13.2.2009 | 07:18
Föstudagur til þrifa....
...enn er komin föstudagur og þá er allt þrifið hátt og lágt í Norðurporti. Svo allt sé tilbúið á laugardagsmorgni þegar sölufólkið streymir að.
Um helgina verður líf og fjör og stefnir í mjög góða helgi. Fasti kjarninn er að mestu til staðar en nokkrir nýir koma inn og það er gaman að fá eitthvað nýtt inn.
Meðal annars verða efni til sölu og kona frá Thailandi með blómaskreytingar, kertin fallegu hennar Guðfinnu verða þessa helgi og auðvitað matvara sem heldur áfram ásamt svo mörgu öðru. Laugardagurinn er þétt setin og vonandi verður vel mætt af gestum. Við þurfum ekki að kvarta því það hefur verið vel mætt hjá okkur þessar tvær helgar sem opið hefur verið í Laufásgötunni.
Í gærkveldi var Toppervere kynning í Norðurporti og það er góð hugmynd að nota húsið meira til slíks, virka daga eða kvöld. Einnig hefur komið til tals að halda námskeið þar. Allt í vinnslu.
Spakmæli dagsins í dag á vel við færsluna mína hér á undan.
Þegar við erum hjá fólki, sem erfitt er
að umgangast, ættum við að biðja
Guð um að hjálpa okkur að sjá hlutina
í því ljósi sem það sér þá og getur
það skipt sköpum.
Annars - eigið sem ljúfastan dag og njótið helgarinnar og endilega kíkið á okkur í Norðurporti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 12:39
Vek athygli á....
Einfaldlega blogglöt vegna þess að allir eru að karpa við alla og agnúast út í alla. Flestar fréttir ömurlegar og neikvæðar. En tíminn líður og maður er alltaf að vonast eftir einhverju jákvæðu og ég trúi því að það gerist á næstunni.
Á meðan reynir maður að halda dampi og halda sinni rútínu !
Spakmælið í dag er fyrir alla foreldra:
Foreldrar þurfa að vera hvort
tveggja í senn. Seinir til reiði
og fúsir til að elska og fyrirgefa.
Til mín leitaði kona sem er mikil hjálparhella þeirra sem minna mega sín. Hún hefur í gegn um árin tekið að sér að hlúa að lítilmagnanum. Það hefur komið fyrir að hún hafi þurft að berjast fyrir því að koma ólánsfólki undir læknishendur þegar hún hefur komið að því í slæmu ástandi og oft við dauðans dyr. Maður spyr sig, er það forsvaranlegt að kona úti í bæ, skuli þurfa að hafa endalausar áhyggjur af fólki sem hún veit að hefur engan til að leita til ?
Hún er farin að vakta suma einstaklinga og tekur inná sig allar þær áhyggjur sem því fylgja. Hún hefur komið að fólki sem hefur verið ósjálfbjarga líkamlega eða andlega og þurft að berjast fyrir því að koma því á stofnun.
Ég spyr - væri ekki hægt að stofna samtök um þessi mál, þannig að eftir þessu fólki væri litið og tekin ábyrgð á því.
Hennar hugmynd t.d. (vegna fíkniefnaneytenda) er um samtök mæðra sem gætu kallast "Hönd í hönd" Og þar gætu mæður stutt hvor aðra og deilt reynslu sinni. Nú þekki ég ekki mikið til þessara mála en gott væri að fá smá skoðanaskipti hér. Er eitthvað sem við venjulegir borgarar getum gert til hjálpar og hvernig getum við beitt okkur fyrir því að þessi mál verði skoðuð betur ????´
Mér rennur til rifja að "kona úti í bæ" hafi þessar byrgðar á herðum sínum og hefur lagt mikið á sig við að reyna að berjast fyrir þetta fólk. En ein manneskja þarf fleiri með sér - er það ekki nokkuð rökrétt ?
Mig vantar svör hér !
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2009 | 12:04
Ekki veitir okkur af....
að hugleiða góðu gildin í lífinu.
Sólin kemur upp á hverjum
degi og á hverri nóttu skína
stjörnurnar. Ef þú hefur orðið
fyrir vonbrigðum í dag, mundu
að hringrás lífsins heldur
stöðugt áfram. Það kemur
dagur eftir þennan dag !
Fallegur dagur á Akureyri í dag. Sól og gott veður til útivistar. Farin út að labba.
