Laugardagur....

Fyrst spakmælið sem er gott sem endranær:

Ekki líta á áföll sem tap, heldur

sem tækifæri - auðar landspildur

til að byggja á nýja drauma. Smile

Dagurinn byrjar vel er búin að svara nokkrum fyrirspurnum um Norðurport sem biðu mín í póstinum og gaman að þær voru, ein úr Skagafirðinum og önnur úr Þingeyjarsýslunni svo er Reykjavík líka volg enda Kolaportið þar fullt í desember. Einnig búið að bóka í morgun.

Mér vex ásmegin með hverjum degi þar sem áhugi virðist vera mjög mikill.

Annars bara áfram með smérið og nóg að gera.

Eigið góðan dag og látum ekki veðrið aftra okkur í því að njóta hans. Það er góða skapið sem ræður för. Heart


Fyrirspurnir....

....að koma að sunnan. Ennþá hringt mikið til mín héðan af svæðinu og svo hringi ég og kynni Norðurportið - Spennandi.....Smile En nóg í dag, yfir og út í bili, opna aftur fyrir símann kl. 18:00

Smá pása Heart


Nýr dagur....

 

Byrja á spakmælinu í dag:

Glaðværðin á rætur í hjarta

þínu og breiðist þaðan út. Grin

Átti ánægjulegan tíma með sálfræðingnum mínum í gær. Skrítið að margir virðast halda að það sé einhver endastöð eða neyðarúrræði að fara til sálfræðings. Ég held eftir mína reynslu að mjög margir gætu fengið hjálp í upphafi vandamála í stað þess að burðast með þau "forever and ever".

Nýr dagur er skipulagður. Fyrst er það að svara fyrirspurnum fram að hádegi og meðfram því get ég gert ýmislegt í undirbúningsvinnu vegna þess sem til stendur eftir hádegi.

Svo er komið að því um og eftir helgina að þrífa húsnæðið, koma fyrir borðum og básum og reyna að útvega það sem vantar. Ég var svo heppin að fá borð hjá Akureyrarbæ að láni og annað er ég að reyna að reyta saman. Ef einhver veit um stóla sem hægt er að fá að láni eða gefins, viljið þið láta mig vita ! 461 1295. Einnig er ég að reyna að útvega fataslár......

Engu hefur verið til kostað ennþá utan einnar auglýsingar,enda ætlunin að láta þetta vera sem allra ódýrast og standa undir sér.

Svo hefur vinnan mín verið mikil en skemmtileg og verður ekki launuð á næstunni. Ef vel gengur er það seinni tíma vandamál.

Hugsið til mín og látið mig endilega vita ef þið vitið um eitthvað sniðugt fyrir Norðurport.

En nú er morgunverði og bloggi lokið, komin vinnutími ! Wink

Megi dagurinn verða ykkur ljúfur Heart

 


Góður dagur...

...margar fyrirspurnir og bókanir, fólk er glatt og bjartsýnt og þakkar framtakið. Þær vörur sem nú er búið að bóka í bása og á borð eru mjög fjölbreyttar og þetta er mjög svo spennandi !

Mikið er ég glöð að loknu dagsverki, svo verður haldið áfram á morgun, með kynningu og athuganir á ýmsum hlutum sem þurfa að komast á hreint Smile En þetta hefur verið langur vinnudagur en afar gleðilegur. Takk öll sem hafið haft samband á einn eða annan hátt.

Ég var í viðtali við DV og svo er komin frétt um þetta á huni.is og siglo.is. Enda er markaðssvæðið stórt. Frekari kynning væntanleg.

Ég sé að mikið hefur verið komið inná síðuna í gær og í dag, takk fyrir það en gaman væri ef einhverjir vildu tjá sig um málið Wink

Bjartsýni ríkjandi í mínum herbúðum ! Smile

Megið þið eiga góða nótt. Heart


Óveðursmorgun...

Úti hamast stormurinn og það snjóar, inni er bjart og hlýtt og kertaljós í glugga svona til þess að senda birtu og yl til nágrannana sem hafa verið að hamast hérna úti við að hreinsa af bílunum sínum og koma sér í vinnu Smilejólalög í útvarpinu og allt eitthvað svo notalegt.

