11.12.2008 | 10:59
Eitt örstutt blogg....
Góðan dag.
Ég ætla að setja inn spakmæli dagsins, sem er flott eins og alltaf.
Þú getur einungis unnið
einn sigur fyrir sjálfan
þig, en þú getur átt þátt
í mörgum sigrum með
hvatningu og innblæstri
öðrum til handa.
Var að fá símtal frá konu sem heldur að grundvöllur væri fyrir að hafa opið meira um þar næstu helgi í Norðurporti. Við ætlum að gera skoðanakönnun á því um helgina, allavega bæta við föstudeginum eftir hádegi ? Kemur í ljós, þá verður aðal verslunarhelgin og þetta gæti gengið upp. Ég var svo sem búin að leggja upp með þetta í mínu plani fyrir Norðurport, núna gæti þetta orðið möguleiki.
Nóg að gera svo meira verður þetta ekki í bili.
Njótið dagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2008 | 20:08
Enn um Norðurportið...
Kláraði í dag að skipuleggja helgina, fékk fleiri borð og ég held að þetta gangi allt upp !
Það hafa margir hringt, en það hringdi í mig kona áðan, sem ætlar að selja í Norðurporti um helgina, hún ætlaði fyrst bara að vera á laugardaginn en ákvað svo að koma líka á sunnudaginn. Hún var að vandræðast með vörurnar sínar, hvernig hún gæti skipulagt það að koma þeim inn um helgina. Hún er ekki heilsugóð en vildi samt vera með allt klárt klukkan 11:00 á laugardaginn eins og sönnum Íslendingi sæmir. Ég sagði henni auðvitað að hafa ekki áhyggjur, ég skyldi hjálpa henni að koma þessu öllu inn á laugardagsmorgun snemma svo þetta yrði allt í lagi.
Þá rann upp fyrir mér ljós. Nokkrar þessara kvenna, sem geta föndrað heima hjá sér, en eru of miklir sjúklingar til þess að stunda vinnumarkaðinn eru á meðal sölumannanna. Þær eru sem sagt að reyna að drýgja aumar tekjur sínar með því að koma og selja það sem þær geta þó gert heima fyrir í rólegheitunum.
Ég tek hatt minn ofan fyrir slíku fólki og sér í lagi þegar sagt er við mig " Ég bíð spennt eftir laugardeginum, ég er ein heima alla vikuna og það er svo gaman að koma og hitta annað fólk og spjalla" Þessi orð snertu streng í hjarta mínu, og ég hugsaði, mikið er gott að fólk hefur þessa hugsun, sem er bæði sú að fólk er að bjarga sjálfu sér aðeins fjárhagslega, ef vel gengur og í leiðinni að hjálpa öðrum, selja ódýrt og njóta þess að hitta annað fólk. Þetta fólk drífur sig upp úr einangruninni (oft með miklu hugarfarslegu átaki) og kemur út á meðal annarra. Hvað er betri lækning við einsemd ? Ég bara spyr. Það eru svo margir góðir fletir á þessu Norðurporti, ég er alltaf að finna það betur og betur hvern dag.
Það verður gaman á laugardaginn. Allt í bland, nýtt og notað og vonandi eitthvað gott í gogginn líka.
Dagurinn á morgun fer í frekari undirbúning og það er skemmtileg helgi framundan.
Sofið rótt kæru lesendur þessarar síðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2008 | 09:43
Daginn !
Hef nú ekki margt að segja í dag, er að reyna að taka til hér heima og ætla að klára það fyrir hádegið. Ég ætlaði nú að sofa aðeins lengur í morgun en er einhvernvegin ekki að gefa mér mikinn tíma til þess núna. Það verður bara síðar.
Komin hláka og ég sem var að vonast til að snjórinn héldist því þá gat verið að hún Tinna mín kæmi með pabba sínum norður um helgina á skíði, mamma hennar á kafi í prófum, svo það hefði verið upplagt fyrir þau að skella sér. Hún var nefnilega búin að óska eftir að fá að vinna með ömmu sinni í Norðurporti.
Það dugar ekki að drolla lengur.
En spakmælið fyrir daginn í dag er:
Deildu með öðrum því sem
himneskt er - deildu með öðrum
kærleikanum.
Megi dagurinn fara um ykkur mjúkum höndum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 19:40
Dagur 1.
Gekk vel, það var tekið mjög vel á móti mér og mér gafst næði til að undirbúa helgina.
Telja saman bása og borð, gera lista yfir það allt saman og skrifa út kvittanir og fá smá yfirsýn yfir í hvað stefnir. Er búin að leggja drög að fleiri borðum, því það verða fleiri sölumenn þessa helgi en síðustu, sér í lagi á laugardaginn. Þannig að það komast ekki fleiri fyrir þann daginn.
Svo barst mér svo falleg blómasending og kort inn á borð til mín í dag, alltaf hægt að koma manni á óvart og slíkt yljar sko heldur betur um hjartaræturnar. Takk Vilborg systir mín
Vonast eftir frábærri mætingu aftur í Norðurportið, enda úrval af fallegri gjafavöru á góðu verði.
Við ætlum í félagi við strákana sem eru með diskamarkaðinn í hinum helmingi hússins að reyna að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin - jólasveinar, hmm, kemur í ljós !
Það kemur dagur eftir þennan dag. Njótið kvöldsins, það ætla ég að gera og safna kröftum
Bloggar | Breytt 10.12.2008 kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2008 | 10:46
Dagur 1, í Sprotasetrinu.
Fer í dag í fyrsta skipti að vinna á skrifstofunni sem ég fékk í Sprotasetrinu. Það verður gaman að fara að sjá fólk aftur í vinnunni - ekki bara ég og hann Dalí minn alla daga alein. Við höfum svosem haft það alveg ágætt saman en þetta verður líflegra. Ætla að vera þar frá klukkan 13 - 16.
Spakmælið í dag:
Lífið er meira en veraldlegir
hlutir. Hlutir geta veitt okkur
tímabundna ánægu en
aðeins Guð og kærleikur
hans getur nært sálina.
Megið þið njóta dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2008 | 16:00
Sprotasetur.....
Ég er búin að skoða aðstöðuna sem ég fæ á Sprotasetrinu nýja sem er hjá "Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar". Fín skrifstofa bíður mín með síma og tölvutengingu, og ég get unnið það sem ég þarf að gera í pappírum vegna Norðurports og fengið aðstoð - ekki veitir mér af - vel að verki staðið hjá þeim. Ég hef aldrei unnið svona bókhald ein og sér, aldrei verið með eigin fyrirtæki . Svo ég get örugglega lært margt af þeim.
Svo geta þeir sem vilja komið og spjallað við mig ef þeim liggur eitthvað á hjarta í sambandi við Norðurport.
Þannig að nú get ég haldið áfram að þróa Norðurports hugmyndina og gert þetta allt rétt og vel.
Ég ætla að byrja þar á morgun kl. 13:00. Það verður gaman.
Ég var næstum því búin að gleyma spakmæli dagsins, það má ég ekki:
Hluti af vonbrigðum lífsins er að
við fáum ekki alla drauma okkar
uppfyllta en það dásamlegasta
við himnaríki er að Guð mun
annaðhvort láta þá rætast eða
gefa okkur eitthvað enn betra.
Njótið vel þess sem eftir er af deginum, gott að koma heim og halda áfram að "dúlla" inn jólin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2008 | 21:28
Dagur 2, Norðurport....
...ég er þreytt en mjög ánægð með daginn. Frábærar nýjar vörur komu inn í dag og margir gestir.
Það er varla hægt að lýsa þessu, það er mikil gleði í sál minni og sinni.
Næsta helgi er fullbókuð og stefnir í að bæta þurfi við borðum.
Tek nú hvern dag í einu eins og áður og skipulegg hvernig næsta helgi kemur til með að vinnast. Biðlistinn er komin í gang !
Takk, bara öll sem unnuð með mér þessa helgi og líka öll hin sem haldið áfram um næstu helgi, án ykkar væri þetta vonlaus barátta ! Svo verður gaman að hitta þá sem koma nýir inn og sjá þeirra vörur.
Það var frábært að fá listakonuna Laufeyju Skúladóttur frá Stóru Tjörnum og bróðurdóttur hennar hana Hrönn. Þær hafa verið að hanna saman. Þær slógu í gegn með þæfðu ullarvörurnar sínar, ásamt öllum hinum sem voru með nýtt handverk, frábærar vörur, eigin hönnun og innfluttar vörur og endurnýtanleg föt, handmálaða listmuni, handmáluð kerti og svo mætti lengi telja. Kynningarnar allar, flottar og sama hvert maður leit, nýjar leirvörur, glervörur, kort og hvað sem var - Það gladdi mig að fá nunnurnar með sitt litla borð. Svo kom fjölskylda sem var að flytja og það var sniðugt hjá þeim að koma með allt það sem annars hefði farið í ruslið en því ekki að lofa frekar öðrum að njóta fyrir lítinn pening ?. Flott samsettning þetta !
Til hamingju sölufólk í Norðurporti, þið kunnið svo sannarlega ykkar fag, þið voruð flott, ÖLL SEM EITT ! Takk fyrir það.
Ég hitti í gær mann sem var með hugmynd að vörum sem mig langar mikið til að komi inn, harðfisk og hákarl, það fer í athugun. Svo er ég að vona að hugmynd mín um smá kaffitorg verði að veruleika, það er líka í athugun. Svona þróast þetta smátt og smátt.
Á morgun upphefst könnun hjá mér um borðafjölda fyrir næstu helgi, allt að verða fullt og mig vantar greinilega fleiri borð......."hugs" "hugs".................
Á morgun mánudag ætla ég að reyna að hvíla mig smá en mæti samt í nýja Sprotasetrið til að kynna mér hvað ég get gert þar með mér fróðari mönnum/konum um markaðsmál og allt og allt...ég er mjög spennt fyrir því. Svo ætla ég að sinna heimilinu mínu smá því hér þarf líka að taka til hendinni.
Kem með spakmæli mánudagsins á morgun og sennilega ekkert annað !
Eigið góða nótt og ég óska ykkur góðrar vinnuviku
Bloggar | Breytt 8.12.2008 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2008 | 22:55
Að áliðnu kvöldi...
.....einu sinni var ég að gera skapandi hluti í leiklist og að semja ljóð og annað efni.
Að áliðnum degi, kom ég heim eftir opnun Norðurports. Þetta var eins og nokkurskonar frumsýning. Mér líður vel, því dagurinn var vandræðalaus og allt sölufólkið eins og hugur manns. Perlur, öll saman.
Í stuttu máli, heppnaðist allt vel, fullt út úr dyrum frá opnun til loka og allir sælir og glaðir með daginn.
Ég fékk yndislega gjöf frá sölufólkinu öllu í dag og fallegt kort. Einnig blóm og fallegt kort frá elskulegum tengdaforeldrum dóttur minnar.
Ég sem vissi ekki í gær hvaða fólk ég ætti eftir að hitta í dag, aðeins fengið pantanir frá því í síma. En það sannaðist að ef þú hefur eitthvað að gefa, færð þú það endurgoldið. Frábært fólk á gólfinu í dag og flestir verða aftur á morgun að viðbættum nokkrum nýjum.
Harmonikkuleikarinn sem spilaði fyrir okkur í klukkutíma í dag, falleg íslensk lög kom eftir það og sagði. "Ég gef mína vinnu, þetta er nýtt fyrirtæki og við ný fyrirtæki vil ég styðja". Flottur Jón Hrólfsson, takk.
Ég á ekki orð.
Spakmæli dagsins á morgun er:
Lýstu upp daginn með
geislum þakklætis.
Gátu nú ekki verið betri skilaboð inn í dag tvö í Norðurporti.
Nú er komin tími á svefn, best að safna kröftum fyrir morgundaginn.
Megið þið eiga góða nótt
Bloggar | Breytt 7.12.2008 kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2008 | 22:11
Jæja...........
Vinnudeginum var að ljúka, og ég er bara alls ekki þreytt, líður bara vel.
