4.12.2008 | 11:20
Stjörnuspá krabbans í dag...
Þig dreymir um að flytja á landbyggðina, eða alla vegana rétt út fyrir bæinn. Töfrar þínir og þolinmæði geta skilað þér stöðuhækkun á árinu.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2008 | 11:15
Norðurport.
Sökum mikillar eftirspurnar er hér slóð á heimasíðu Norðurports. Þar eru allar upplýsingar um starfssemina. Slóðin er http://nordurport.is
Ung stúlka sem ég þekki nú ekki mikið, hjálpaði mér, yfirfór texta og stafsetningu. Takk ljúfan, þú ert einstök eins og fleiri..............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 07:18
Upp er runnin fimmtudagur....
Spakmæli dagsins:
Betra er að leita að lausn
vandans frekar en að kenna
einhverjum um hann.
Mig dreymdi skrítin draum í nótt. Ég var að ganga upp fjall, það var mikill snjór og erfitt yfirferðar. Þá mætti ég ókunnum manni sem sagði " Ef þú ert þreytt skalt þú hvíla þig vinan" og hann hjálpaði mér að setjast, setti utanum mig teppi og stóð hjá mér. Ég sagði " Ætti ég kannski ekki að halda áfram, mér lýst ekki alveg á færðina"? Svarið var " Auðvitað kemstu alla leið, það er mikið betra færi hér fyrir ofan okkur, ég skal labba með þér".
Meira man ég ekki úr þessum draumi nema að það var kalt en mjög fallegt veður, mikil birta á himni.
Annað:
Held áfram að undirbúa helgina, sæki lánsborðin í dag og sé þá hvernig þetta kemur út. Er með fiðrildi í maganum, er að vona að þessi borð dugi, annars verð ég að grípa til einhverra úrræða. Finnst samt að þessi draumur boði nokkuð gott og allt gangi þetta upp.
Ég er eiginlega búin með að setja inn á heimasíðuna hjá Norðurporti, það vantar þó ennþá að hægt verði að panta þar í gegn en það kemur.
Njótið dagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2008 | 21:26
Að kveldi dags...............
Ég fletti dagatalinu góða í kvöld. Opnaði síðan á einhverjum stað. (dagatalið heitir "Vegur til farsældar" og ég vitna í það á hverjum degi og ég leita mikið í það þessa dagana, enda gjöf frá yndislegri manneskju).
Upp kom:
Til að eiga vini verðurðu að vera vinur.
Til að munað sé eftir þér verðurðu
að muna eftir öðrum.
Til að vera elskaður verðurðu að
elska aðra.
Eitthvað sem þörf var á fyrir svefninn.
Munum að gæta hvers annnars.
Megið þið sofa rótt
Bloggar | Breytt 4.12.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2008 | 07:41
Miðvikudagur........
Góðan og blessaðan daginn !
Daglegt blogg verður stutt, þar sem nóg annað er að gera.
Vildi samt láta ykkur vita að heimasíðuna fyrir Norðurport er nú hægt að skoða, þó ekki sé hún alveg tilbúin. En vonandi verður hún klár um helgina. slóðin er http://nordurport.is Síðustu daga hef ég verið að smá bæta inná síðuna upplýsingum.
Spakmælið í dag er í lengra lagi:
Fólk sem fer fram af kappi frekar
en forsjá er fólk mistaka. Stærstu
mistökin liggja í því að það knýr
verkið áfram af eigin afli og visku
í stað þess að leita aðstoðar
Guðs og annarra manna.
Síðan lokaði ég dagatalinu og ákvað að birta það sem kæmi ef ég opnaði það af handahófi og léti það sem kæmi fylgja mér inn í daginn.
Lífið er ekki keppni heldur tækifæri
fyrir þig til að gera það besta úr því
sem þú hefur.
Svo mörg voru þau orð.
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 07:21
2. desember....
Góðan daginn.
Er sest við að setja inn upplýsingar á heimasíðu Norðurports, sem nú er í smíðum. Verður vonandi tilbúin fljótlega, þá verður hægt að panta bása/borð þar í gegn sjá verð og ýmsar upplýsingar. Kemur líklega til með að létta eitthvað á símanum.
Ég reddaði því í gær að ég get boðið upp á safa og kex á laugardaginn, allir voðalega almennilegir við mig ! Svo fáum við ljúfa tóna frá harmonikkuleikara frá kl.13 til 13:30.
Dagurinn í gær var alveg hræðilega fljótur að líða og verkefnin í dag eru mörg. Ég geng með bók og minnislista til þess að eitthvað klúðrist nú ekki.
En þetta mjakast allt. Gaman hvað allir eru jákvæðir. Það lítur út fyrir að laugardagurinn verði mjög líflegur og sunnudagurinn líka. Er að senda auglýsingu í Dagskrána á eftir.
Spakmæli dagsins í dag:
Undir handleiðslu Guðs
má framkvæma erfiða hluti
samstundis en hið ómögulega
tekur aðeins lengri tíma.
Áður en við vitum af verða komin jól og þegar ég byrjaði að hugsa um þetta fyrirtæki, gleymdi ég samstundis því sem ég var komin vel af stað með - skápaþrifum og fleiru í þeim dúr, en mér gefast nú örugglega einhverjar stundir í það þegar allt verður komið í gang. Það verður öðruvísi að vinna um helgar en það er líka bara gaman að breyta til
Megið þið eiga góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2008 | 07:19
Mánudagur...01.12.2008
Góðan daginn ! Og gleðilegan fullveldisdag.
Fyrst spakmæli dagsins:
Ávarpaðu fólk með nafni
það hljómar eins og tónlist í
eyrum þess og sýnir að þér
þykir vænt um það.
Það var hryssingslegt úti áðan, skrapp með hann voffa minn út að hreyfa sig. Það snjóar aðeins.
Er með langan lista yfir það sem ég þarf að gera í dag. Það verður strikað út jafnóðum þegar líður á daginn.
Býð velkomin nýjan bloggvin magnuss. Hann er Austfirðingur og sjálfmenntaður í myndlist að eigin sögn, væri gaman að sjá myndir eftir hann. Það var gott að búa á Austurlandi og þar býr gott fólk, það reyndi ég. Bjó um nokkurra ára skeið þar, um tíma á Egilsstöðum og síðan á Reyðarfirði.
Eigið sem bestan dag og njótið lífsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2008 | 15:37
Stjörnuspáin mín í dag er ekki slæm....
KRABBI 21. júní - 22. júlí
Í miðjum klíðum við áskorun ertu nú þegar sigurvegari. Haltu bara þínu striki því þú ert á réttri leið.
Alltaf gaman að kíkja á stjörnuspána !
Var að koma frá því að þrífa í húsnæði Norðurports - tek þetta svona skref fyrir skref !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 10:52
Sunnudagsmorgun...
Fyrst spakmæli 30. nóvember:
Sérhvert óséð kærleiksverk verður
endurgoldið opinberlega á himnum.
Ég hef verið að hugsa undanfarið sem aldrei firr. Þetta er svona eins og að vakna af dvala.
Einu sinni var ég alveg á fullu, fyrst skrifaði ég sögur, samdi líka vísur og síðan nokkur leikrit sem voru sett upp austur á fjörðum, bæði með Leikfélagi Reyðarfjarðar og síðan með krökkum í níunda bekk Grunnskólans þar. Síðar var eitt leikrita minna sett upp hjá Leikfélagi Hornafjarðar og ekki alls fyrir löngu í Grunnskóla í Borgarfirðinum syðri. Þegar ég flutti hingað norður varð lífsbaráttan hörð og ég og maðurinn minn börðumst áfram það var á árunum 1991 - 2000. Engin tími fyrir neitt nema fyrir baráttuna um brauðið, hér þekktum við nánast engan og urðum virkilega að berjast.
Þá var ekki mikið um vinnu fyrir útlendinga hér á svæðinu en við þraukuðum. Hann var inn og út úr vinnu, þau ár fóru fyrirtæki líka á hausinn, hvert á fætur örðu, voru endurreist en fóru gjarnan á hausinn aftur, kannski þraukuðum við bara vegna þess að ég var í vinnu. En þetta var erfitt.
Við reyndum líka að vera í heimalandi hans eitt sumar en þar voru launin svo lág að við lifðum betur hér á mínum launum. Og auðvitað kaus ég að vera sem næst dætrum mínum frekar en að flytja burt.
Hann er nú loksins búin að vera samfellt í sömu vinnunni í nokkur ár og okkur fór að líða eins og venjulegu fólki, gátum keypt íbúð og síðar bíl, allt á lánum auðvitað en það tókst í rólegheitunum.
Nú er bíllinn orðin 7.ára og við eignuðumst hann eftir allt og við bægslumst áfram með íbúðina.
Þá gerist það 22.10.2008 að ég missi vinnuna. Bankarnir voru teknir yfir og ég fékk ekki vinnu hjá Nýja bankanum, þrátt fyrir að hafa unnið í raun fyrir hann í tvær vikur. Ég var búin að vera óslitið á vinnumarkaðnum síðan 1971 og aldrei hafði ég upplifað það að vera sagt upp. Það var þungur biti að kyngja ....eftir 27.ár hjá sama fyrirtæki.