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2009 | 19:32
Skelfilegt , jaááaaaaaaa, það er rétt.
Og hver er að reyna að fría sig ábyrgð ! Sjálfstæðisflokkurinn ! Það er hægt að vera kokhraustur eftirá. Ég tel að það sé okkur ekki mikið áhyggjuefni þó tekin verði upp hátekjuskattur hér á landi. Er það ekki bara eðlilegt ? Í framhaldi af öllu öðru.
Mikið getur maður orðið reiður vegna allrar þessar tímasóunnar og karps. Pirrrrrrrrrrrrrrr ....Reynum, reynum að vonast eftir betri tíð með blóm í haga...
![]() |
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 20:01
Þreytt á öllu þessu nöldri....
.... þvílíkt leiðinlegt að hlusta á allar þessar kvartanir. Fréttirnar á öldum ljósvakans ættu að kallast "Nöldur".
Ég vona og bið að þessir 80. dagar hjá nýrri ríkisstjórn þurfi ekki að fara í eintómar "krísur" - Frekar þarf að nota tímann í að vinna - eins og við erum að gera úti í þjóðfélaginu - vinna, launalaust ef svo ber undir að einhverju þarflegu fyrir land og þjóð !
Hver er ekki tilbúin til þess að láta gott af sér leiða á þessum síðustu og verstu...ég þekki svo mýmörg dæmi. Akureyri er að skila góðu fordæmi með Norðurporti ! Og örugglega í svo mörgu öðru.
Helgin hjá okkur var góð, mikið af gestum og Matarkistan var að "rokka" eins og margt annað í Norðurporti. (seldum harðfisk frá Darra á Grenivík og soðið brauð, kleinur og flatbrauð sem var sérbakað fyrir Norðurport og samþykkt af heilbrigðiseftirliti Norðurlands) Fullt af afbragðs sölufólki og Kaffi Port var sko aldeilis að skila sínu. Ég hitti í gær vini frá Reyðarfirði og var sagt það, að í uppsiglingu væri eitthvað álíka fyrir austan. Markaðurinn" Fjarðarport" Hm....ekki svo galið að kalla það bara Margrétarport (eða Mögguport)... heheheh...en ég bjó lengi á Reyðarfirði. Þar var yndislegt að vera og ég gerði margt skemmtilegt þar, (held, og vona að þess sé ennþá minnst) eins og svo margir aðrir gerðu hér á árum áður, og gera auðvitað ennþá. Fólkið í þorpinu er að fórna frítíma sínum fyrir félagslífið.
Það var margt skemmtilegt gert í leikfélaginu þegar ég bjó fyrir austan, auðvitað líka hjá þeim sem voru að vinna í kvenfélaginu, björgunarsveitinni, ungmennafélaginu, syngja í kirkjukórnum o.s.f.r.v.....
Á Reyðarfirði býr afbragðsfólk, og ég segi "Það er svo gaman að hitta ykkur aftur og knúsa Reyðfirðingar, Þið eruð einfaldlega frábær !!"
Grínlaust - Ég óska "Fjarðarporti" alls góðs og kem sko örugglega þangað í sumar !
Gangi ykkur sem allra, allra best ! Og bjallið í mig ef ykkur vantar upplýsingar eða stuðning. 618 9295 eða netfang: margr.tr@simnet Ég er búin að verða mér úti um ýmsar upplýsingar um svona markaði síðan ég byrjaði að hugsa um Norðurportið. En það var hún Vilborg systir sem stakk upp á þessu frábæra nafni fyrir okkur hér fyrir norðan. Og hún býr í Reykjavík. Það er svo gott að vera utan af landi og þekkja landið sitt, þ.e .a.s. að vita hvað er norður, suður, austur og vestur !!!
Ég talaði einu sinni við einhvert þjónustuver sem staðsett var í Reykjavík og sagði þegar ég kynnti mig "Þetta er á Reyðarfirði". "Ó", var sagt, hinu megin á línunni - "Hvar er það eiginlega - einhverstaðar fyrir vestan "! ??
Stöndum saman - gerum lífið skemmtilegra !
Njótið kvöldsins og næturinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.2.2009 | 19:52
Afsögn, uppsögn .... nei....neeeeeeei.....
Átti einhver von á öðru ?
