15.11.2008 | 08:35
Laugardagur til lukku..........
Námskeiðið í gær byrjaði vel, góður hópur og notalegt að koma aftur í gamla skólann sem var manns annað heimili í þrjá vetur plús heimsóknir síðar og nokkur námskeið. Allur dagurinn í dag fer í að mála og það ríkir spenningur fyrir vissu verkefni sem okkur verður sett fyrir af kennaranum í dag.
Ég segi fyrir mig að ég er frekar leitandi enda ekki málað að ráði núna um tíma, en það stendur til bóta og þetta kemur allt - þarf að reyna að hafa hemil á sveimhuganum sem er á ferðinni í mér þessa dagana.
Við vitum ekkert hvað Örn Ingi ætlar að leggja okkur fyrir en við vitum að við eigum síðar í dag að fremja gjörning !
Þetta verður góður dagur !
Og spakmælið í dag er:
Þau sem elska Guð hittast aldrei
í síðasta sinn. Ef þau hittast ekki
aftur í þessu lífi munu þau ná
saman á himnum.
Nú skellum við systur í okkur morgunverðinum, eigum að mæta klukkan 10. og verðum alveg til kl. 19. í kvöld. Ab. mjólk og kellogg;s hollusta bíða, veitir ekki af að hafa það hollt og gott !
Njótið dagsins elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 15:52
Föstudagur.....
................
Þegar þú fellur til botns geturðu, með
Guðs hjálp, byrjað að fikra þig upp aftur.
Alltaf nóg að gera þó atvinnulaus sé. Við Vilborg vorum að ná okkur í striga fyrir námskeiðið og skanna bæinn. Við vorum svona að virða fyrir okkur tóm hús og uppí í fjalli í órafjarlægð sá Vilborg hús og spurði í snarhasti hvaða skemma er þetta ? Það var nú "bara" reiðhöllin held ég. Þannig er að hugmynd minni og bralli fylgir sá ljóður að ég þarf svolítið stórt húsnæði.....segi ekki meir í bili.
Var hjá sálfræðingnum mínum í morgun, bara gott mál það.
Verður lítið bloggað um helgina sökum anna !
Lifið heil, reyni samt að setja inn spakmælin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 10:20
Fimmtudagur....
....
Í hvert sinn sem við sýnum öðrum kærleika
tileinkum við okkur meir og meir af eðli Guðs.
Vaknaði snemma til þess að undirbúa komu systur minnar, hvað það verður gott að fá hana til skrafs og ráðagerða á mörgum sviðum. Og svo syglum við inn í námskeiðshelgi og málum frá því kl.19. á föstudag til kl. 18 á sunnudag, megum rétt sofa og borða inn á milli. Kennarinn minn Örn Ingi er algjör snilld þegar kemur að hugmyndum og kennslu......verður gaman !
Það er svona jóla - tilhlökkunar fílingur í manni Ég setti líka upp jólaseríu í gluggann á herberginu sem Vilborg sefur í ...........
Er að fara að gera mig klára á flugvöllinn að sækja Vilborgu.
Eigið góðan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 11:25
Einn dagur enn....
Sit hérna í eldhúsinu mínu sem nú lítur eiginlega úr eins og skrifstofa, fullt af minnismiðum og dóti, fartölvan á borðinu og síminn hringir stanslaust. Ekki laust við að mér sé farið að líða eins og ég sé að mæta í vinnuna þegar ég kem fram á morgnana. Hef allavega hundinn minn þegar ég kem fram til þess að bjóða góðan daginn. Eiginmaðurinn fer svo snemma að við lúrum aðeins áfram. Vonandi get ég bráðum sagt frá því hvað ég er að bralla.....
Ég er búin að biðja almættið fyrirgefningar á reiði sem réðist að mér í gær, ég var ill inní í mér og leið ekki vel, en er að vinna úr þeirri illsku sem á engan hátt á að fá ráðrúm til þess að ráðskast með mig - nei takk Stundum ræður maður bara ekki við þessar hugsanir sem læðast að manni og vilja setjast að. Gagnvart þessu líður mér betur í dag.
Heilræði dagsins:
Hamingjan er ekki glóandi
gull við enda regnbogans,
heldur felst hún í því að
heillast af fegurð hans.
Ekki amaleg skilaboð inní daginn.
Megið þið eiga góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.11.2008 | 15:33
þriðjudagur............
Spakmæli dagsins úr dagatalinu góða:
Ef við hlífum börnum okkar við
öllu mótlæti á meðan þau eru
ung rænum við þau tækifærum
til að ná andlegum þroska til að
takast á við erfiðleika lífsins og
þau vonbrigði sem af þeim
hljótast síðar á lífsleiðinni.
Góður dagur, góður fundur, vonir í farvegi ! Allavega er ég búin að skila viku undirbúningsvinnu sem hugur minn hefur dvalið við öllum stundum síðan hugmynd þessari laust niður í kollinn á mér. Finnst mér tímanum hafa verið vel varið, hvað sem útúr þessu kemur, annað hefur gleymst á meðan !
Það er þó gott mál.
Eigið góðan dag og takk enn og aftur þið sem gefið mér knús, hringið og gefið mér þannig "kikk" inn í daginn !
Knús til ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.11.2008 | 10:33
Mánudagur...
Búin að fletta blöðunum sem ekki bera nema leiðinlegar og neikvæðar fréttir af þjóðarhag og ekkert að hafa í atvinnuauglýsingunm nema ef vera skyldi hjá Rauða torginu - ekki álitlegt.
Þá er það sjálfsbjargarviðleitnin sem þarf að koma til. Er enn að undirbúa mig - tilbúin með hugmynd en á eftir að ræða við mann og annan
"Það kemur dagur eftir þennan dag, dagur fyrir snauða og ríka" syngur Valgeir Guðjónsson í útvarpinu, gott lag og gaman hvað þjóðerniskennd þeirra sem stjórna tónlistaþáttum í útvarpinu núna er sterk. Mikið spilað af Íslenskum lögum. Gott mál. Og æðruleysislag með KK á eftir - ekki veitir okkur af !
Spakmæli dagsins:
Hatur, reiði og langrækni gerir
lífið leiðinlegt en kærleikur,
fyrirgefning og miskunn gerir
það aftur á móti skemmtilegt.
Gott að hafa þetta í huga þegar reiðin læðist aftan að manni og heldur fyrir manni vöku. Svo er gott að fara með æðruleysisbænina. Margt sem getur hjálpað ! Munum það !
Komandi vika verður okkur vonandi öllum góð, ég á von á góðri heimsókn, við Vilborg systir ætlum að skella okkur á myndlistarnámsskeið um helgina og halda svo áfram á eigin vegum eftir helgina !
Knús inn í daginn, sérstaklega til þeirra sem sitja heima með hendur í skauti og hugsa. Reynið að hugsa jákvætt og hlúið að því sem þið eigið - Það kemur dagur eftir þennan dag eins og söngvarinn söng svo fallega áðan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2008 | 16:13
Sunnudagur...
....var að ljúka við undirbúningsvinnu fyrir fund sem ég á á þriðjudaginn, þar ætla ég að viðra hugmynd mína um nokkuð sem ég hef verið að undirbúa...... meira síðar um það.
Spakmæli dagsins er:
Góðir leiðtogar skipa ekki fyrir eða eru
ýtnir eða heimtufrekir - þeir stjórna,
leiðbeina og hvetja.
Hittir alveg í mark hjá mér núna.
Við hjónin vorum að koma úr veislu hjá grönnum okkar sem létu skíra fyrsta barnið sitt í gær.
Frábærar brauðtertur og gúmmelaði ! Svo nú er bara legið á meltunni !
Meira síðar.
Njótið lífsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 12:56
Enn á ný...
....skrifa ég hér þó ekki hafi ég mikið að segja.
En hér kemur spakmæli dagsis:
Það þarf vitran mann til að
viðurkenna að hugmynd
annars sé betri en hans eigin.
Við hjónin erum að fá aukahund í pössun í dag svo trúlega tökum við langan göngutúr með þá á eftir. Þeir þekkjast og eru nágrannar svo það ætti að vera lítið mál.
Egið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 11:53
Dagurinn í dag....
......
Þð er tvennt ólíkt að vera
öfundaður eða að vera
aðdáunarverður.
Spakmæli dagsins úr dagatalinu !
Eigið góðan dag, er á fullu að vinna úr hugmynd sem ég fékk og ætla að þróa nánar.
Kemur í ljós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 19:11
Litla systir mín.....
..... er búin að upplifa margt eins og reyndar margir aðrir.
Hún var greind með MS sjúkdóminn þegar hún var liðlega tvítug og hefur verið öryrki síðan. En hún er sterk eins og svo margir í fjölskyldunni, sinnir sinni fjölskyldu og barnabörnum af miklum móð þrátt fyrir sína fötlun.
En hún er líka vakandi fyrir þeim sem minna mega sín og því sem fjölskyldumeðlimir eru að ganga í gegn um og lætur sínar skoðannir í ljós og hjálpar til. Þökk sé "litlu"systur minni fyrir stuðning undanfarna daga. Það er frábært að eiga góða að . Hún Vilborg minnir mig um margt á ömmu mína Guðfinnu sem fékk lömunarveiki liðlega þrítug en lifði sátt og glöð við guð og menn þrátt fyrir allt. Glaðværðin var henni í blóð borin. Kona sem hefur gefið okkur systkinunum gott veganesti inn í lífið.
Það verður gaman að fá þig norður Ippa !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)