim í kvöld með fleiri hugmyndir varðandi næstu helgi. Margrét hefur sterkan hug á að opna "Matvöruhorn" (soðið brauð, reyktan silung, harðfisk, hákarl, kartöflur....) Megi dagurinn á morgun verða jafn ánægjulegur og dagurinn í dag.
Örn Ingi kveður svo á, að systkina hittingur verði að vera hér mjög fljótlega og fjölskylda mín verði að sjá hvað hér er að gerast ! Hann var að sjálfsögðu mættur til að filma herlegheitin. Alltaf jafn flottur !
Eigið góða nótt og góðan morgundag.
Spakmæli dagsins:
Líttu lengra en til þess sem
einstaklingurinn er í dag og
sjáðu hvað hann gæti orðið
á morgun.
Hittir alltaf í mark, spakmælið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2009 | 20:04
Allt klárt....
Þá er þessum vinnudegi lokið og betra verður þetta ekki að sinni, við erum hagsýnar og bætum svo bara smátt og smátt við því sem betur má fara.
Solla stóð í stórbakstri, töfraði fram hverja kökusortina af annarri og við hinar vorum í snúningum að redda hinu og þessu. Eldvarnareftirlitið mætti á svæðið og tók út húsnæðið, þar mátti ýmislegt bæta og var því kippt í liðinn. Svo nú er þar allt löglegt líka.
Það átti eftir að skrúfa nokkrar hillur í gluggakisturnar og þegar við áttuðum okkur á því, rétti Solla mér vélina sína og sagði "nú prufar þú að skrúfa þetta fast "! Og viti menn áður en við var litið voru hillurnar fastar og frúin ekki lítið stolt af sjálfri sér. Það er svo margt sem maður getur gert en maður hefur aldrei reynt (þó dúklagningar bíði betri tíma). Kannski við æfum okkur í því einn daginn
Margir komu í heimsókn og dagurinn flaug frá okkur. Það voru stoltar konur sem læstu á eftir sér í Norðurporti, þar sem allt er tilbúið til þess að taka á móti hópi sölukvenna á morgun.
Við ætlum sko að mæta hressar og úthvíldar í firramálið.
Enn á ný er ástæða til að gleðjast yfir verkum undanfarinna daga og vikna. En munurinn núna er sá að ég hafði mikinn og góðan stuðning afbragðskvenna sem hjálpuðu mér heilan helling en ég var svolítið ein með Norðurportshugmyndina mína nr. 1. á Dalsbrautinni. Einnig hafa svo margir stutt við bakið á okkur í þessu verkefni að það er ótrúlegt. Samhugur er það - enn og aftur.
Það verður gaman á morgun.
Njótið kvöldsins og næturinnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2009 | 18:09
Góðar fréttir......
... við þurftum hvorki að festast bakvið klósettið í Norðurporti, líma okkur fastar eða munda dúkahnífinn.
ADDI bjargvætturinn okkar var mættur á svæðið og kláraði verkið með svo miklum sóma að við stóðum og horfðum í forundran á breytinguna sem varð á litla klósettinu. Gólflistar, hvað þá meira og allt svo fínt ! En tilhugsunin ein um það, að ef við hefðum gert verkið var eiginlega nóg til þess að ég prísaði mig sæla með að hafa sleppt því að reyna !
Þetta er allt að koma og það sem eftir er pappírslega verður klárað á morgun. Komið leyfi á veitingar og svo eru það eldvarnirnar og annað svona sem þarf að gera, þegar ráðist er í að fara af stað með svona markað. Svo ég kem til með að hlaupa á milli stofnana á morgun.
Það er gaman að segja frá því að spákona sem spáir í bolla mætir á svæðið á laugardaginn og spáir.
Sýningin " Af kind í mynd " var sett upp og kemur svona glimrandi vel út. Flottar myndir hjá henni Friðriku Sigurgeirsdóttir.
Ég vil endilega geta þess hér, að mest öll málning, gólfdúkur á klósettið, teppi á forstofu og fleira hefur okkur verið fært á "silfurfati" svo og ýmsir fleiri hlutir sem við höfum þarfnast í þessum breytingum. Og svo auðvitað ómælt vinnuframlag frá ýmsum aðilum. Skutl í búð, mjólkur og brauðkaup, bara nefnið það. Það er lítið annað hægt að segja en eitt heljar stórt TAKK og knús til allra þeirra sem eiga í hlut Þið vitið hver þið eruð og vonandi getum við bætt ykkur þetta upp einhvernvegin - einhvertíma.
Svo - eins og þið sjáið, eru allir lús iðnir, svo þetta geti verið tilbúið á laugardaginn.
Eftir morgundaginn er bara að láta sér hlakka til !
Njótið kvöldsins dúllurnar mínar.
Bloggar | Breytt 30.1.2009 kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 10:50
Dúklagning....
Vilborg systir hló mikið í morgun þegar ég sagði henni í morgunspjalli að líklega þyrftum við konurnar bara að dúkleggja klósettgólfið í Norðurporti sjálfar - dúkahnífur hefur verið fengin að láni og við höldum að við þurfum engan karlmann í verkið heldur gerum við þetta bara, þó annað eins höfum við aldrei glímt við.
Ég fékk svona smá - innilokunarkennd þegar ég hugsaði um að skríða þarna og reyna að skera úr fyrir klósettgötunum (gólfflöturinn er svo lítill) og svo hvarflaði að mér að við myndum kannski festast þar á bakvið bara af því að við erum svo lagnar heheh.. Solla var voðalega hæversk og talaði lágum rómi þegar hún hvað okkur Elspu í kútinn og sagði "Ég sé þetta nú ekki alveg fyrir mér"
Hm....kannski fáum við einhvern í verkið ! Fram að því að Solla laumaði þessu útúr sér,vorum við alveg galvaskar. Solla er líka betri en engin með borinn og á allar mögulegar græjur sjálf, en fyrst hún treysti sér ekki í dúklagningar er Þetta nú sennilega rétt hjá henni. Maður verður bara að kyngja því. Læt ykkur vita ef við þurfum að munda dúkahnífinn.
Það er semsagt eftir og fáeinir aðrir hlutir. Í dag verður svo sett upp sýningin í Kaffi Port.
Spakmæli dagsins í dag á því vel við hér.
Sá sem viðurkennir mistök sín
og leitast við að leiðrétta þau
getur sagt með sanni að hann
sé vitrari í dag en í gær.
Njótið dagsins kæra fólk, bjartur er hann og fagur, allavega hér norðan heiða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 16:58
Umfjöllun...
Á landpostur.is er umfjöllun um Norðurport, eftir hana Silju Dögg sem er í fjölmiðlafræði í HA.
Einnig auglýsing um opnunarhelgina í dagskrain.is
Annars allt í góðu, gengur eitthvað á hverjum degi. Og þetta kemur allt.
Meira síðar.
Njótið kvöldsins
Spakmæli dagsins:
Ef þú elskar einlæglega þá
er Guð með þér, því
að Guð er kærleikur og
uppspretta dásemda lífsins.
Bloggar | Breytt 29.1.2009 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)