Verkefnalistinn kláraðist og það er orðið hreint og fínt í Norðurportinu. Ég verð að viðurkenna að ég er bara stolt, við vorum þrjú í að þrífa borðin og raða þessu upp. Algjört akkorð, maður hefði fengið góð laun ef maður hefði verið í síldinni í gamla daga, þegar merkin voru sett í stígvélið fyrir hverja tunnu og maður hamaðist eins og óður væri. Eins hefði þetta þurft að vera í dag, merki fyrir hvert borð þau voru svo skítug, enda búin að vera í geymslu árum saman. En merkin okkar eru bara ánægjan yfir vel unnu verki. Það var góður nágranni okkar hann Fjölnir sem hjálpaði okkur, takk þín hjálp var svo sannarlega vel þegin og bjargaði miklu !
Svo fékk að vita í dag að ég er komin inn á Sprotasetrið (sem sett var upp fyrir atvinnulausa sem vilja stofna fyrirtæki) ég get verið þar með vinnuaðstöðu og fengið hjálp við að halda áfram í þessu verkefni. Það er gott þegar maður kann ekki mikið í fyrirtækjarekstri. Fer að hitta þau á mánudaginn, þá fer skrifstofan mín líklega bara þangað í bili. Það er gaman að vera byrjaður á verkefni sem maður fær stuðning við og vera innan um fólk aftur og spennandi að hitta fólk sem er að byrja á einhverju nýju . Mikið er ég glöð !
En svo var hún "móðir væn" að minna mig á endurtekna lækinsskoðun núna um miðjan des. Það má ekki farast fyrir, gleymi því sko ekki, því það þarf ég að gera.
Svo spakmæli fyrir 6.des. komið hér inn, set ég það inn núna fyrir svefninn. Langur vinnudagur á morgun.
Stund í bæn getur lyft þér
upp á vængjum anda Guðs
og hjálpað þér að sjá
heildarmyndina frá
réttum sjónarhóli.
Sofið rótt vinir og vandamenn Læt heyra frá mér fljótlega.
Bloggar | Breytt 7.12.2008 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.12.2008 | 10:47
Föstudagur...
....púff, hvað vikan hefur liðið hratt. Listinn í dag er langur og get í raun ekki byrjað firr en eftir kl.12:00. En ýmis símaerindi gat ég klárað.
Ég á eftir að þvo ein 50. borð fá 20. spónaplötur, sækja pappírsdúka á þau, fara í heilbrigðiseftirlitið eftir leyfinu og sækja veitingarnar sem okkur voru gefnar í tilefni dagsins. Klára að þrífa og setja dúka á borðin. Svo kemur útvarpið í heimsókn klukkan 15:00.....vonandi endist mér dagurinn í allt þetta. Hef svo sem ekki beðið neinn um hjálp en ef einhvern sem les þetta langar virkilega til að taka til hendinni...þá væri ekki hægt að slá hendinni á móti því.
Það eru miklar draumfarir á mér eitthvað núna. (ekki svefnfriður).
Mig dreymdi í nótt að ég sæi stór hús fara af grunni sínum og svífa upp í loftið. Ég var með Vilborgu systur og þegar ég sagði henni þetta sagði hún." Æi, ertu nú farin að fá ofskynjanir aftur" (ég hef aldrei séð neitt svoleiðis) En þetta var skrítið og mér leið eins og ég svifi á skýi og gæti ekki snert jörðina.
Svo kom martröðin, fullt af æpandi konum að skamma mig fyrir að hafa ekki staðið mig nógu vel í undirbúningi og þeim fannst allt ómögulegt og þegar ég spurði þær hvort þær hefðu ekki selt vel, æptu þær á mig " VIÐ SELDUM EKKI EINN HLUT" Og ég vaknaði frekar sveitt !
Vonandi eru þetta ranghverfir draumar, hef ekki tíma til að fletta þeim upp.
Enn spakmælið dagsins má ekki vanta:
Guð vill blessa þá sem treysta
ekki á sjálfan sig og vita að þeir
þurfa á honum að halda. Hann
getur ekki hjálpað þeim sem finna
ekki löngun til þiggja hjálp hans.
Megið þið eiga sem bestan dag, veit ekki hvort ég skrifa meira hér firr en á sunnudag.
En á meðan Krossum fingur fyrir góðu gengi á morgun, þarf svo sannarlega á ykkar góðu hugsunum að halda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)