11.9.2008 | 17:02
Pabbi minn varð 90.ára þann 13. ágúst.
Þann dag vorum við hjónin stödd í Portugal. Pabbi var búin að lýsa því yfir að ekkert yrði um að vera þennan dag en yngsti sonurinn tók ráðin í sínar hendur og hélt í syglingu norður á Ströndum um gamlar slóðir með marga ættingja okkar og vini sem gétu farið með stuttum fyrirvara. Dagurinn góður að allra sögn og gamli skemmti sér vel - enda veður gott og endað var á kaffisamsæti á Hótel Djúpavík.
En mig langar að segja svo margt um hann pabba minn en örfá orð eru betri en engin.
Ég minnist -
Stunda þegar ég sat í fanginu á honum og strauk á honum handlegginn, ég fann mig hvergi öruggari en þar.
Stunda þegar ég elti hann um allt á Sauðanesi og hann mátti ekkert fara án mín.
Stunda þegar við vorum í fjörunni á Sauðanesi og hann var að láta okkur krakkana hlaupa fyrir boða og efla okkur til að hreyfa okkur - og keppa í hlaupi, þrístökki, langstökki og fleiri greinum heima á túni.
Kvölda Þar sem við sátum og hlustuðum að útvarpsleikritin, framhaldssögurnar og fleira skemmtilegt í útvarpinu. Allir sátu spenntir en úti ílfraði vindurinn.
Alls þess sem hann sagði til þess að undirbúa okkur fyrir lífið - en ég ætlaði þá aldrei að yfirgefa hann eða mömmu.
Síðar á lífsleiðinni hefur margt gerst í lífi okkar allra systkininanna, en hvaða hetjur höfum við haft með okkur hvernig sem mál hafa þróast ? - Aðra en foreldra okkar, sem alltaf hafa gert allt sem þau hafa getað til þess að greiða götu okkar allra.
Það er svo mikils virði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 12:42
Eftir frí...........tekur annað við....
Fór auðvitað í vinnuna mína og vann í tvo daga, fékk þá hósta og hita og særindi í hálsi- svo ég dreif mig til læknis í morgun til þess að fá peneselin og ætlaði nú aldeilis að ná þessu úr mér fljótt. Var annars búin að panta mér tíma áður - strax og ég kom heim ,vegna þess að ég hef verið að glíma við einhver ónot í hálsinum að undanförnu sem hefur aðallega verið ertingur í hálsi og ef ég hef borðað eitthvað fínt og hart eins og hrökkbrauð hef ég fengið hóstaköst, einnig hef ég fundið fyrir kyngingarerfiðleikum eins og einhver fyrirstaða væri í hálsinum.
Læknirinn minn kíkti á mig í morgun og pantaði strax tíma í ómskoðun á hálsinn þar sem hann sagði hann mjög rauðan að innan. Var komin út úr þeirri skoðun klukkan hálf tólf með þær fréttir að einhver hnúður eða hnútur væri vinstra megin neðarlega í hálsinum sem þyrfti að skoða betur - og næsta skref væri að tala við heimilislækninn og hann mundi senda mig í sneiðmyndatöku. Mér leið eins og ég væri að ganga annan gang þegar ég fór til baka og allt var eins og í móðu - en ég vissi samt áður að það var eitthvað þarna að angra mig. Jú, það féllu nokkur hræðslutár í bílnum á heimleiðinni en slíkt þýðir nú lítið - nú er bara að hugsa um framvinduna, taka einn dag í einu og vona það besta....þar sem ég er að öðru leiti mjög brött. Vonandi er þetta bólgin eitill eða .....veit ekki baun. En verst er að bíða. En er uppfull af bjartsýni á að þetta sé eitthvað lítilræði sem hægt verði að fjarlægja og punktur.
Í dag er 11. september og einhvernvegin hef ég alltaf verið fegin þegar sá dagur er liðin.
Knús til ykkar dúllurnar mínar - sendið mér góða strauma !
Svana mín - svara klukkinu þegar ég verð í stuði - sem verður nú ábyggilega bráðum
Ætti að drífa mig út með hundinn minn en er einhvernvegi að æða úr einu í annað.....inn í svefnherbergi fram í eldhús, hringja í stelpurnar mínar...........sem sagt æðibunugangur á háu stigi.
Grænt er litur vonarinnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2008 | 12:48
Komin heim..........
Eftir fimm vikna frí, erum við nú komin heim og mikið var gott að sofa í eigin rúmi í nótt. Svaf eins og engill og leið svo vel.
