13.1.2009 | 07:19
Þú uppskerð eins og þú sáir.
Ef þú sáir kærleika.
uppskerðu kærleika.
Ef þú sáir vinsemd.
uppskerðu vinsemd.
Ef þú sáir fyrirgefningu,
uppskerðu fyrirgefningu.
Þannig hljóðar dagatalið fyrir daginn í dag.
Átti dag reddinga og ýmissa verka hér heima í gær. Það var líka gott að staldra við og hugsa aðeins um hvernig dæmið Norðurport lítur út, það er að ýmsu að hyggja. Svo er stefnt á málningu eftir hádegið í dag.
Ég var eitthvað alveg í þörf fyrir einn dag heima eftir helgina. Enda held ég að einn "hvíldardagur" sé manni nauðsynlegur. Verð að viðurkenna að bakið er svona smá stíft eitthvað...hmmm.
Óska ykkur gleði og gæfu í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2009 | 07:10
Lífið er lærdómsferðalag...
..og við lærum af því að taka
ákvarðanir . Ef við stöndum
aldrei frammi fyrir stórum
ákvörðunum, þá myndum við
ekki læra mikið.
Þannig byrja ég daginn með spakmæli dagatalsins góða.
Það var svolítið þreytt kona sem kom heim eftir vinnutörn gærdagsins. Þær eru orðnar margar sápuvatnsföturnar með hnausþykku svörtu rykvatninu sem hafa verið tæmdar. Og alltaf lagast loftið í húsinu. Það heimsótti okkur kona í gær sem sagði að þetta húsnæði væri svo utanumhaldandi Gott að heyra það. Næst er að safna afgangsmálningu og byrja að mála þar sem þarf.
Eftir Dauðahafs-saltbað og gott krem hátt og lágt lagðist ég inní rúm, líkamlega þreytt en ánægð með daginn. Ef maður trúir ekki á það sem maður er að gera væri tilfinningin ekki svona góð. Auðvitað er maður ógnar bjartsýnn sérstaklega á þessum tímum en hvað ætti maður að gera ? Sitja heima og bíða eftir því að vinnan komi til manns ??....Ég held ekki, það er ekkert verið að auglýsa eftir fólki þessa dagana.
Í dag er líkaminn í ágætu standi, þrátt fyrir að ég hafi legið á fjórum fótum, prílað uppí stiga og allt þar á milli. Fluttningar á borðum og ýmsar tilfærslur þar með taldar. Ég vona að Solla sé við hestaheilsu þrátt fyrir allt erfiðið.
Nú ætla ég að líta í bók, það geri ég gjarnan svona á meðan dagurinn heldur innreið sína.
Megið þið eiga góðan mánudag öll sem eitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2009 | 08:16
Horfðu...
....tilbaka á það sem þú hefur
nú þegar komið til leiðar.
....upp og trúðu því að
himininn verði heiður.
...niður til að vera viss um að
þú farir réttu leiðina.
...fram á við og krefstu sigurs
yfir sérhverri hindrun.
Þetta eru góðir punktar.
Það er kalt úti og kastar smáéli hér fyrir utan. Þá er notalegt að fá sér kaffibolla og kíkja í blöðin. Les þau nú yfirleitt í tölvunni nema Fréttablaðið sem berst ekki svona snemma á sunnudagsmorgni. Svo er ósköp notalegt að láta það eftir sér að lúra aðeins lengur með góða bók. Meiri morgunhaninn sem ég er að verða !
Horfði auðvitað á fyrsta þáttinn í undankeppni euorovision.....svona allt í lagi...mér leist ágætlega á Jóhönnu Guðrúnu, hún syngur mjög vel og lagið sem Edgar Smári söng var nokkuð gott, en maður þarf að heyra lögin aftur, þau gripu mann ekki alveg svona strax. En það eru samt oft bestu lögin.
Best að skella sér í lestur og láta líða úr sér fyrir átök dagsins sem hefjast samt ekki firr en eftir hádegið, en þá verður haldið áfram í þrifum í Norðurportinu.