Ég er mætt í mína "vinnu" við eldhúsborðið og er að lesa bæklinga frá heilbrigðiseftirlitinu og síðan er næstur á dagskrá, bæklingur sem ég fékk hjá Impru um gerð viðskiptaáætlana, hef mikinn áhuga á því að drífa mig á námskeið hjá þeim í febrúar sem er um brautargengi, fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd og hefja eigin rekstur og einnig þær sem eru í atvinnurekstri og vilja auka þekkingu sína. Spennandi námskeið það !

Eftir hádegið fer ég svo í sálfræðitíma. Það gerir mér gott ! (fyrir þá sem ekki vita missti ég vinnuna í endaðan október og það var strembið, þess vegna leitaði ég til sálfræðings).

Spakmæli dagsins í dag er:

Guð lítur oft öðrum augum á

lífið en við. Fyrir honum er stolt

veikleiki en auðmýkt styrkur.

Megið þið eiga góðan dag og komast heil á milli staða í óveðrinu. Heart

Greinin mín um Norðurport er hér næst á undan, þar sem ég segi frá því hvernig ég vil sjá markaðinn og því helsta um það hvernig ég hef hugsað mér hann, og ekki komst fyrir í stuttri auglýsingu.


Norðurport Akureyri.

Síðustu vikurnar hef ég unnið hörðum höndum að því að setja á stofn markað - einskonar Kolaport norðursins. Talað við mann og annan og gengið á fund bæjarstjóra með skipulag að starfseminni !

Húsnæði fengið a.m.k. næstu vikurnar og ég ákvað að skella mér í dæmið.

Auglýsing þessi birtist í Dagskránni á Akureyri í dag og er svona, vona að það sé í lagi að birta hana hér þar sem hún er komin inn á öll heimili núna.

 

 

 

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri

 

 

 

 

(Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri).

Margt fleira hefði ég viljað segja þarna en plássið full lítið.

Mig langar að hafa þetta fjölbreytt og lifandi.

Mig langar til að sjá nýbúa með vörur og gamalt fólk með sokka og vettlinga og spákonur með tarot, bolla og lófaspá, fólk að selja laufabrauð og kartöflur og líf og fjör. Möguleikarnir eru nær endalausir. Ég var ekki búin að hitta heilbrigðisfulltrúann þegar auglýsingin þurfti að berast og ég vissi að það eru ýmsar hömlur þegar kemur að matvælum en veit núna að allir þeir sem eru með vörur pakkaðar í plast og þegar með leyfi frá heilbrigðiseftirliti geta komið hindrunarlaust, við þurfum að vísu kæliskápa en því ætti að vera hægt að redda, og svo hinir sem vilja selja matvöru þurfa að fylgja vissum reglum og þurfa líka leyfi hver og einn þó svo að rekstraraðili hafi þetta leyfi !

En ég þarf endilega að ná í parta úr Þingeyjarsýslu og laufabrauð og eitthvað svona gott í gogginn, já líka harðfisk, kartöflur....þetta kemur. Og ekki gleyma harmonikkuleik og öðrum skemmtilegheitum. Held áfram að vinna að þessu !

Síminn hjá mér stoppaði ekki milli kl. 18 - 19. Svo er bara að sjá hvernig verður á morgun.

Eins og ég hugsa þetta á opnunartími að vera frá kl. 11:00 til kl. 17 á laugardögum og sunnudögum og ef vel gengur mun ég bæta föstudögum við frá kl. 13:00 til kl.18:00.

Og það skal tekið fram að þetta er hugsað til framtíðar ekki bara í desember.

Ég vona svo sannarlega að dæmið gangi upp.

Annað, ég fékk yndislega heimsókn frá firrum samstarfskonu í bankanum og afar fallega gjöf og ekki síst falleg orð á korti. Slíkt yljar sko aldeilis um hjartaræturnar Heart Takk Gréta mín.

Megið þið eiga góðan nætursvefn og vakna eldhress á morgun Smile Hvernig sem viðrarWhistling

Svo vil ég bæta við að verið er að vinna að heimasíðugerð fyrir Norðurport og þar verður hægt að skoða verð á básum og panta sér bása eða borð. Auglýsi slóðina væntanlega í næstu viku.