Þarna einhvertíma í millitíðinni um 1997, dreif ég mig á myndlistarnámskeið, mig hafði alltaf langað en aldrei þorað, þar sem ég hélt að allir hinir væru svo mikið betri. Ég var heppin að fara á námskeið hjá góðum kennara sem sagði mér að ég væri efnileg. Síðar skráði ég mig í myndlistarskóla Arnar Inga og var þar í þrjá vetur og endaði þann skóla með myndlistarsýningu og ljóðabók.
Eftir það hef ég farið reglulega á námskeið, bæði í Myndlistarskólanum á Akureyri og til Arnar Inga. Alltaf jafn gaman. Ég hef líka sýnt verkin mín nokkuð reglulega.
Ég fann það, eftir atvinnumissinn þegar frá leið og ég var "bara" heima að sköpunarkrafturinn minn gamli fór að herja á mig og ég fór að hugsa um það hvað ég gæti gert í framtíðinni. Auðvitað dreif ég mig í að sækja um vinnu og fara í viðtal hjá vinnumiðlun og allt það en ég fann eftir hvatningu frá sálfræðingnum mínum (sem ég leitaði til eftir atvinnumissinn) að e.t.v. gæti ég notað alla mína starfsreynslu og sköpunarkraftinn sem birtist aftur til þess að gera eitthvað sjálf.
Því er ég nú að berjast fyrir með Norðurporti. Og ekki verra að geta í leiðinni hjálpað öðrum til að koma sér á framfæri.
Og ég hef fulla trú á þessu. Það hafa svo margir hringt, þó þeir væru ekki endilega að bóka neitt heldur til þess að láta mig vita að framtakið væri gott.
Þarna undir niðri hefur öll þau ár sem ég var í bankanum kraumað undir viljinn til að skapa eitthvað, ég hef að sjálfsögðu lagt alúð við vinnuna mína, unnið með frábæru fólki, eignast marga vini og allt gekk þetta vel. Ég hef líka verið í sköpunarvinnu í myndlistinni. Mér finnst samt núna, ég vera að vakna upp við það að ég eigi að nota vinnukrafta mína í eitthvað sem ég get gert sjálf frá hjartanu. Ég er bara 56.ára og trúi því að ég eigi margt að gefa og margt að þiggja og geti unnið í mörg ár enn.
Allt mitt samstarfsfólk í gegn um árin sem hefur hringt í mig undanfarna daga, sent mér línu, boðið mér heim, komið til mín fært mér gjafir og falleg kort hafa sannfært mig um að ég hef margt að gefa til annarra.
Ef þetta gengur ekki, get ég þó ekki sagt að ég hafi ekki reynt.
Þennan heljarlanga pistil langar mig til að enda á ljóði úr ljóðabókinni minni. Sem ég gaf út þegar ég útskrifaðist úr myndlistarskóla Arnar Inga og heitir " Það sem ég get og vil".
Kvöld í Albufeira.
Í hlýju kvöldinu
kastar tunglið daufu
skyni sínu yfir þorpið.
Húsin svo hvít
halla sér til mín
og segja "Sjáðu mig".
Gatan á enda
og merlandi hafið
í augsýn.
Skólaus í sandinum
- stend ég
og faðma heiminn.
Margrét Traustadóttir
Myndin sem fylgdi þessu ljóði er einmitt hér til hliðar á forsíðunni minni og heitir götumynd eða þorpið.
Hér nokkru neðar á síðunni, sjáið þið skrif mín um Norðurport.
Eftir þennan langa sunnudagspistil. Njótið dagsins
Bloggar | Breytt 1.12.2008 kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2008 | 16:38
Mótmæli á Akureyri.
Ég dreif mig á mótmælafund á Akureyri í dag. Það var kalt og frekar fátt fólk. En það ríkti samhugur meðal fólks og greinilegt að þeir sem þarna voru vilja breytingar á efstu stöðum
Ég var svolítið hissa á því hvað fáir voru mættir en áfram skal haldið og næsti fundur verður eftir viku kl.15:00.
Það átti svo að kveikja á jólatrénu um kl.16.00 en þar sem ég var ein og engin ömmubörn með í för, fór ég heim. Mér leið samt afar vel að hafa farið og tekið þátt.
Annars er helgarleti að byrja að berja að dyrum hjá okkur og gott að safna kröftum fyrir næstu viku.
Þá verður sko nóg að gera !
Megið þið eiga góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)