Njótið sunnudagsins og farið vel með ykkur
Ef einhvern langar "gasalega" að aðstoða smá (Akureyri er staðurinn)....hafið samband á netfangið margr.tr@simnet.is
Kveðja, Margrét
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2009 | 18:24
Fyrstu þrif....
.....gengu vel í dag, við þrifum alla glugga og hillur og eldhús og skápa. Fengum rafvirkja til þess að kíkja á hvernig mál standa með rafmagn og perur og ætlar hann að fara í málið fyrir okkur.
Það komu nokkrir gestir og fólki finnst við bjartsýnar að ætla að opna um mán. mótin. En hingað til hefur maður farið þetta á bjartsýninni og vinnu framlaginu einu saman. Svo ég hef ekki áhyggjur af því að það takist ekki. Klárum helstu þrifin á morgun og þá er komið að málningu. Hún Solla var svo heppin að ná í gólfmálningu fyrir lítið og svo ætlum við að henda saman hinum ýmsu málningarafgöngum og mála ! Svo kom til okkar kona sem ætlar í vinnugallann og hjálpa okkur í vikunni, hef aldrei séð hana áður en Solla þekkir hana og hún bauð sig fram til hjálpar. Leist greinilega vel á framtakið. Það er sem ég segi, samhugur og samhjálp er það sem gildir þessa dagana.
Svo væri kannski ekki úr vegi að athuga hvort einhverjir sem eru atvinnulausir væru til í að koma og rétta okkur hjálparhönd. Okkur vantar handlagna menn til að færa eitt naglfast borð um set og setja upp annað ......Svona bara fyrir ánægjuna og fara aðeins út. Frítt kaffi !Sem sagt, öll hjálp vel þegin. Svo er ég með eina listræna stúlku í huga til að hjálpa mér að búa til "logo " fyrir Norðurport og hanna skiltið sem er utan á veggnum.
Þetta tekst, það er ég viss um ....og þetta er svo gaman.....
Ætla að slappa af í kvöld með mínum og sjá undankeppnina í Eurovision....
Þangað til næst - farið vel með ykkur og kúrið ykkur inni í hlýjunni á meðan frostið bítur úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 12:00
Undirbúningur...
....við Solla í kaffiporti Norðurports, ætlum að hittast kl.13:00, vopnaðar, tuskum og fötum og hreingerningarlegi. Nú á að taka á því
Ég ætla að segja ykkur svolítið sniðugt hún Solla heitir Sólveig Bragadóttir og ég á systur sem heitir Sólveig og bróðir sem heitir Bragi og ekki nóg með það, heldur heitir fyrsta konan sem bókaði sig í bás í desember í Norðurporti Guðfinna Guðmundsdóttir og er alnafna elsku bestu föðurömmu minnar heitinnar. Svo hefur selt hjá mér Vilborg (á systir sem heitir Vilborg) og Unnur Jónsdóttir (sama nafn og móðursystir mín ein). Gaman að velta fyrir sér svona tilviljunum ...það er gott að hugsa um þessi nöfn og gott að hafa þau í kring um sig. Allt eru og voru þetta kjarnakonur og mjög skrítið að vinna svo náið með henni Sollu en á milli okkar Sollu systur er bara eitt ár og við vorum og erum frekar eins og vinkonur en systur. Ég auglýsi hér með eftir Braga, Magnúsi og Jóni í sölubása og líka Huldu, Stellu og Trausta svo og auðvitað öllum hinum góðu og gegnu nöfnunum.
Dugar ekki að drolla lengur.
Spakmælið og svo í vinnugallann:
Takir þú í byrjun dags
nokkrar mínútur í bæn
til að fá blessun Guðs
og handleiðslu, þá
sparar þú þér mikinn
tíma og erfiði !
Njótið dagsins, fer út í snjóinn í von um góðan vinnudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 07:12
Kærleikur....
Spakmæli dagatalsins:
Láttu kærleikann knýja þig
áfram og vera hreyfiaflið á
bak við allt sem þú gerir.
Gott að hafa í huga í byrjun dags.
Nú er fjörið að byrja. Þrífa, skafa og mála, þar til allt verður orðið skínandi fínt og gott í Laufásgötunni. Það verður gaman þegar það verður búið og hægt að opna Norðurport á ný
Ef þið hafið hugmyndir um eitthvað sem ætti að vera þar til sölu, endilega látið mig vita. Mig langar til þess að vera með litla sölubúð þar sem hægt væri að fá sitt lítið af hvoru, soðið brauð og sitthvað fleira, tek næstu viku í að skoða það.
Ég er þegar búin að bóka í nokkra bása, fyrstu helgina. Það verða aðeins tvö kynningaborð á hverjum degi og líklega um 20. básar. Ég sé fram á smáskrifstofu aðstöðu. Svo verður Solla með kaffisöluna. Þarna er eldhús og það sem mesta vinnan liggur í er að mála gólf og veggi þar sem kaffistofan verður. Svo eru það auðvitað öll þrifin...hm...skúra, skrúbba og bóna.........þvo gólf, glugga, hillur og ljós.
Mér sýnist að það þarna verði þægilegra að halda utanum málin , plássið er að vísu minna án þess að það þurfi að verða þrengsli.
Njótið dagsins kæru vinir Læt heyra frá mér fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 07:20
Í góðum gír.....hmmmm......
Eftir pirrings gusuna í gær byrja ég á ljúfu nótunum
Spakmæli dagsins:
Trúin veitir okkur þá vissu
að hvað sem bíður okkar í
framtíðinni sé þekkt af Guði
og undir hans stjórn.
Þegar ég vaknaði var ég stirð í öllum skrokknum. En það var gott að leggjast á koddann í gær, þreytan leið úr manni og líðanin góð eftir strangan dag. Ég fer á göngu á eftir og þá lagast stirðleikinn.
Það fer svolítið í taugarnar á mér allt þetta tal um "Nýja Ísland" það er ekkert hægt að mata okkur á því að nú sé komið hið "Nýja Ísland" og allt verði gott á ný. 'Island er ekkert nýtt. Bankarnir heldur ekkert nýir....það væri betra að finna upp alveg ný nöfn á þá og gleyma gömlu nöfnunum. En landið okkar heitir Ísland og engin skal fá mig til að segja að það sé eitthvað nýtt Það þarf að leysa hér mörg mál og það verður gert á Íslandi, vonandi tekst það, hvernig og hvenær sem það verður.
Jæja - Margrét snúa við blaðinu. Vera jákvæð Mig dreymdi að vísu ekki sumar og sól - bara ekkert sem ég man eftir núna !
Eftir göngutúrinn á eftir verð ég aftur hress og kát og tilbúin í daginn Vona að þið njótið hans - það ætla ég að gera
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2009 | 21:01
Hef ekki lagt það í vana minn að vera á kafi í.......
....pólitík......En nú er ég orðin þreytt á þessu ástandi. Hvað eigum við að gera sem ekki höfum vinnu (nema bjarga okkur sjálf) það er engin staður fyrir okkur til að hittast, þessa atvinnulausu einstaklinga. Ég ætla að bjóða atvinnulausum á Akureyri að koma í kaffi í Norðurport og ræða málin. Hvernig væri það ?
Við erum að gera klárt fyrir nýja opnun á nýjum stað um mánaðarmótin og það væri notalegt ef við gætum hist og rætt málin. Það er ekki það auðveldasta í heimi að missa vinnuna sína. Það þekki ég.
Það vantar stað fyrir atvinnulausa til að hittast - Gefum okkur stund saman- Látið mig vita, eigum við að hafa fast kvöld og hittast t.d. á þriðjudagskvöldum klukkan 8 - 9 ??? Til er ég.
Það er komin tími til að ræða málin og marka einhverja framtíð fyrir okkur. Hvernig eigum við að bjarga okkur og fjölskyldum okkar. Ástandið er alvarlegt. Ég verð með húsnæðið klárt, mjög fljótlega. Norðurport, Laufásgötu 1. Akureyri.
