Góðan daginn...

.............

Spakmæli dagsins :

Lífið er eins og lækur.

Bugðurnar á leiðinni eru

ætlaðar okkur til leiðbeiningar

en ekki til að stöðva okkur.

Ekki slæmt, ég er að fara að brasa svolítið í dag í sambandi við það sem ég var að tala um um daginn , er orðin nokkuð vongóð um að það mál endi sem jákvætt fyrir mig Wink Það kemur í ljós.

Megi mánudagurinn fara vel í ykkur !


Og sunnudagur........

Þá eru litlu systurnar farnar til síns heima, alltaf tómlegt á eftir.

Við gerðum okkur glaðan dagi í gær og fórum í "Jólahúsið" sem færði okkur jólastemmingu beint í æð og þaðan fórum við í "Minjasafnið" þar sem við skoðuðum gamla hluti og þar var á boðstólum hangikjöt og laufabrauð og ekki minnkaði jólahugurinn við það. Þaðan fórum við svo í "Ketilhúsið" þar sem nýbúar buðu uppá heimsókn í þeirra jólastemmingu með stofum frá mörgum löndum og gestir fengu að smakka á kræsingum frá hverju landi fyrir sig. Við komum heim í jólaskapi og bjuggum til súkkulaði með rjóma.

Í gærkveldi var svo kósý kvöld og smá nammi.

Í morgun fórum við á vinnustofuna og þær systur máluðu hvor sína mynd.

Skemmtileg heimsókn og allar slíkar líða svo hratt Heart

Spakmæli dagsins:

Biddu Guð að staðfesta ákvarðanir

þínar. Hann getur forðað þér frá

mistökum, sýnt þér hverju þú ert

að gleyma, gert góðar hugmyndir

að frábærum og gefið þér þá fullvissu

og sjálfstraust sem þú þarfnast til

að halda áfram.

Megið þið eiga góðan sunnudag Smile


Laugardagur...

...í gær föstudag, skemmtum við okkur saman ömmustelpurnar og amman. Það var ýmislegt brallað.

Spakmælið í gær var:

Gerðu það sem þú getur. Ef þú biður mun

Guð gera það sem þér er ekki fært.

 

Þessa stundina eru þær systur að horfa á barnaefnið en það var sko vaknað klukkan átta í morgun eins og venjulega. Stefnum á jólahúsið í dag og eitthvað meira og svo á víst að kveikja á jólatrénu á Ráðhústorgi, þangað ætlum við líka. Það verður því nóg að gera í dag Smile

Spakmælið í dag er:

Hugsaðu til himins,

hafðu fæturna á jörðinni

og hjartað á réttum stað.

Megið þið eiga góðan dag og góða helgi Heart

Vilborg, morgunstund gefur gull í mund. Notaði tækifærið í smá blogg meðan systurnar eru að horfa á barnaefnið Smile

Hrönn átti nokkra gullmola í gær þegar hún snéri ömmu sinni í kring um sig.

"Komdu bara með brauðið inní stofu, svo ég missi ekki af" (vorum að horfa á Mamma mia og hún vildi brauðsneið).

"Oohhh, ég þoli ekki að hann Páll Óskar skuli vera á hælaháum skóm" (Páll Óskar var að syngja í útvarpinu þegar við vorum í bílnum og vorum að koma úr Bónus í gær).

"Við vorum alveg eldsnöggar" ( sagt þegar ég var að taka hana úr bílstólnum , eftir Bónusferðina sem við fórum í tvær)

" Amma vertu snögg" ( sagt þegar hún nennti ekki að bíða eftir mér í þvottahúsinu og skondraði inn í íbúð). LoL

 


Stutt í dag....

....

Spakmæli dagsins:

Það borgar sig að hlusta á

aðra. Sérhver einstaklingur veit

eitthvað sem þú veist ekki.

Er að undirbúa komu dótturdætra minna tveggja sem koma í kvöld.

Það verður gaman, önnur er 10 ára og hin 4.ára. Við ætlum aldeilis

að hafa það gott saman.

Lifið heil og njótið lífsins Heart


Flogin burt....

HeartÞá er Vilborg flogin til síns heima, þetta var frábær tími og ekki laust við einmannaleikatilfinningu þegar ég kom til baka af flugvellinum - engin til að spjalla við. Svo er það eitthvað svo gott líka að geta verið saman án þess að vera alltaf að tala, við lásum, spjölluðum, hlógum, elduðum og hvöttum hvor aðra í myndlistinni og öðru...við fengum líka góðar heimsóknir, Kristín elsta og besta vinkona Vilborgar var hér í bænum um helgina, og kom til okkar í mat og svo kom Kristjana "mín" aðeins í morgun en þær, hún og Vilborg voru saman einn vetur í Laugaskóla. Skemmtileg tilviljun.

Já, hvar væri maður staddur ef maður ætti ekki svona góða að Smile

Takk Vilborg fyrir ómetanlegan tíma - sem bætist nú í minningabanka málaralistarinnar og alls annars Wink Þér hefur farið mjög mikið fram og haltu bara ótrauð áfram !

Spakmælið: (á vel við í dag)

Öll sköpun Guðs sannar tilvist

Guðs - fullkomnun hennar,

skipulagning, samstilling,

samhljómur, eining og jafnvægi.

 

Eigið góðan dag Heart


Þriðjudagur...

Mikið að gera í dag. Við systur fórum í verslunarleiðangur, aðallega til þess að versla fyrir hana mömmu okkar jólagjafir, sem hún ætlar að gefa barnabörnunum. Það gekk vel og við fórum svo og sóttum listaverkin okkar frá námskeiði helgarinnar.

Við stormuðum síðan niður á vinnustofu og munduðum penslana í gríð og erg fram undir kvöldmat.

Nú fer heimsókninni hennar Vilborgar að ljúka að sinni hún flýgur suður á morgun Frown

En allt sem er gaman líður of fljótt, en vonandi endurtökum við leikinn sem fyrst. Happy

Um helgina fæ ég svo Tinnu og Hrönn í heimsókn en þær ætla að vera hjá okkur á meðan pabbi þeirra skreppur til rjúpna, líklega fram á sunnudag Smile

 

Spakmæli dagsins er:

Þótt nafn þitt komist í afrekaskrár

heimsins mun það aðeins verða

þar þangað til einhver ögn hraðari,

sterkari eða gáfaðri gerir betur.

Sýndu kærleika og hann mun

endast um eilífð.

Eigið góða nótt.Heart


Að áliðnum degi...

....fyrir svefninn, kemur spakmæli dagsins.

Á himni munum við ekki aðeins

sitja á skýjum og spila á

hörpu eins og sumir halda.

Himinninn verður fullur

af viðburðum, spenningi,

opinberun, lærdómi og - það

sem best er af öllu - kærleika.

Við systur vorum að koma úr höfuðbeina og spjaldhryggðmeðferð, ótrúlega þægilegt og gott.

Takk Kristín fyrir þessa fallegu gjöf !Heart

Megið þið eiga góða nótt Smile


Mánudagur enn á ný...

Námskeiðið okkar var frábært, mikill samhugur og kraftur og mikil afköst.

Helginni var því vel varið. Við fengum það skemmtilega verkefni að tjá reiði á striga á laugardaginn og á sunnudaginn breyttum við sömu myndum, eða unnum úr reiðinni - skemmtilegt verkefni og fjölbreytt. Og ekki skrítið að ástandið í þjóðfélaginu væri áberandi í þeirri reiði sem fólk þurfti svo að vinna úr næsta dag. Flott verkefni þetta !

Allir voru duglegir og þetta var bara æðislegt.

Spakmælið kemur síðar í dag

Hafið það gott Heart


Lokadagur námskeiðs.....

Við erum risnar úr rekkju að gera okkur klárar í lokatörnina. Það verður málað frá klukkan 10 til 19 aftur í dag. Nokkur verk sem á eftir að klára og líklega málaðar ein til tvær myndir í við bót.

Það er gaman að vera í svona "akkorði" Vonandi verðum við frjóar og náum að gera okkar besta.

 Spakmæli fyrir daginn í dag :

Fyrir hverja angist hefur Guð gleði.

Fyrir hverja kvöl á hann græðandi

smyrsl.

Fyrir hverja sorg á hann huggun.

Fyrir hverja reynslu á hann sigur.

Eigið yndislegan sunnudag. Heart

 

 


Að áliðnum laugardegi.........

Myndlist frá klukkan 10. í morgun til klukkan sjö í kvöld, yndislegt ! Komum alsælar heim í kvöldmatinn góða sem beið okkar á borðinu, eiginmaðurinn sem var að rísa upp úr sárum tveggja daga veikindum bar okkur flottan málsverð á borð.

Þrátt fyrir það að allir puttar væru bláir, jafnvel eftir gott bað eftir matinn - var þreyta í skrokknum en sæla í sálinni og bjartsýni fyrir morgundeginum. Takk fyrir daginn öll.

Við ætlum snemma í háttin, þar sem annar eins dagur bíður okkar á morgun, við verðum líklega komnar með fimm til sex myndir hvor eftir helgina og þar fyrir utan var þáttaka  í gjörningi í dag og útrás í verkefni í skólanum þar sem við máttum tjá REIÐI - ekki skorti "útrásina" hjá námskeiðsþáttakendum Tounge 

Góða nótt og dreymi ykkur sem best Wink

Heart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband