Morgun þankar...

Klukkan er að verða sjö að morgni, kallinn minn farin til vinnu sinnar, Dalí lúrir eftir morgun sprænið.

Úti er myrkur og snjóþekja yfir öllu - kuldalegt. En hér er hlýtt og notalegt, bókin á náttborðinu kallar á mig og ég ætla að lúra aðeins lengur og lesa.

Það er skrítið á mánudagsmorgni að þurfa ekki að mæta til vinnu, vera ekki að fara að hitta vinnufélaga til margra ára og spjalla um daginn og veginn, það var eitthvað svo venjulegt allt saman, en svona getur allt breyst á skammri stundu. Auðvitað sakna ég samstarfsfólksins míns og þá auðvitað mest þeirra kvenna sem unnu með mér í deildinni.

Síðar í dag ætla ég að fara af stað og athuga hvort einhverja vinnu er að hafa, þarf svosem ekkert að vera að flýta mér en tel það gott að komast aftur út að vinna í stað þess að einangrast heima of lengi, annars eru það boðorðin mín sem verða í fullu gildi á meðan staðan er svona SmileSmile

Við fengum frábæra heimsókn í gærkveldi, kunningjakona mín austan af fjörðum kom ásamt manni sínum og færði mér bækur að lesa. Hún er líka starfsmaður í banka og hefur því gengið í gegn um þessa törn eins og ég, það var gott að rabba við hana og gaman að sjá þau. Takk Guðný min.


Boðorðin mín....

Ég var að hugsa í morgun þegar ég vaknaði...hvernig verða næstu vikur ? Og áttaði mig auðvitað á því að ég réði því nokkuð hvernig þær yrðu ! Ég ákvað að setja mér nokkur boðorð !

Þau eru svona.

Vakna snemma og brosa framan í veröldina - (það kostar ekkert).

Fá mér góðan göngutúr með hundinum mínum a.m.k. klukkutíma göngu - (það kostar heldur ekki neitt)

Borða staðgóðan hádegismat, skyr og brauð og ávexti ( er ekki svooooooooo dýrt)

Fara á vinnustofuna sem ég hef aðgang að og greiði fyrir mán.lega. Kl. 13 og vera þar til kl. 16.

Koma heim - hress og kát (en það að mála skilar mér yfirleitt alltaf góðu skapi og nærir sálina) og hlynna að heimilinu mínu. Elda kvöldmat og skrafa við manninn minn sem kemur venjulega úr sinni vinnu kl. 16.

Halda áfram að lesa uppbyggjandi bókmenntir fyrir svefninn og takmarka sjónvarpsgláp.

Fara ekki seint að sofa, lesa bænir og hugsa jákvætt.

Hvernig hljómar þetta ?

 

Ég labbaði í tvo tíma úti í dag, ég hitti aðra hundaeigendur - við skiptumst á skoðunum um hundana okkar og vorum hress.

Ég hef fengið upphringingar frá ættingjum og vinum í dag. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig, þið eruð ótrúleg. Ég á ekki himinháan hóp af vinum en ég á fáa og góða vini sem standa mér nálægt, það finn ég þessa daga, þið eruð að gera mér gott með upphringingum ykkar og viðbrögðum.

Takk fyrir það !Heart


ÞAKKIR

Mamma og pabbi, José, dætur mínar, tengdasynir og barnabörnin mín fjögur - án ykkar væri ég líklega eins og skjálfandi lauf - aðrir þeir sem kunna að meta mig - ég hitti ykkur mörg í dag og þið eruð í hjarta mínu ! Takk fyrir faðmlög og hughreystingarorð og takk fyrir samvinnu síðustu ára.

Ættingjar og vinir, sjaldan eða aldrei hef ég þurft eins mikið á ykkur að halda og núna.

Ferlið er einhvernvegin svona í sálinni minni, einmannaleiki, depurð og svo kemur vonin ég sveiflast svona upp og niður, tárin renna upp úr þurru en svo rífur maður sig upp.

Er að fara á vinnumiðlun núna til þess að láta skrá mig og vita hvort eitthvað er í boði og ég ætla líka að kanna hvað verið er að gera hér í bæ fyrir þá sem eru búnir að missa vinnuna.Heart Þó ekki væri nema að hitta fólk, gæti gert manni gott.


Atvinnulaus....

Kæru vinir

Hér stend ég, eftir erfiðar vikur í bankanum.

Ég var svo í smá fríi með dætrum mínum í mæðgnaferð í Minneapolis í í Ameríku. Kom heim í gær. Þessi ferð var keypt í maí þegar orlofið var greitt.  Við hættum við að fara "bara"í verslunarferð, eftir allt sem á undan hefur gengið á landinu okkar kæra en ákváðum samt að fara eftir að hafa skrapað saman einhverju af dollurum.

Ég var úrvinda þegar við mæðgur fórum í þessa ferð. Bankastarfsmaðurinn eftir alla þessa hræðilegu daga var alveg búin. En þvílík gleði að vera með þessum undursamlegu dætrum mínum sem eru báðar leiðtogar hver á sína vísu ! Mér þótti mjög gott að komast í þeirra hendur og láta þær stjórna ferðinni. Við dvöldum á góðu hóteli, hættum við að vera of verslunarglaðar - vegna "ástandsins" nutum hverrar mínútu - fórum út að borða, löbbuðum mikið , fórum í sund og heita potta, horfðum á góðar bíómyndir, lásum - en fyrst af öllu - vorum í sama herbergi og hlógum og létum mátulega öllum illum látum - eða þannig. Takk elsku dætur mínar fyrir að hafa mig með í ferða-pakkanum - þið eruð frábærar - og mikið var þetta gaman ! Ferð sem aldrei gleymist !

Þegar á Islenska grund var komið, fékk ég upphringu frá útibústjóranum mínum - heim til mömmu og pabba - ég var orðin atvinnulaus - því var erfitt að kyngja að sjálfsögðu. Í flugvélinni á leiðinni norður ákvað ég að kæfa mig ekki í hugsunum og las í bók alla leiðina. Dagurinn í dag, fór síðan í að jafna tímamismun, fara í bankann, kveðja og tala og .......gráta....smá...og kanna aðeins stöðu mína, mér skilst að ég eigi rétt á launum næstu 6.mánuðina en Gamli Landsbankinn á víst ekki mikið eftir í sínum sjóðum svo ég veit hreinlega ekki hvernig þetta fer. Við vorum fimm hér sem ekki vorum ráðin í nýja bankann, þrátt fyrir að hafa unnið þar síðan skiptin urðu. Svo á eftir að sjá hvernig þetta allt fer ef bankar verða sameinaðir, þá fara fleiri. Ég hugsa til allra hinna sem verið hafa að missa vinnu sína í bönkunum og öðrum stofnunum þessa dagana og bið þess að við komumst í gegn um þessa daga og getum haldið áfram með reisn.

Ég ætla ekki að leggjast í eymd og volæði, ég loka einum dyrum og opna aðrar -

Lífið er dýrmætt, gefumst ekki upp - tækifærin bíða, því trúi ég, en ég vildi óska að þeir sem bera ábyrgð verði látnir sæta þeirri ábyrgð. Það eru fjölskyldurnar í landinu sem blæða......

LoveHeart


Að loknu áfalli....

Bankastarfsmenn eru örþreyttir, búnir með kvótann en eru samt af eljusemi í vinnu hvern dag eins og allt sé í lagi. Mörg okkar ennþá í vinnu - en hvað verður - óvissan er slæm. Hvaða bankar verða sameinaðir og hverjir fjúka þá ?

Þessi törn minnir mig á síldarvertíð sem ég upplifði fyrir austan á árum áður, saltaði síld á nóttunni og vann í bankanum á daginn ! Það var erfitt en maður gerði það samt !

Ég færi kannski ekki í slíkt í dag 56. ára gömul en ég er sannfærð um að hægt væri að nota krafta mína á öðrum sviðum en í bankageiranum - einhvernvegin hallast ég að ummönnunarstörfum, helst fyrir gamla fólkið - sem hefur skilað okkur landinu á sínum forsendum,eftir mikla vinnu og ósérhlífni og treystir okkur hinum fyrir elli sinni.

Við eigum skuld að gjalda þar.Heart

Ég er með - við höfum þetta af - ekki spurning. En við viljum að þeir sem axla ábyrgð komi til með að standa fyrir máli sínu, allavega að við fáum að vita hvað var gert rangt g hvernig má forðast aðra holskeflu álíka þessari. Það er ljóst að það mun taka okkur mörg ár að ná okkur upp aftur.


Síðasta rannsókn í bili...........

Fór til háls nef og eyrnalæknisins í dag, sem skoðaði mig vel og rækilega og lét sækja niðurstöður úr óm og sneiðmynd af hálsi. Hann segist hallast að því að eitthvað sé skjaldkirtillinn að angra mig og ætlar að setjast yfir niðurstöður þessara rannsókna með þeim sem þær tóku og tala svo við mig aftur ! Þannig að nú er bara að bíða og sjá og vona að hægt verði að hjálpa mér með þau óþægindi sem ég er með í hálsinum.

Annars rok og rigning annað slagið - það hefur verið ansi einmannalegt að vera svona heima þessa daga en fyrstu dagana gat ég þó sofið mikið. Það verður því gott að mæta í vinnuna á mánudaginn og hitta vinnufélagana og taka til hendi. Það á ekki alveg við mig að hanga - ætlaði í gær eftir hád.að mála en afþví að lyktin af terpentínunni sem ég nota er svo sterk hætti ég við - það bíður betri tíma.

Það verður ein mynd eftir mig á nemendasýningu hjá Erni Inga um helgina. Sú sýning er opin á laugardag og sunnudag frá kl. 14 - 18.

Annars - eigið góða helgi. Meira síðar. 


Ég var klukkuð af Svanhildi Karlsdóttur....

Hm....tími til komin að svara þessu klukki.....

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.....

Þjónustustúlka á hóteli (gaman)

Talsímavörður (landsímin eða miðstöð...þrjár langar tvær stuttar o.s.f.r.v. skemmtilegasta starf ever)

Afrgreiðslustúlka á pósthúsi (líka gaman)

Bankastarfsmaður (krefjandi, skemmtilegt)

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

Sleepless in Seattle... numero uno

Four weddings and a funeral

Amish fólkið..."Witness"....virkilega góð mynd með Harrison Ford..Ógleymanleg.

ÍSLENSK MYND UM GAMALT FÓLK....HVAÐ HÉT HÚN NÚ AFTUR ??? "Börn náttúrunnar"...alveg rétt...Flott mynd.

Fjórir staðir sem ég hef búið á ....

Brú í Hrútafirði

Egilsstaðir

Reyðarfjörður

Akureyri.

Fjórar síður sem ég skoða daglega...

mbl.is

visir.is

vedur.is ef ég er að fara einhvert....

stundum bara þessar....

Fernt sem ég held uppá matarkyns...

Salfiskur að hætti José (bacalau a bras) Hreint frábær !

Ég elska kartöflur, allavega framreiddar.

Kjúklingur, klikkar nánast aldrei.

Lambalæri "a la mamma", með öllu....nammi namm...

Gæti talið upp margt fleira.....

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft...

Alltof margar sem hafa verið lesnar aftur og aftur, sérstklega í gamla daga. Kapitola og fleiri góðar og gamlar.

Ætla að sleppa klukkinu núna...allir búnir að lenda í þessu sem ég þekki....en takk Svana hristi upp í minninu hjá mér sérstaklega með bíómyndirnar.....(ÞURFTI AÐEINS AÐ HRISTA UPP í því HM...)

Knús á línuna.....Smile 

 

 


Rok og rigning.....

