20.1.2009 | 11:08
Kærleiksvottur....
Svolítill kærleiksvottur getur
skipt mjög miklu máli.
Þetta segir í spakmæli dagsins og mikill sannleikur í því.
Það var gaman að frétta aðeins af henni Silju Dögg, hér neðar, ég hugsa svo oft til þessara stelpna sem unnu með mér. Silja er hrein og bein og hress og skemmtileg stelpa. Ég verð eiginlega að láta Norðurportið ganga ofurvel til þess að ég geti ráðið mér sumarfólk !
Ég var búin að ræða svolítið um kærleiksverk en kærleiksvottur er líka til og það að fá svona skemmtileg skilaboð er svo sannarlega kærleiksvottur. Einnig öll fallegu tölvubréfin og hringingarnar frá firrum samstarfsfólki og núverandi samstarfsfólki sem er annt um að Norðuport byrji á ný.
Dúllurnar mínar, er með núðlur í potti og útá þær skelli ég Thai sósu, sterkri og góðri- ein ristuð með. Fínt. Svo er ég rokin út að labba áður en vinnudagur hefst fyrir alvöru.
Það kemur auglýsing í Dagskránni á morgun um opnunarhelgina. Kíkið endilega á það !
Njótið dagsins sem mest og best
úbbs....mér varð einhverstaðar á í messunni - einhverstaðar klikkað á spakmæli dagsins en spakmæli dagsins í dag er:
Hrós hvetur meira en
hagnaðarvon. Ánægt fólk er
kraftmikið fólk.
Þar með er það leiðrétt. Sé að ég setti sama spakmælið tvo daga í röð. Alveg utan við mig þann daginn
Legg út af hrósinu á morgun !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2009 | 19:07
Næstu skref...í Norðurporti...
Við höldum áfram í baráttunni, stefnum á opnun 31. janúar. Komið að loka málningu og vonandi klárast það um og eftir helgina. Ég eyddi eftirmiðdeginum á Sprotasetrinu, hringdi í marga viðskiptavini frá því fyrir jólin og vonandi tekst mér eins og ég vona að ná í meiri matvæli !
Ef þið hafið græna glóru um fólk sem vill selja matvæli, viðurkennd af heilbrigðiseftirlitinu, vinsamlega látið mig vita. margr.tr@simnet.is
Ekki lagast fréttir af þjóðmálunum og við erum auðvitað ofur bjartsýn að halda þessum draumi okkar til streitu en....áfram skal haldið og vonandi verður þetta til góðs fyrir marga, það er okkar draumur.
Vonumst að sjálfsögðu eftir samhug og samstöðu bæjarbúa og Norðlendinga. Oft hefur verið þörf á slíku en nú er nauðsyn til að endurnýta og skapa fólki vinnu, þó ekki sé nema um helgar. Svo eru ótal tækifæri til þess að nota húsnæðið til ýmissa annara hluta á virkum dögum, til dæmis námskeiða o.f.l. Við erum með eitt bráðsniðugt námskeið í huga sem örugglega verður af fljótlega.
Þá er þessum þankagangi lokið í bili.
Njótið kvöldsins og svo næturinnar í draumaheimum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2009 | 11:53
Mánudagur enn og aftur...
...Svaf óvenjulengi og dreymdi skrítin draum. Ætla ekki nánar út í það hér.
Spakmæli dagatalsins:
Þegar við vitum að Guð elskar okkur,
vitum við að allt verður í lagi.
Er bara að fara að skella mér í gönguferð og síðan í vinnuna.
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2009 | 20:14
Sunnudagskvöld...
Fengum góða gesti í síðbúin hádegisverð en þar var annar tengdasonurinn á ferð ásamt elsta barnabarninu en þau voru búin að una sér á skíðum í Hlíðarfjalli síðan á föstudag. Auðvitað gómsætur réttur að hætti húsbóndans.
Síðar fór ég og kláraði að mála það sem ég hálfkláraði á föstudaginn og hitti nokkrar af Norðurportskonunum sem ætla að vera með. Þetta gengur allt en ekki laust við smá stress þegar maður hugsar til þess að það eru ekki nema tæpar tvær vikur til áætlaðs opnunar dags að Laufásgötu 1. En ég er sannfærð um að það tekst. Þetta lítur vel út.
Selma kom svo með allskonar góss - við höfum hugsað okkur að vera með eitt borð til styrktar Norðurporti, safna saman allskonar dóti en hagnaðinn (ef einhver verður) gætum við svo notað til þess að styrkja reksturinn.
Spakmæli dagatalsins í dag.
Þegar við vitum að Guð elskar okkur,
vitum við að allt verður í lagi.
Megi kvöldið verða ykkur ljúft og vinnuvikan góð
Rósir handa öllum þeim sem hafa unnið hörðum höndum í Norðurporti í vikunni sem er að kveðja.
Góða nótt !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2009 | 15:34
Eins og smábörn...
....sem eru að læra að ganga hrösum við
stundum og dettum.
En Guð, eins og stoltur faðir,
bíður þess að lyfta okkur upp
og hvetur okkur til að reyna aftur.
Spakmæli dagsins hljóðar svona.
Ég tók mér frí í dag frá öllu nema heimilinu mínu og hef verið að taka aðeins til hendinni hér eftir vanrækslu þar að lútandi alla síðustu viku.
Á morgun er svo stefnan tekin á meiri málningu og áframhald með Norðurportið.
Njótið dagsins og undankeppninnar í kvöld á RÚV fyrir eurovision....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 07:05
Vera má að kærleiksverk...
...og vinarþel breyti engu um
rás sögunnar en breyti það
lífi fólks til hins betra skiptir
það miklu máli.
Svo mörg voru orð dagatalsins í dag.
Það er kærleiksverk að senda íslenskar lopaflíkur til Bretlands. Vonandi komast þær í hendur réttra aðila sem fyrst.
Það er líka kærleiksverk að hjálpa náunganum og það gefur manni góða tilfinningu að rétta hjálparhönd.
Kærleiksverkin geta verið af svo mörgum toga.
Það heimsótti okkur í Norðurport í gær kona sem ég þekki hún Anna Guðný, bloggari og með henni kom önnur sem er nýbúin að missa vinnuna sína. Hún var að bjóðast til að hjálpa okkur til þess að hafa nú eitthvað að gera. Ég hef aldrei séð hana áður en við erum fegnar að fá hjálp. Þetta kalla ég kærleiksverk.
Það er líka kærleiksverk að mæta með kerru í Norðurport eins og hann Elli gerði í gær og fjarlægði fyrir okkur allt ruslið sem við þurftum að losna við
Einnig er það kærleiksverk að gefa okkur alla þá gólfmálningu sem við þurfum.
Og kærleiksverk að koma og gefa okkur næringu á miðjum vinnudegi eins og Ólöf gerði í gær.
Líka kærleiksverk af Helen að vilja leggja okkur lið.
Það er líka kærleiksverk að standa allan daginn með málningarrúlluna í höndunum og mála eins og hann Addi er að gera í Norðurporti þessa dagana.
Svo er bara að vona að maður geti bætt fyrir kærleiksverkin í staðinn - einhvern daginn !
Það er svo notalegt að hugsa um öll kærleiksverkin sem okkur voru færð í gær.
Við Solla erum mjög glaðar og þakklátar.
Megið þið eiga góðan dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.1.2009 | 20:16
Þetta potast áfram....
Vorum óhemjudugleg í Norðurporti í dag, allt er að taka á sig mynd !
Aldrei að vita hvað Kaffi Norðurport verður með á boðstólum ! Eða ,"Kaffi port" eins og það á að heita. Verður fyrir víst vinalegt og frjálslegt....allt er í skoðun.
Lofar góðu get ég sagt ykkur
Megið þið eiga sem ljúfasta drauma í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2009 | 10:15
Lífið er gjöf...
Lífið er stórkostleg gjöf. Virtu
það, njóttu þess og gerðu sem
mest úr því með því að nýta
tímann í það sem virkilega
kemur að gagni.
Þannig er spakmæli dagsins.
Eftir litaglaða færslu gærkvöldsins, læt ég þetta duga í bili.
Áfram heldur undirbúningsvinna og lítið meira að segja í bili.
Njótið dagsins, meira síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 20:58
Að mála....
Skyldu litirnir verða eitthvað í þessum dúr í Norðurporti....
Eða þessum ....
Almáttugur - hvernig endar þetta ??
Þetta endar einhvernvegin...
Vona að draumar næturinnar verði ykkur ljúfir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 11:12
Ímyndaðu þér núna þá miklu...
hamingju sem því fylgdi að missa
allt sem þú ættir og fá það síðan
aftur allt til baka.
Spakmælið svíkur engan.
Átti góðan dag í gær, þar sem var unnið fram eftir. Sparslað og málað....
Fór síðan í gærkvöldi að hitta konurnar sem eru með mér í vinnustofu. Það var gaman að grípa aftur í myndlistarpenslana og mála myndir. Við erum ákveðnar í því að hittast núna vikulega og halda okkur aðeins við efnið og hittast. Það er gaman.
Svo er bara áframhald í Norðurporti á eftir.
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)