Við ferðuðumst mikið í Portugal og var ég svona eiginlega búin að fá nóg í bili.
Flogið var til Faro á Algarve og dvalið þar í tvo daga hjá Sollu systur í góðu yfirlæti, síðan haldið með lest norður á bógin til Costa de Caparica sem er nálægt Lisboa og er við vesturströndina, þar beið okkar frábær íbúð vinafólks okkar Söndru og Billós, það var æðislegt að dvelja þar í nærri viku og hlaða batteríin, fara á ströndina, út að borða og skoða mannlífið. Fallegar strendur, hitastig notalegt og vindur við ströndina. Síðan héldum við til Lisboa og stoppuðum þar í tvo daga hjá systur mannsins míns og fjölskyldu. Allstaðar tekið á móti okkur með virktum. Í Lisboa beið okkar bíll sem við höfðum að láni það sem eftir var ferðar eða þar til við komum til baka þremur vikum síðar til Lisboa og tókum þá rútu til baka þaðan, síðasta spölin til Algarve aftur. En mestum tíma var varið norður í landi, nálægt landamærum Spánar og Portugal í þorpinu Medelim. Þar sem foreldra José búa, við dvöldum hjá þeim í litla notalega húsinu þeirra. Þar var notalegt að vera en full heitt nær allan tímann 35 - 40 stiga hiti og var ég því duglega að skreppa í næsta bæ og dvelja í sundlauginni þar og kæla mig niður yfir heitasta daginn.
Við hittum alla fjölskyldu mannsins míns í ferðinni og fullt af vinum og kunningjum sem var auðvitað frábært og ekki dró það úr gleðinni að daginn fyrir brottför fæddist lítill drengur í fjölskyldunni og höfðum við tækifæri til þess að skoða hann áður en við fórum til baka.
En alltaf er gott að koma heim aftur, faðma heimilisdýrið sem var sæll og glaður, en hann dvaldi fyrstu tvær vikurnar á hundahóteli en síðari tvær vikurnar hjá dóttur minni og tengdasyni og virtist heldur betur ánægður með sig en líka glaður að koma heim.
Þakklæti er efst í huga eftir góða ferð og því að allt gekk svona vel því það eru ófáir kílómetrarnir að baki.
Meira síðar.
Bloggar | Breytt 20.9.2008 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2008 | 21:20
Suður um höfin.....
Með blendnum tilfinningum, fer ég að þessu sinni - suður um höf til þess að hitta ættingja mannsins míns og tengdafólk.
Ekki það að fólkið sé ekki yndislegt - heldur eigum við okkar líf hér. Lítið er hjartað þegar fer ég að þessu sinni - Við þurfum t.d. að fara með litla (stóra) heimilisdýrið á hundahótel, hann er að vísu komin á fimmta ár hann Dalí okkar en er óttaleg dekurrófa þar sem við erum jú bara þrjú í heimili að öllu jöfnu. En, hann verður öruggur þar vænti ég enda ekki alveg ókeypis að hafa hann þarna í fjórar vikur.....fórum í dag með hann í extra sprautu til þess að vera viss um að lifrabólga eða aðrar leiðinda veirur sæki ekki á hann í Hóteldvölinni. Krossum fingur og vonum að allt fari vel. Það stóð þannig á hjá mínu fólki að sumarfríum er ekki lokið og annað svo engin gat haft hann fyrir okkur- held því að þetta sé besti kosturinn Sem mikill dýravinur er ég ekki alveg róleg en verð að treysta á að allt verði í lagi.
Það er svo gott að klappa honum á kvöldin og vita hann öruggan hjá okkur og fá svo smá klapp á morgnanna til þess að láta vita að þörf sé á að fara út.
Það sem gerði mig mjög leiða í dag, var að þegar við vorum að bíða eftir sprautunni á dýaraspítalanum ,kom kona með lítinn sætan kettling í fanginu þar inn- hún var frekar frosin á svipin og sagði við afgreiðslukonuna "Er með einn í svæfingu" " Er það ekki ódýrara meðan hann er svona ungur" ? Þar sem ég færði mig til hliðar í skelfingu sá ég að afgreiðslukonunni leið ekki vel, hún tók upp búr og spurði "Viltu vera hjá honum"? Svarið var" Nei" - Greitt var fyrir og konan fór - Afgreiðslukonan beigði sig niður til að merkja búrið- (sennilega, svæfing)......veit ekki en ég heyrði hana hvísla blíðum rómi " Kisa litla" og hún gekk burt með búrið, föl á svip og döpur ! Skelfileg upplifun, og ég hefði viljað segja, " Má hún koma heim með mér " En þarna stóðum við hjónin með okkar hund tilbúin í sprautu til þess að geta farið á Hundahótel og reyna að fyrirbyggja allar hugsanlegar veirur sem á vegi hans kunna að verða - eða það vonum við, og vorum auðvitað bjargarlaus gagnvart kisunni litlu sætu og saklausu !
Okkur leið illa báðum og héldum fast í heimilsvininn okkar sem hefur skapað okkur svo margar góðar stundir og skilur svo margt - núna veit hann t.d.að eitthvað stendur til og horfir á okkur til skiptist - Hann veit að aðskilnaður er fyrir höndum, það getum við séð - Við höfum ekki skilið við hann bæði á sama tíma núna í nær tvö ár - já, trúið mér, þetta er ekki auðvelt en eins og síðast verðum við að trúa að þetta verði góð hvíld og tilbreyting fyrir okkur öll. Hann fagnaði okkur svo skelfilega fallega síðast þegar við komum aftur. Allavega gerum við það sem við teljum best fyrir Dalí okkar.
Veit ekki hvort mikið verður um blogg í fríinu, þar sem við verðum í norður Portugal og ekki alltaf hægt að draga upp tölvuna - en vonandi tekst það einn daginn !
Þangað til næst kæru vinir og vandamenn, hafið það sem allra best og heyrumst hress sem fyrst.
Yfir og út frá okkar ástkæra ylhýra í bili - Kem auðvitað aftur, vil heldur hvergi annarstaðar búa eftir að hafa prófað að vera og vinna annarstaðar
Dagur trega og tára á Akureyri í dag...........MT
En mikið var gott að skrifa um þetta, létti alveg rosalega mikið að deila þessu svona út í loftið !! Veit það eru margir þarna úti sem skilja mig og okkur ! Ég fer ekki fetið að heiman nema kannski á ball á næsta ári ....
Bloggar | Breytt 6.8.2008 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.8.2008 | 11:05
Sumarið.........
Góðan og blessaðan daginn !
Eftir Vestmannaeyjaferðina góðu hef ég lítið bloggað. Einfaldlega verið mikið að gera á öllum sviðum ! Mikið í vinnunni, oft langir vinnudagar og erilsamir.
Vilborg systir kom til mín eina helgi og við máluðum á svölunum nokkrar myndir en tíminn of fljótur að líða eins og venjulega, við notuðum tækifærið og héldum Ketilás08 fund á Bláu könnunni með gjaldkeranum okkar henni Guggu og í framhaldi af því fórum við í mogga viðtal útaf ballinu sem haldið var síðan þann 26. júlí. Vilborg var með kynninga málin að mestu og tókst vel til. Tókst henni að afla styrkja til auglýsinga og ég úbjó aðgöngumiða og auglýsingar sem fóru um allar jarðir á svæðinu. Það er raunar alveg ótrúlegt hve vel þetta gekk en góð skipulagning og verkaskipting skiptu þar miklu. Svo og langur aðdragandi að ballinu og heimasíðan sem Vilborg setti í gang og við höfum verið að halda gangandi frá því í september 2007. ketilas08.blog.is skipti þar miklu máli.
En ballið (hippies ball fyrir 45 ára og eldri - nema ef yngra fólk kom í fylgd með fullorðnum) var semsagt haldið með pomp og prakt þetta laugardagskvöld í miklu blíðviðri. Þegar hljómsveitin Stormar frá Siglufirði gekk í salin stóð fólk upp og klappaði mikið. Frá fyrsta lagi var dansgólfið fullt og stemmingin ótrúleg ! Þvílíkt gaman og þvílíkt fjör. Gaman var að hitta fjöldan allan af gömlum vinum og kunningjum og syngja með í öllum gömlu góðu lögunum. Það voru því sælar nefndarkonur sem kláruðu dæmið á Ketilási daginn eftir og allt gekk upp og vel það. Afgangur uppákomunar var töluverður og var hann gefin til hússins sem stendur til að gera smátt og smátt upp, það var gleðilegt að geta stuðlað að því. Þær konur sem við hittum og eru í húsnefndinni eru dugnaðarforkar og voru samskipti okkar við þær mjög góð. Nú er hugmyndin að athuga með annað ball með sama þema að ári. Það verður gaman að vinna að því !
Hingað til okkar José hafa komið fleiri góðir gestir í sumar og á dögunum var Hulda mín hér hjá okkur með dæturnar sínar. Alltaf hressar og skemmtilegar. Já sumarið er tíminn og það er gaman að fá gesti.
Þessi verslunarmannahelgi hjá okkur er bara svona venjuleg helgi, baráttan við rykið og óhreinindinn fór fram hér á heimilinu í gær og mikið leið mér betur í gær að skríða uppí hreint rúmið mitt með hreinlætislyktina í nefinu !
En nú erum við komin i langþráð sumarfrí og ætlunin að skreppa suður um höf til heimalands mannsins míns Það verður ekki leiðinlegt. Verst að hitinn þar er ansi mikill í ágúst á hans heimaslóðum líklega uppundir 40° flesta daga. Ég finn mér bara góða sundlaug og ligg í köldu vatninu.....Meira um það síðar í vikunni.
Ástarkveðjur til ykkar allra vinir og vandamenn. Yfir og út að sinni !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 20:38
Opið blogg...
Er ekki lengur með þessa síðu læsta, sé ekki tilgang með því , það má þá alltaf loka aftur. Þegar kólnar blogga ég aftur en ég er að byrja í sumarfríi núna ! Helginni verður varið heima að mestu en þó verður farin smá skottúr í heimsókn til brósa og fjölskyldu á nesinu góða. Það hefur ekkert verið gert hér heima í sumar sökum mikillar vinnu - þannig að nú skal aðeins tekið til hendinni áður en haldið verður út í buskann í næstu viku.
Meira frá mér þegar heimilið angar af hreinlæti og hvergi sést rykkorn !
Upp með hanskana Margrét ! Sápukúlur í allar áttir - Varúð ! Vatnið er komið í fötuna og byrja......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 21:51
Á ég að opna bloggið mitt ....???
Afhverju ekki ? Er svo sem ekki að skrifa um neitt merkilegt, takmarka það þá eitthvað, sem ég skrifa um persónulega hluti - Er að hugsa málið !
'A eftir að setja hér inn eitthvað á næstunni. Um Það sem hefur gerst síðan síðast. Þ.e .a s. í júlí. Margt verið á döfinni.
Bloggvinirnir mínir duttu út, þegar kerfið fór út eftir helgina arrrrrrgggggggg
MT
Bloggar | Breytt 30.7.2008 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2008 | 20:26
Mín eigin tónlistarstund.....á Ketilássíðunni byrti ég þetta.........
...það rignir og rignir og ég ákvað að skoða öll lögin sem plötuspilarinn hér til hliðar hefur uppá að bjóða, og ég ráðlegg ykkur að hlusta á öll þau lög ! Ég var við tölvuna og spurði manninn minn jafnóðum um hverjir væru að spila, hann var bara nokkuð góður náði flestum. En mikið er ég búin að skemmta mér yfir þessum lögum...Bad moon rising og fleiri lögum, þetta er gott líka til þess að æfa textana og æfa samsönginn fyrir laugardaginn............ Textarnir rifjast fljótt upp ! Rennið yfir þetta og stemminginn verður dúndur góð
Sjáumst heil á Ketilási á laugardaginn !
En eitt er gott - spáir góðu veðri norðanlanda um helgina.....krossum fingur og vonum að það standist.....
Magga
Kíkið endilega á Ketilássíðuna til þess að geta hlustað á lögin !
Bloggar | Breytt 22.7.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2008 | 11:13
Bloggleti.........
Jamm, er búin að vera löt enda sumar og útivera númer eitt.
Við hjónin brugðum okkur til Vestmannaeyja ásamt honum Dalí okkar, tókum okkur vikufrí og vorum líka í Reykjavík í þrjá daga. Ég fór meðal annars í garðana þar sem mamma, pabbi og Vilborg eru að hamast við að rækta grænmeti af miklum móð. Morgunverðarsamsæti til Vilborgar og grill hjá Stellu og Ragga þar sem Hulda grillaði fisk ofan í mannskapinn - afar gott. Við José gættum svo Tinnu og Hrannar eitt kvöld meðan systurnar brugðu sér á tónleika, það gekk auðvitað eins og í sögu.
Með í för til Vestmannaeyja var Stella mín og fjölskylda og einnig Tinna elsta barnabarnið mitt og nutum við þeirra forréttinda að vera hjá tengdamömmu Stellu henni Fríðu sem er afar gestrisin og skemmtileg kona.
Þetta var frábær ferð, veður gott og við að sjá Eyjarnar í fyrsta skipti. Ægifagurt og skemmtileg upplifun í frábærum félagsskap. Bara takk öll fyrir að gera ferðina svona eftirminnilega. Okkur var sýnt margt og sagt frá mörgu merkilegu úr sögu eyjanna og fannst manni maður óneitanlega færast nær sögunni og þeim hörmungum sem fólkið í Eyjum upplifði í gosinu fyrir 35. árum. Þvílíkur styrkur sem fólkinu hefur verið gefin þegar allir sem einn gengu niður á bryggju og yfir ringdi ösku á leiðinni, ekkert hægt að taka með sér og engin vissi hvað við tæki. Og þvílík mildi að engin slasaðist eða dó.
Við heimsóttum einnig Drífu frænku og gaman að koma til hennar og sjá hennar fallega heimili. Við fórum í syglingu í kring um eyjarnar sem er ógleymanleg ferð. Raggi og Fríða fóru með okkur í bílferð útá Stórhöfða og allar helstu leiðir um eyjarnar og við gengum á Eldfell. Einnig var mikið gengið um bæinn farið í kirkjugarðinn og á Stakkó og fleira og fleira. BARA GAMAN. Og gaman að vera í nokkra daga með prinsunum litlu og Tinnu og auðvitað öllum hinum. TAKK FYRIR OKKUR !
Við sylgdum í land á þjóðhátíðardaginn og fengum afar gott sjóveður báðar leiðir, það sem eftir var af þeim degi vörðum við svo með mömmu og pabba og þangað komu í kaffi nokkrir ættingjar mínir. Solla systir og Lúcý voru á förum til Portugal til lengri eða skemmri tíma og náðum við að hitta þær aðeins þennan dag í kaffisamsætinu. Mángi og Dagga komu og Jón Bjarki nýkomin heim frá nær ársdvöl í Kína og Hrefna frænka Vilborg og Drífa komu einnig. Didda gömul vinkona mín og hennar maður komu líka og þau hafði ég ekki séð til fjölda ára. Maggi frændi og fjölskylda voru í bænum og hittum við þau aðeins í Austurbrúninni. Það er alltaf gaman að hitta fólkið sitt og sjá nýja fjölskyldumeðlimi og sjá eldri börnin þroskast og dafna. Á vonandi eftir að sjá Magga og fjölskyldu aftur hér á Akureyri fljótlega og sem flesta úr fjölskyldunni.
Annars gott að slaka á um helgina eftir tvo daga í vinnunni og ég verð svo að vinna í júlí og fer svo í aðal sumarfríið mitt í ágúst. Þá er ætlunin að reyna að komast eftir ódýrum leiðum til Portugal að heimsækja fjölskyldu mannsins míns. Þetta kemur allt í ljós og við vonum það besta, þrátt fyrir okurverð á bensíni og versnandi þjóðarhag.
Meira fljótlega bloggvinir mínir. Eigið góða daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.5.2008 | 10:45
Jæja.....búið að keppa þetta árið
Þetta var skemmtilegt kvöld, þannig séð - og engin vonbrigði þannig - maður er orðin vanur og þekkir orðið til austantjaldsatkvæðanna. Það er mín skoðun að það eigi að breyta keppninni og hafa austur Evrópu sér og vestur sér, annars verður þetta alltaf svona.
Mikið var ég þó ánægð með að Noregur komst í 5. sæti, frá byrjun hef ég elskað þetta lag. En 14. sætið er ekki slæmt fyrir fámenna þjóð og þau Regína og Friðrik Ómar voru að gera þetta mjög vel.
Ég fékk tár í augun og gæsahúð yfir einu lagi - Portugal enda var José búin að þýða fyrir mig textann alveg gullfallegur og söngurinn og túlkunin eftir því. Bara flott. Danir góðir en Svíar og Finnar síðri...en samt ágætislög - gef ekki mjög mikið fyrir Rússann þó hann sé með góða rödd fannst mér þetta nú svolítið væmið hjá honum, hefði líka átt að vera með skirtuna hneppta !
En nú taka önnur áhugamál við þar til byrjað verður á ný að velta sér uppúr næstu keppni.
Eigið góðan dag, knús frá Akureyri, fyrsti alvöru sumardagurinn í dag með sunnan þey og hita.
Næst verður letrið ekki bleikt, þetta var jú bara gert fyrir Eurobandið !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)