Það er erfitt að afsala sér völdum - nú er líklega beðið eftir brynvörðu bílunum frá DK.
Hvað eigum við að gera "Sauðsvartur almúginn " ?
Bíða og sjá ?
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 19:53
Helgin að koma og nóg að gera....
Föstudagur er dagur undirbúnings í Norðurporti. Þá er allt þrifið hátt og lágt og í "Kaffi Port" er Solla upptekin við að úbúa ýmislegt góðgæti fyrir helgina. Í dag var hún að útbúa flottan heitan rétt sem verður á boðstólum um helgina. Einnig verða vöfflur með rjóma og hnallþóra sem bráðnar í munni. Svo dettur Sollu alltaf eitthvað skemmtilegt í hug, þannig að maður veit aldrei hverju hún tekur uppá.
Svo er sölufólk að koma og stilla upp vörunum sínum og jafnvel koma af götunni og panta sér borð eða bás.
Nýtt í Norðurporti þessa helgi er "Matarkistan". Nú verður til sölu í Norðurporti sérbakað brauð fyrir Norðurport. Soðið brauð, flatkökur og kleinur og svo verður hinn sívinsæli harðfiskur frá Darra á Grenivík einnig á boðstólum. Erum einnig að vonast eftir áleggi og fleiru frá Kjarnafæði.
Því Norðlenskt skal það vera !
Sýningin hennar Friðriku Sigurgeirsdóttur " Af kind í mynd" heldur að sjálfsögðu áfram.
Þetta kemur allt saman og verður alltaf líkara því sem ég lagði upp með í byrjun.
Sem sagt skemmtilegur dagur og við stöllur sem þarna ráðum ríkjum í essinu okkar í dag sem og aðra daga
Svo kemur spakmælið, gott eins og venjulega.
Í hverju er hamingjan fólgin ?
Felst hún kannski í því að
beina huganum að öðrum
í stað þess að vera
upptekin af sjálfum þér ?
Þegar stórt er spurt verður fátt um svör.
Njótið helgarinnar dúllurnar mínar og þið sem hafið ekkert sérstakt að gera um helgina, (en það er alltaf hægt að finna stund fyrir eitthvað skemmtilegt) leggið leið ykkar að Laufásgötu 1 og sjáið með eigin augum Norðurportið og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum
Sjáumst - gerum lífið skemmtilegra !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2009 | 11:28
Morgunganga í köldu veðri...
Já, það er kalt á Akureyri núna. Ég var frekar fegin að koma inn í hlýjuna aftur. En hressandi samt
Hef ekki svo mikið til að segja frá í dag svo ég ætla að setja tvö spakmæli fyrst fyrir 4. febrúar og síðan fyrir þann 5.
Vingjarnleiki er
uppspretta vináttu og
þar sem vináttan skýtur
rótum mun kærleikurinn
senn blómstra.
Dagurinn í dag:
Besta leiðin til að leiðrétta
ágreining er ekki fólgin í því
hver hafi rétt fyrir sér, heldur
hvað sé rétt.
Alltaf eitthvað gott í spakmælum dagatalsins.
Njótið dagsins, öll sem eitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2009 | 21:04
Ég verð að segja....
...hlustaði á stefnuræðu Jóhönnu forsætisráðherra - fann fyrir von í brjósti - slökkti á argaþrasinu og fór út að labba í köldu en fallegu veðri.
Megi þeir deila hvor um annan þveran um það sem miður hefur farið. En það er framtíðin sem skiptir máli og það hvernig þjóðin kemst út úr vandanum sem henni var komið í !
Og það liggur í framtíðinni hvernig og hvort við kjósum í vor.
Njótið kvöldsins og næturinnar kæru landar mínir, megi framtíðin leyfa okkur að njóta mannauðsins í landinu okkar fagra Því þar er auðlindin okkar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 11:02
Þegar vandamálin hellast látlaust
yfir þig, láttu þau ekki á þig fá,
heldur taktu á móti erfiðleikum af
trú og staðfestu.
Spakmæli dagsins.
Ætla ekki að falla í þá gryfju að tjá mig mikið um pólitík, einfaldlega leiðist mér hún en maður verður nú samt stundum að láta skoðanir sínar í ljós.
Held áfram með að byggja upp Norðurportið og er að ná inn matvöru.
Njótið dagsins sem mest og best í frostinu kalda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)