Endilega hafið samband. Mín tilfinning er sú að það væri gott að hitta einstaklinga í sömu sporum og þeim sem ég er í ! Ég er samt að reyna að byggja upp mína eigin framtíð með Norðurporti og skapa fleirum tækifæri í leiðinni. Allir þeir sem luma á hugmyndum geta eygt tækifæri. En allt er þetta mikil vinna. Sem betur fer hef ég síðan í desember hitt fullt af góðu fólki sem er tilbúið að hjálpa mér og finna í leiðinni tækifæri fyrir sjálfa sig til þess að gera gagnlega hluti fyrir svæðið okkar. Frábært fólk, frábær samvinna.
Í kvöld er ég til dæmis varla göngufær eftir flutninga frá Dalsbraut niður á Laufásgötu 1. En samt vorum við með frábæra hjálp, sjálfboðaliða sem ekki hættu firr en allt var klappað og klárt. Takk Solla og fjölskylda - þetta er samhugur og samhjálp, þið voruð frábær !
Ég er búin að vinna launalaust síðan í endaðan október að því að koma Norðurporti á kortið, en þetta var einhver hugdetta á erfiðum tímum. Það hefur kostað, blóð, svita og tár - eins og þar stendur ! Og margar andvökunætur.
Sjáumst !
Eigið gott kvöld og góða nótt Látum okkur dreyma u
m sumar og sól !
Bloggar | Breytt 8.1.2009 kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.1.2009 | 07:19
Til að eiga vini verðurðu að vera vinur.
Til að munað sé eftir þér verðurðu
að muna eftir öðrum.
Til að vera elskaður verðurðu að
elska aðra.
Ákvað að byrja daginn á þessu fallega spakmæli.
Dagurinn í dag fer í tiltekt fram að hádegi og jólaskrautið tínt niður, alltaf frekar tómlegt þegar það hverfur niður í kassa. Mér finnst ég eiginlega rétt búin að setja það upp.
Janúar mánuður var talin af mörgum verða erfiður mánuður. Það er ekki laust við að það að hlusta á þessi orð trekk í trekk að maður sé orðin sannfærður um það líka. En ef maður heldur sínu striki held ég að hann líði nú eins og aðrir mánuðir og vonandi tekst okkur öllum að halda sönsum í þessum "lífsins ólgusjó" Hugum bara vel hvort að öðru, verum hjálpsöm við náungann og munum að brosa Því "Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt" ! (var það ekki einhvernvegin svona)?
Svo eru flutningar í bígerð síðar í dag með Norðurportið og fundur eftir hádegi í Sprotasetrinu þar sem farið verður yfir stöðuna hjá okkur "Sprotunum" Ég get líklega titlað mig sem Margréti "sprota" þessa dagana
Njótið dagsins kæru bloggvinir og aðrir sem lesa þessi orð
Minni á skrif mín í gær um nýjan stað Norðurports, hér fyrir neðan.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2009 | 17:59
Af heimasíðu Norðurports.
Nýjustu fréttir.
Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi Norðurports niður á Laufásgötu í húsið þar sem Sjóbúðin var lengst af til húsa. Eftir töluverðar bollalengingar og útreikninga, þorði ég ekki að leigja lengur á Dalsbrautinni, sér í lagi þar sem rólegir mánuðir eru framundan. Allt gekk þetta þó upp að mestu en stofnkostnaður var þó nokkur. Sem fólst aðallega í borðplötum, uppsetningu á vaski og flutningum á svæðið. En þarna verður leiga viðráðanlegri.
Húsnæðið í Laufásgötunni hentar vel fyrir þessa starfsemi og ef maður hugsar um staðsetningu er hún mjög góð að mörgu leiti og svo er ekkert lengra að skreppa þangaði en að fara í Hagkaup eða Bónus svo dæmi séu tekin. Í sumar er svo vænlegt að horfa til ferðafólks.
Nú verður farið í það af krafti að flytja, þrífa og gera húsnæðið huggulegt og væntanlega verður opnunarhelgi númer. 2 hjá Norðurporti helgina 31.janúar og 1.febrúar.
Nú er bara að vona að Norðlendingar haldi áfram að vera jafn duglegir að mæta og í desember. Áfram verður stefnt að fjölbreyttum og skemmtilegum markaði og tíminn notaður til þess að reyna að auka við vöruúrval í Norðurporti.
Það verður gaman að hitta ykkur aftur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)