Bloggvinir...

...ánægjulegt að fá fjóra bloggvini sama daginn Fjólu, Guðjón Ólafsson og hann Ödda kennara. Einnig hana Huld eða ringarann !

Velkomin í bloggvinahópinn Smile


26. nóvember.

Flott spakmæli í dag:

Líttu á hverja hindun sem þrep

í stiga velgengninnar og þú

munt halda áfram upp á við til

meiri og betri verka.

 

Ég er ekki með eins mörg verkefni í dag en samt alveg nóg.

Þetta smá kemur allt. Er ennþá viðbúin því að undirtektir reynist

ekki nógu góðar - en vil bara ekki trúa því á þessum síðustu og verstu !

En það byrjar vonandi að koma í ljós í dag. Vilborg "upplýsingafulltrúi"

er á fullu að reyna að koma mér í viðtöl vegna málsins. Ekki hefur það

nú verið mín besta hlið en þar sem ég er í þessu af mikilli hugsjón þá

held ég að ég spjari mig - enda engin til að bjarga mér útúr því nema

ég sjálf

Eigið góðan dag.


Allt á fullu........

Fyrst spakmælið þar sem það á sérstaklega vel við í dag.

Það getur verið erfitt að taka ákvarðanir

en erfiðar ákvarðarnir styrkja þig. Smile

Ég byrjaði að vinna kl. 08 í morgun, gat ekki sofið fyrir hugsunum og hugmyndum.Gasp

Það fór svo að ég setti auglýsingu sem kemur í Dagskránni á morgun ! Þá fæ ég að vita hvort einhverjir hafa áhuga fyrir þessu dæmi.

Síðan var allskonar könnunarvinna og ég hafði samband við atvinnuþróunarsjóð og heilbrigðiseftirlitið, fyrirtækjaskrá vegna kennitölu o.fl.o.fl. Það er í mörg horn að líta.

Fór síðan á fund með heilbrigðiseftirlitsmanni í húsnæðinu og fékk næstum alveg grænt ljós og þaðan í Impru til þess að athuga með styrk sem ég ætla að sækja um.

Bæklingar og umsóknarblöð eru hér allt í kring um mig og nóg að lesa Joyful skrifstofan hefur nú breiðst um íbúðina með ógnarhraða....Blush

Megi dagurinn reynast ykkur góður Heart


Stór spurning.....???

Ég stend frammi fyrir stórri spurningu.

Málið sem ég hef verið að reyna að koma í höfn er fyrirtæki sem er nú ekki af minni gerðinni.

Norðurport (hið Norðlenska kolaport). !!!!

Já, ég get fengið gott húsnæði tímabundið að vísu en ég er samt að hugsa um að skella mér í þetta dæmi. Ég þarf að hafa hraðar hendur ef ég ætla að koma þessu á koppinn í desember.

Ég hef setið við að undirbúa málið undanfarnar vikur, talað við fjölda manna, kannað grundvöll, gengið á fund bæjarstjóra með bréf varðandi málefnið og leitað úrlausna til fjármögnunar.

Í kvöld ákvað ég að senda inn auglýsingu í dagskrána á miðvikudaginn og athuga hvort fólk muni panta sér bása. Ef undirtektir reynast viðunandi mun ég skella mér af stað.

Hvað haldið þið svo ? Að ég sé á réttum stað á réttum tíma ?

Mín tilfinning er sú að ef þetta gengur ekki núna - þá gengur það aldrei.

Með þessu væri blásið einhverju nýju inn í bæjarfélagið á þessum síðustu og verstu ! Ekki bara fyrir bæinn okkar heldur líka fyrir Norðurlandið allt.

Nú verð ég að bíða og sjá hvað gerist - verður grundvöllur fyrir slíku hér ?

Fer að sofa og hugsa eins og ég hef gert undanfarin kvöld og ég get bara ekki losnað við þetta verkefni úr huganum síðan mér datt þetta í hug.

Allavega hef ég haft nóg um að hugsa síðustu dagana og ekki legið í eymd og volæði atvinnuleysisins....það er þó kostur Smile

Megið þið eiga góða nótt Sleeping

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband