6.11.2008 | 13:56
Góðan dag....
....ætla að deila með ykkur heilræði dagsins !
Ég fékk skemmtilega gjöf í gær frá firrum samstarfskonu minni, vestfirskri kjarnakonu, dagatal sem er einskonar heilræða-dagatal. Mjög fallegt ! Takk dúllan mín !
Ég ætla að deila þessu heilræði með ykkur og stemmir það vel við færsluna mína í gær !
Heilræði dagsins í dag er:
Vitlu fá lykilinn að sérhverju hjarta ? -
Reyndu kærleikann !
En heilræði dagsins í gær þar sem við hittumst þrjár vinkonur var:
Þeim tíma, sem þú nýtir til að hjálpa öðrum, er vel varið. Þú færð það endurgoldið þótt síðar verði.
Það er gott að hugsa um það jákvæða í lífinu !
Ég var búin að lofa ykkur að verða aðeins skemmtilegri en áður og ætla að standa við það.
Ég var að koma úr sálfræðitíma, þar sem mikið var rætt um uppbyggingu í lífinu og umhverfið eins og það er í dag.
Góður dagur og gott veður úti, er því farin í mína daglegu heilsubótargöngu.
Megið þið eiga góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 07:02
Morgunstund...
....hef ekki getað sofið síðan klukkan fimm í morgun, reyndar sofnaði ég snemma í gærkvöld eftir að hafa farið í svartsýniskast þar sem mér fannst ég eitthvað bjargarlaus allt í einu. Fór að hugsa um hvað yrði þegar ég hætti að fá laun ef ég yrði ekki búin að fá vinnu - og allskonar svona ótímabæra hluti. Þrátt fyrir það að mitt firrum samstarfsfólk hafi samband við mig þá finnur maður sig oft ansi einmanna.
Það er eitthvað svo allt öðruvísi að vera einn heima allan daginn þó maður hafi alltaf nóg að gera.
Það var skrítið að koma í bankann í dag en væri líklega ágætt að koma ekki þangað of oft með fullri virðingu fyrir starfsfólkinu, þá er það eitthvað svo sárt líka, allir að vinna og allt eins og var nema að ég var þarna framan við borðið að greiða reikninga.
Fólk heldur áfram oð hringja og styðja við bakið á mér og ég kíki til firrum samstarfskonu minnar sem býr hér nálægt og við knúsum hvor aðra smá.
Í gærkveldi hringdi til mín stúlka sem ég þekki ekki mikið, henni var sagt upp í útibúi hér á norðurlandi á sama tíma og okkur hér. Hún átti afar bágt, það hafði engin af hennar samstarfsfólki talað við hana síðan að hún gekk útúr bankanum og henni leið auðvitað ennþá verr þessvegna. Þessi kona var fyrirvinna heimilis síns, eiginmaðurinn öryrki.
Það er líka ábyrgðarhluti að láta þá afskiptalausa sem hætta, áður var jú vinnan okkar meira en hálft lífið og allt í einu er þeim kafla lokið. Bara sisvona.
Við ákváðum að hittast í næstu viku og fá okkur kaffi saman. Það er ekki nóg að segja að við þurfum að standa saman og gæta hvort að öðru, við þurfum að standa við stóru orðin.
Sálfræðitími frammundan í dag og kaffiboð í kvöld hjá firrum samstarfskonu.
Eigið góðan dag Og ég er ánægð með Obama
Lofa að ég fer að verða skemmtilegri er bara að vinna mig útúr krísunni !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.11.2008 | 20:50
Nýr dagur....
...það sem ég vil leggja til málanna í dag er aðeins það að í dag heimsótti ég bestu vinkonu mína sem er nýkomin af geðdeild FSA, eftir nokkurra daga veikindi.
Það var ánægjulegt að sjá að hún er að hressast eftir veikindi síðustu daga. Hún er nú að fara í langþráð sumarfrí þar sem maðurinn hennar er nýkomin í frí en hann vinnur að heiman hálft árið eða svo.
Það hlýtur að vera erfitt að vera svona viðkvæmur og brothættur, bæði vegna sjúkdóms og utanaðkomandi áhrifa, en það er líka gott að fá að kynnast því hvernig fólk bregst við slíku og líka gott að gera sitt besta til þess að styðja við bak þeirra sem lenda í slíku. Þessi vinkona mín er enn ein af mörgum kvennhetjum sem ég hef kynnst í lífinu og hún er mín mesta og besta vinkona. Heil út í gegn. Mér þykir undur vænt um hana.
Það verður gaman að hitta hana aftur eftir gott frí og fá hana heim úthvílda á sál og í sinni.
Tvær firrum samstarfskvenna minna höfðu svo samband við mig í dag og það er eitt af því sem hjálpar mikið að eiga vini í þeim sem maður hefur unnið með. Í kvöld líður mér vel. Takk.
Þetta var innlegg dagsins frá mér.
Megið þið eiga góða nótt ! Og munum að ekkert er sjálfgefið í þessum heimi.
Verum því góð hvort við annað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2008 | 09:33
Eftir sálfræðitíma....
....fór í gær til sálfræðings. Átti afar góða stund með góðum sálfræðingi.
Það var gott að spjalla um uppsögnina, fá góð ráð um atvinnuleit og einkalíf.
Fannst gott að heyra að ég hafði tekið réttar ákvarðanir um margt sem ég hef gert til þess að dagarnir hjá mér fari ekki allir úr skorðum. Fer aftur í næstu viku þar sem við munum fara yfir margt sem getur orðið til hjálpar í þessu ferli.
Var líka gott að heyra að það að segja fólki upp með þeim hætti sem gert var í mínu tilfelli og hinna sem sagt var upp á sama tíma ætti að heyra sögunni til. Eins og fram hefur komið var hringt í mig þar sem ég var stödd í Reykjavík hjá mömmu og pabba og þó höggið sé alltaf þungt þá er það ennþá þyngra þar sem maður stendur varnarlaus með símann í höndunum. Svo það að vera mættur í vinnuna, byrjaður að vinna, kallaður inn á skrifstofu og ganga síðan út miðjum vinnudegi, atvinnulaus. Engin áfallahjálp - ekkert ! Bara fara heim. Þannig fengu þær hinar fréttirnar.
Á svona stundum fer allt úr skorðum í lífinu og einmitt þá, ætti að vera fagfólk til aðstoðar.
Er mjög ánægð með að hafa drifið mig í fyrsta skipti á ævinni til sálfræðings
Annars held ég áfram í heimilis - endurskipulagningunni og skápar og skúffur fara alveg að verðar spikk og span....þá ræðst ég á veggina - aldrei að vita nema málningardollur verði komnar hér inn á gólf áður en varir
Eftir að hafa kíkt á atvinnuauglýsingar í morgun og aðeins í blöðin er mér ekki til setunnar boðið, það bíður heill skápur af óskipulegri kaos eftir mér.
Eigið góðan sunnudag og knúsið hvort annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2008 | 12:13
Fleiri bloggvini, takk.
Ég hef ekki verið svo dugleg að blogga var meðal annars með síðuna mína læsta um tíma ,var svona meir til gamans fyrir okkur fjölskylduna.
Kannski vegna þess að ég nenni ekki svo mikið að fjalla um fréttir, finnst vera alveg nóg af þeim allstaðar.
En nú er svo komið að maður er búin að fá nóg af öllu þessu og skilur ekki lengur hvar þetta muni enda.
Á örfáum vikum hefur líf mitt breyst mikið og ég er nú ein þeirra fjölmörgu sem ganga atvinnulausir um götur. Hef verið óslitið á vinnumarkaði síðan árið 1970. Alltaf verið heppin með vinnuveitendur og samstarfsfólk og því er það skrítið að standa allt í einu í þessum sporum -
En ekki þýðir ekki að gefast upp þó alla daga syngi í fjölmiðlum vondar fréttir.
Mig langar til þess að eignast jákvæða, skilningsríka og góða bloggvini.
Það er mitt fyrsta dags verk eins og í vinnunni að kveikja á tölvunni, þá er gott að sjá góðar óskir eins og frá Ippu systur og Svanhildi sem eru duglegar að comenta á mig.
Á morgun fer ég í fyrsta sinn til sálfræðings, eins skrítið og það hljómar var það vinkona mín sem vinnur í öðrum banka sem ráðlagði mér að panta tíma - hún er ein af kvennhetjunum sem enn finnast í þessu landi, hjálpsöm og heil og byrtist þegar maður þarf á henni að halda.
Við erum ein stór fjölskylda sem gengur í gegn um mikla erfiðleika og við þurfum á hvort öðru að halda.
Njótið dagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 20:29
Fyrsta stóra bakslagið.....
....það er erfitt að viðurkenna það en það gerðist.
Ég var að þrífa eldhúsið hjá mér í dag þegar það gerðist...þá stóð ég allt í einu með hanskana yfir fötunni og grét, það þyrmdi allt í einu yfir mig og ég sagði stundarhátt "Ég er búin að missa vinnuna mína" og söknuðurinn í röddinni var sár.....það vorum bara ég og hundurinn minn sem heyrðum þetta en þegar maðurinn minn kom heim stuttu síðar var ég enn að þrífa hágrátandi og ég gat varla útskýrt fyrir honum hvað væri að.
Hann var reiður útí þá sem höfðu sagt mér upp störfum eftir 27 ára störf. Ég var og er aðallega reið vegna þess að ég ætlaði sko að standa þetta allt af mér, finna mér aðra vinnu og loka Landsbankahurðinni forever and ever - það virðist ekki svo auðvelt þar sem ég réði alls ekki ekki við þessar tilfinningar og grét vel og lengi. Ég gat ekki borðað, seldi upp og varð hálf ósjálfbjarga.
Aldrei hélt ég að þessar tilfinningar kæmu í kjölfar atvinnumissis en ég skil þær núna.
Á morgun ætla ég að leita mér hjálpar - ég talaði við góðan mann í dag hjá félagi starfsmanna fjármálastofnanna sem sagði mér að leita sálfræðings með þeirra stuðningi og það ætla ég svo sannarlega að gera - ég vissi fyrst í dag að ég þyrfti svo sannarlega á því að halda. Allt þetta var allt í einu óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hatramma baráttu gegn því síðustu daga.
Annars - góða nótt öll og verum hughraust.
Bloggar | Breytt 31.10.2008 kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 15:07
Sólin skín...
.... á menn og málleysingja.
Ég hef kosið að vera ekki mikið í þjóðmálaumræðunni þó auðvitað fylgist maður vel með. Það er nóg af niðurrifsgreinum í blöðunum og ég er í því að reyna að byggja mig upp eftir undanfarnar hremmingar !
Hitti tvær góðar konur í skemmtilegu morgunverðarboði í morgun. Þar var góður morgunverður á boðstólum og mikið borðað, talað, hlegið og notið samveru. Bókmenntir voru á umræðulistanum og svo margt og margt. Takk fyrir það báðar tvær. Þetta var skemmtilegt.
Vinir og fjölskylda eru það besta sem til er á tímum sem þessum.
Dagleg morgunganga var góð í þessu bjarta veðri og komum við Dalí endurnærð inn og búið er að renna góðu sápuvatni í fötu og ég beini augum mínum til efri eldhússkápana og ætla að ráðast á þá næst. Þegar maður fer að vera svona mikið heima sér maður að margt þarf að gera og ætlunin er að taka þar til hendinni eitthvað á hverjum degi. Þar til allt er orðið hreint og fínt OG ENDURSKIPULAGT !
Hversdagslegt líf, getur svo sannarlega verið gott líf.
Njótið dagsins og lífsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2008 | 20:03
Gleðigjafi....
....já, ég var rétt komin úr morgungöngunni og búin að bregða mér í bað, þegar dyrabjöllunni var hringt...."Ertu búin að borða" var spurt .....nei....var svar mitt, en hér var mætt samstarfskona mín til nokkurra ára Kristjana Skúladóttir og bar með sér hádegishressingu. Mikið var þetta skemmtileg heimsókn og það sem hún kom með var þjóðlegt og gott. Takk Kristjana, þú bjargaðir deginum.
Við náðum að spjalla og fá okkur kaffi með matnum og ég sagði við hana áður en hún fór "Þetta hefði engum dottið í hug nema þér " Óvænt og skemmtilegt !
Ég sagði systur minni frá þessu og hún sagði strax, þessar systur eru ótrúlegar, (hún hafði verið með þeim tvíburasystrunum í heimavistarskólanum á Laugum ) "Já, Magga Þær eru svo GÓÐAR MANNESKJUR ". Þarf ég að segja nokkuð meira.
Ég fór síðan í bæinn, kíkti í bankann, skilaði síðan inn umsókn á einn góðan stað í bænum og fór í smá viðtal og labbaði síðan í rúman klukkutíma úti í góða veðrinu eftir það með Dalí minn. Er hægt að biðja um betri dag ?
Í firramálið er mér boðið ásamt annari firrum samstarfskonu í morgunmat til einnar enn sem slapp á eftirlaun fyrir skellinn ! Það verður gaman !
Eigið gott kvöld og góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2008 | 07:00
Tveir kassar....
Er með tvo kassa geymda í huganum mínum.
Annar tekur allar slæmu hugsanirnar til geymslu.
Hinn er stærri og tekur á móti öllum góðu hugsununum og jákvæðu tilfinningunum og geymir þær og verndar. Þeim verður ekki grandað.
Hvar er þá í minni kassanum ?
Ótti, hugarangur, efitrsjá, leiði, kvíði og hræðsla.
Sá stærri geymir hins vegar ?
Gleði, eftirvæntingu, ást, trú og aðrar góðar hugsanir.
Vonandi tekst mér svo að binda fyrir minni kassann sem fyrst og láta hann hverfa.
Uppbyggingin er hafin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 15:11
Nýr dagur...
....sem heilsaði mér vel, vaknaði samkvæmt boðorðunum og var komin út á göngu uppúr kl.10. Svalt úti en bjart og fallegt.
Mætti síðan klukkan 13 til Capacent, til ráðgjafa - mjög gott samtal sem ég átti þar, heimsótti síðan annan vinnustað og labbaði út þaðan með umsóknareyðublað sem ég var að útfylla og ætla að skila á morgun ! Skrapp síðan til hennar Stellu á Bláu könnunni og við fengum okkur kaffi og röbbuðum saman, við unnum lengi saman þangað til að hún fór út í eigin rekstur. Alltaf gaman að hitta Stellu, hún er ein af mörgum perlum sem ég hef unnið með í bankanum.
Við Dalí erum svo að fara aftur út á göngu - ekki hægt að segja að maður liggi með lappirnar uppí loft - svo bíða ótal verkefni í skápa tiltekt og fleiru sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi vegna mikillar vinnu.
Sem sagt - engin lognmolla hér.
Megi ykkur líða sem best, hvað sem þið eruð að bralla í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)