Eins og fram hefur komið hef ég verið "lassarus"síðustu daga, er að koma til en á eina læknisrannsókn eftir. Eflaust allt í lagi og flensan sem ég fékk var slæm en er á undanhaldi. Ég hef ekki verið veik í nokkur ár - held að mig hafi ekki vantað í vinnu einn dag vegna veikinda um árabil - var þessvegna fúl að lenda í þessu svona strax eftir sumarfrí. En ekki hægt að stjórna því - því miður. Er ennþá heima en vonandi fer þessu að linna svo ég komist í vinnu sem fyrst, ætla þó að láta þetta líða aðeins hjá og jafna mig eftir allar þessar rannsóknir og vesen.

Ótrúlega kostar það annars mikið að fara í gegn um þetta allt, ég er núna komin hátt í 20.þúsund kallinn svo -  afþví að læknirinn minn sagði mér að endurtaka þyrfti þessar sömu rannsóknir eftir 3 - 4. mánuði ætla ég að ljúka þeim af fyrir áramót svo ég nái afslættinum - skrítnar reglur þetta en maður verður að hugsa og bjarga sér ! Vorkenni þeim sem standa í þessu dag eftir dag og mánuð eftir mánuð með langveik börn sín eða eigin sjúkdóma. Maður getur talist heppin.

Rokið og rigningin hér í nótt - maður minn - sem betur fer björguðum við öllu lauslegu af svölunum inn í gærkvöld og svo er svefnherbergið okkar hlés megin við þessa suðvestan átt en samt var hávaðinn gífurlegur hér á þriðju hæð en einhvernvegin tókst okkur alltaf að sofna aftur og kúra okkur djúpt í sængurnar. Dalí minn er ennþá að jafna sig fór út að pissa snemma í morgun áður en José fór í vinnuna en vill svo bara lúra og biður ekki einusinni ennþá um að fara út á svalir til þess að fá frískt loft, ætla að reyna að druslast út fljótlega til þess að lofa honum að sprikla svolítið, verð að gera það þó slöpp sé.

Annars - nú er komin sól og farið að lægja, gott að geta loks opnað glugga og fengið hreina og góða loftið inn. Smile

 


Eftir skanna...

Einhverjar breytingar á skjaldkirtli sem starfar í lágmarki, til viðbótar við einhvert þykkildi sem sást í ómskoðuninni og ákveðið að gera ekkert a.m.k. í bili. Sömu rannsóknir verða endurteknar eftir 3. mánuði og athugað hvort eitthvað hefur breyst. Semsagt eftirfylgni.

Fer til háls nef og eyrnalæknis á föstudag og tekin verður stroka úr hálsinum. Er skárri af pestinni sem ég fékk - enda á penesilini. Veit ekki alveg hvenær ég fer að vinna, sé til á miðv.d. fimmtudag.

Svona er það og vonandi verður allt í lagi !

Meira síðar. Smile


Föstudagur....

Eftir blóðprufur í morgun og viðtal við lækninn minn var ég boðuð á FSA kl.09.40 á mánudagsmorgun í skanna af hálsi. hann var semsagt búin að fá útúr ómskoðun gærdagsins.

Talaði við lækninn minn sem þuldi upp eftir röntgenlækninum, einhverjar breytingar á skjaldkirtli, kölkun og eitthvað fleira, einhverjir þetta margir millimetra stórir eitlar við barkakíli....................ég var jafn nær og spurði og hvað þýðir það ? Svarið var ég veit ekki hvað er að þér en röntgenlæknir mælir með því að þú farir í skanna af hálsi. Kölkun er alveg í lagi er ekkert hættuleg ! Annað verður að koma í ljós.

Hm....o.k. bíð til mánudags - þriðjudags og fæ að vita niðurstöður úr blóði og skanna. Verð heima þar til þessu líkur um miðja næstu viku - vonast til að ekkert komi útúr þessu en..............er við öllu búin.

Knús til ykkar.Whistling

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband