22.5.2008 | 22:01
Húrra ....Ísland áfram og Portugal líka.....
Þvílíka gleðin braust út á þessu heimili í kvöld !
Frábært...Friðrik og Regína svo sannarlega búin að standa fyrir sínu þarna úti og ekki spillti það gleðinni þegar Portugal komst líka áfram......
Æðislegt kvöld. Mér líður næstum eins og morguninn sem ég vissi að Vigdís Finnbogadóttir (sem ég studdi og tók á móti á Reyðarfirði um árið) vann kosningarnar og varð forseti Íslands - þá nótt gat ég ekki sofið og þá fann ég mátt Íslenskra kvenna, kl. 6 um morguninn fór ég út og mig vantaði bara að arga út í loftið.
Já, já, já svona átti þetta að fara !!!! Man ekki eftir þvílíkri gleði í mínu hjarta eftir "eurovision firr né síðar" - enda tvær þjóðir að keppast um mína hollustu ! I give them all my loving !
Það verður ljúft að fara að sofa í nótt !
Bloggar | Breytt 23.5.2008 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 11:15
Hálfgerð magapína............spenna í loftinu..
Á mínum vinnustað er spenna í loftinu vegna Eurovision - og smá leikur í gangi með úrslitin í kvöld og á laugardaginn og auðvitað verða verðlaun fyrir getspaka.
Aðalmálið er eins og venjulega - komumst við Ísl. áfram ???? Ætla ekki að svekkja mig um of EF við komumst ekki áfram enda orðin vön Er líka að vona að heimaland mannsins míns Portugal komist áfram, aldrei þessu vant er gott lag þaðan í ár að mínu mati.
En er svo sem ekki viss hvaða þjóðir komast áfram, mikið betri lög í kvöld.
En aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og njóta kvöldsins, hvernig sem fer !
Knús á ykkur Eurovision dúllurnar mínar, eigið gott og gleðilegt kvöld. Áfram Ísland...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 08:26
Firra undanúrslitakvöldið búið.....
Jamm - var nokkuð ánægð með þetta, var samt ekki að fíla Pólland voða vel.
En flott að Noregur komst áfram, lagið mjög fallegt. En svo eru mikið sterkari lög á morgun svona á heildina litið og spurning hvernig vinnst úr því kvöldi Vonum það besta.
Meira fljótlega.....knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2008 | 08:39
Eurovision.....talið niður...
Hef ekki bloggað lengi er búin að vera með ritstíflu !
En nú er komið að hinni árlegu skemmtilegu "eurovision" keppni og ég ætla sko að fylgjast vel með.
Verð við sjónvarpið í kvöld og á fimmtudag og laugardag.
Spennandi - mörg góð lög í keppninni þetta árið er búin að hlusta á þau flest.
Finnst Norðurlöndin standa sig best og þá frekar Noregur en Svíþjóð og svo held ég mikið uppá lagið frá Portugal. Loksins mjög gott lag frá þeim. Og svo mörg og mörg - vona líka svo sannarlega að Eurobandið komist í úrslit - hef trú á því þetta árið - væri það nú ekki gaman ?
Meira mjög fljótlega um þessi mál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2008 | 15:13
Allt í rólegheitunum...
Allt gott hér á Akureyri og lífið gengur sinn vana gang, vildi bara segja gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Hann var nú svo ljúfur að varla er orð á gerandi - nema myrkrið auðvitað, það er alltaf svo gott þegar það víkur.
Sumardagurinn fyrsti var einkar ljúfur og sól skein í heiði. Dásamlegt !
Meira fljótlega, vinir og vandamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 21:44
Páskar liðnir.....og fullt af hlutum að gerast á næstunni.........
Það var svo gaman á páskunum - Stella mín og Raggi og synirnir tveir voru hjá okkur, við hjúin fluttum okkur Því í gestaherbergið svo betur gæti farið um fjölskylduna - það var bara fínt að breyta til og prufa að vera gestur á eigin heimili.
Hulda mín og Tommi og dætur voru líka hér fyrir norðan og gistu hjá bróðir hans Tomma svo við fengum líka að njóta þeirra aðeins, en þar sem þau eru mikið skíðafólk sáum við aðeins minna af þeim skiljanlega.
Þetta voru góðir dagar og eiginmaðurinn sá að mestu um matseðilinn þessa daga og tókst afar vel til eins og hans er von og vísa.
Toppurinn í mat var þó líklega páskalambið á páskadagskvöld, kryddlegið lambalæri "a la José" og súkkulaðikaka í eftirrétt með jarðarberjum og rjóma "a la Margrét "sem við nutum öll saman og ekki spillti fyrir að barnabörnin voru með skemmtiatriði í "extra eftirrétt " - sem sé dans atriði af bestu gerð, þar sem ekkert var til sparað í töktum og tilþrifum - alveg dásamlegt !
Við Sölvi vorum dugleg í útivistinni og þegar uppgötvaður var sparkvöllur hér í grenndinni var gaman , og amman var komin á fullt í fótboltann með dóttursyninum og þótti bara nokkuð góð !
Eða eins og Sölvi sagði " Við gerum svo margt amma þegar allir hinir sofa" Ekki leiðinlegt að fá svona hrós.
Þetta var gaman en eins og alltaf of fljótt að líða - dagarnir flognir áður en við vissum af og eftir sat amman með tár í augum eins og svo oft áður....
Nú eru dætur mínar búnar að bóka mæðgnaferð til Minniapolis í Ameríkunni í nóvember
Ég dreg bara upp budduna og greiði fyrir mig......
Þá skal haldið í nokkurra daga ferð vestur um haf og ég verð að segja að ég er MJÖG spennt og aðalatriðið fyrir mér er að fá að vera með telpunum mínum alein í fimm daga og gera ekkert annað en elta þær og láta þær ráða för - enda eru þær heimskonur miklar og ferðaglaðar stúlkur og móðirin sem aðeins hefur komið til Evrópu á líklega eftir að vera stjörf af spenningi í þessu ferðalagi Við munum dvelja á Hilton hotel og það er aðeins steinsnar frá Mall of Amerika
Jólagjafirnar verða auðveldar þetta árið
.... Ég sagði við Stellu mína " Svo þurfum við að fara á söfn" " Hvaða söfn ?" var svarið - En hún fór í firra í svona ferð og Hulda líka svo ég á ekki von á miklum safnferðum enda - verð ég líklega alveg galin í búðunum, sér í lagi ef USD verður til friðs
Er ekki kreppa ????
Þetta kemur allt í ljós - en gaman að stefna að einhverju svona extra skemmtilegu ! Og setja í sparnaðargírinn á öðrum sviðum.
Sem sagt allt gott af okkur og stefnan er líka tekin á Vestmannaeyjar í júní en þangað höfum við hjúin aldrei komið en þar sem Raggi tengdasonur er þaðan komin, er ekki lengur hægt að fresta för til Eyja - þvílíkt snilldar fólk sem kemur þaðan og þar býr....það verður gaman líka.
Svo eru tvö ár síðan við fórum til heimalands mannsins míns - sumarfrí í águst er á stefnuskránni þetta árið en hvað verður ? - Hann langar að skreppa heim, skiljanlega - hefur ekki hitt fólkið sitt í tvö ár og þá var ástandið ekki gott - "gamli" pabbi hans með krabbamein í blöruhálskirtli sem uppgötvaðist skömmu eftir að við komu út . Hann er komin yfir það núna sem betur fer og ég með áhyggjur af Sollu systir nýkomna úr aðgerð við ristilkrabbameini hér heima á sama tíma - maður var svona hálf "lost" En hún er líka á góðu róli í dag Margt hefur maður að þakka
Fer í rúmið með góða drauma í kvöld ....ánægjulega drauma um gott sumar hér og þar og allstaðar
Meira síðar.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.3.2008 | 14:50
Gleðilega páska ....
...nóg að gera með börnum og barnabörnum og ekki síðra að tengdasynirnir eru með. Veðrið frábært og virkilega góð páskastemming !
Hafið það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 19:22
Leynivinavika í vinnunni minni....
O.k við erum fullorðið fólk en fullorðið fólk þarf ekki alltaf að taka hlutina háalvarlega, ég er að vinna með nokkrum ungum stelpum og svo með nokkrum á mínum aldri og einni eldri.
Höfum prufað þetta einu sinni áður, það var í desember og þá var svo gaman að við ákváðum aðra viku rétt fyrir páska. Þess vegna var þessi vika í vinnunni, alveg bráðskemmtileg.
Leikurinn er þannig að nöfn okkar allra í deildinni eru skrifuð á miða og síðan er dregið og sá sem á það nafn sem þú dregur verður leynivinur þinn í viku. (ef þú dregur sjálfan þig skilar þú miðanum og dregur annan) Það sem síðan er gert ræður hver og einn um það hvernig hann gleður sinn leynivin.
Það var frjór leynivinur sem ég átti og það lá við að ég væri orðin smá "tens" á síðasta degi.
Það sem minn leynivinur gerði fyrir mig var meðal annars það að færa mér morgunverð á hverjum morgni (hefur greinilega vitað að ég er ekki dugleg í morgunverðinum) þetta var allt frá brauðsneið með osti og ávöxtur til eggja köku með skinku og appelsínusafa og múslí og mjólk.....síðan fékk ég falleg bréf og frumsamdar vísur, símhringingar utan úr bæ með vísbendingum um næstu skref og síðan var hringt í mig og sungið fyrir mig "Magga í sagga, kúrir ein í bragga...." alveg til enda. Einnig fékk ég fallegar gjafir.
Síðasta gjöfin var síðan eurovision diskurinn og falleg hugvekja um vináttuna....
Við enduðum síðan saman heima hjá einni af okkur í kvöldverði í gærkveldi og höfðum við slegið saman í mat og veigar.
Þetta var bráðgaman og mikið hlegið og auðvitað var uppljóstrað um leynivini hvers og eins....marga var nú samt farið að gruna eftir all sérkennilegar uppákomur alla vikuna hver var leynivinur hvers..
Það er mitt álit að svona smá gaman í vinnunni sé bara til þess að treysta liðsheild og treysta samvinnu. Af hverju ekki að létta andrúmsloftið - finna barnið í sér og skemmta sér aðeins í bland við vinnuna. Ekkert nema ávinningur fyrir okkur allar og mikið erum við búnar að hlægja !
Bloggar | Breytt 15.3.2008 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2008 | 16:17
Vonbrigði.........
Í kvöld ætlaði ég að vera í Reykjavík, nánar tiltekin í Austurbrún hjá mömmu og pabba þar sem þau fyrstu helgina í mars á hverju ári taka á móti börnum og barnabörnum og allir eru glaðir syngja og tralla og gleðjast yfir því að hittast -
Við vorum á síðasta móti í mars 2007 og það var rosalega gaman og við systurnar þrjár saman í fyrsta sinn til margra ára. En allt var eins og við hefðum verið saman í gær - við vorum öll eins og þegar við vorum í föðurgarði sungum og trölluðum - alveg eins og í gamla daga, alveg eins og við hefðum aldrei farið að heiman og aldrei slitið samvistum.....við vorum bara við, eftir misjafnan gang í lífi okkar allra. Það eina sem hafði breyst var það að við vorum orðin eldri og reyndari, allt annað var eins. Við erum svo heppin að hafa foreldrana þennan trausta bakhjarl okkar allra ennþá með okkur, það verður seint fullþakkað.
En s.l.fimmtudaginn kom kallinn minn heim úr vinnunni með hita og var ansi slappur, margir búnir að vera veikir í kring um okkur síðustu dagana í vinnunni okkar og það kom að því að minn kall yrði veikur og einhver vottur af veikindum hjá mér en kannski bara þreyta. Þessi tímasettning var afleit - en hvað var þá hægt að gera annað en aflýsa suðurferð og vera bara heima og vonast eftir að koma saman aftur að ári !
En lífið er bara svo óútreiknanlegt og hver veit hvað verður að ári.
En við verðum allavega með ykkur í huganum og vonum að þið skemmtið ykkur sem allra best. Þið sem ekki komist þetta árið frekar en við, getum huggað okkur við að fólkið okkar er hresst eins og við er búast af því - því þetta er kjarnorkufólk komið af kjarnorkufólki
Knús og kossar, skemmtið ykkur ofurvel ........... Miss you
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2008 | 11:34
Góðan og blessaðan daginn........
Góður sunnudagsmorgun, var á hefðbundinni sunnudagsmorgun-göngu með Dalí minn sem hvílist núna í sínum einkastól í stofunni og svo heyri ég "fallegar" smáhrotur frá svefnherberginu - kallinn minn horfði á sjónvarpið eitthvað frammeftir í gær....en ég sofnaði tiltölulega snemma...er meiri morgunmanneskja, held að þær séu ekki svo margar í minni fjölskyldu - jú pabbi og Mángi e.t.v. veit að systrum mínum Sollu og Ippu og henni mömmu minni finnst gott að sofa á morgnanna, held að Hulda dóttir mín sé frekari morgunmanneskja en Stella mín, veit líka að Tinna elsta barnabarnið mitt er upp á morgnanna og bíður eftir að hinir vakni og Sölvi dóttursonur minn líka......við vorum oft búin að vera á stjái lengi áður en aðrir vöknuðu síðast þegar þau voru hér í nokkra daga en engin er verri fyrir það hvor vaknar firr eða seinna ....höfum bara okkar misjöfnu venjur.....stundum væri ég t.d. til í að sofa örlítið lengur á morgnana en svo er það hundurinn Dalí, hann er sko ekki til í að sofa á morgnanna, klórar í mann um helgar til að láta mann vita að nú sé komið nóg og þá er það Margrét sem fer á stjá....í morgun lét hann það eftir sér að sofa til kl. 9.
Allt gott af Sollu systir, talaði við hana í gær og lætur hún mjög vel af sér, var meira að segja að spá í að hala saman kvennleggnum í fjölskyldunni til helgarferðar til kóngsins Köben ??? Hver veit hvað við getum gert í því ? Væri gaman Hún er að ná sér eftir aðgerðina og fær e.t.v. að fara heim á morgun en þarf að taka því rólega á næstunni. Gott að þetta er búið.
Hér er blóm fyrir þig Solla af því að þú átt allt gott skilið og við erum svo glöð hvað allt gekk vel !
Aðrir sem líta hér við fá líka blóm afþví að þið eruð öll svo frábærir vinir og vandamenn og góðar persónur !
Love .......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)